Lífið er oftast svo dásamlegt! Núna er yndislegur mánudagur, ég er í fríi alla vikuna og get gert það sem mig dreymir um. Það er núna að hugleiða lengur en ég geri vanalega, drekka teð mitt á morgnana lengur en ég get vanalega, fara í rólegri göngutúra með hundana mína,Fara út í garð oft á dag og sjá þegar blómin spretta upp og knúparnir á trjánum opna sig meira og meira, og það besta er þegar ég fer út í garð, á náttsloppnum með tebollann í hendinni, snemma um morguninn, og fuglarnir syngja svo dásamlega til sólarinnar sem skýn á garðinn, þá og mig!Það er að njóta þess smáa sem er það stóra, allt getur verið ekkert , ekkert getur verið allt !
Þegar ég hef það svona gott, og get hvern daginn á eftir öðrum get ég ekki annað en hugsað til þeirra sem ekki eru svona lánsamnir eins og ég og fjöldi annarra. Ég hugsa til fólksins í Irak ég hugsa til þeirra í Afganistan, ég hugsa til þeirra sem eru heimilislausir á Íslandi og ....... Hver getur gert hvað til að hjálpa meðbræðrum okkar og systrum sem við hljótum líka að bera ábyrgð á ?
Við sem persónur erum byggð upp af jákvæðum öflum og neikvæðum, sumir með meira af einu heldur en öðru. Svona eru fjölskyldur líka byggðar upp, bæði kjarnafjölskyldan og svo heila stóra fjölskyldan. Fyrirtæki bæði smá og stór eru einnig byggð upp, með góða pólitík og neikvæða pólitík, Max Havelar kaffið, t.d þar sem pólitíkinn er að þeir sem rækta kaffið fá það sem þeim ber. Hugsunin er ekki að þeir fái eins lítið og hægt er. Svo eru fyrirtæki sem safna og græða á kostnað starfsfólks og hins almenna borgara.t.d, þeir sem flytja fyrirtækinn sín til Kína , því þar er réttur starfsfólks minna en enginn og launin eru minni en nokkurtíma er mögulegt að borga hérna í Evrópu. Svo höfum við bæi sem hafa jákvæða pólitík og neikvæða, lönd sem hafa jákvætt og neikvætt og einnig heimsálfur. Stundum er meðaltalið af hinu jákvæða aðeins yfir meðallagi, oftast undir, því miður. Svo kíkjum við á jörðina í heild hún er eins byggð upp, með svona mikið að jákvæðu(--------------- ) og svona mikið af neikvæðu. (---------------------------------------------------------)
Þannig að hvar er meðaltalið ef við sjáum þetta allt sem heild. Þá hugsa ég. Hvar er mín ábyrgð, hvernig get ég verið með til að fá meðaltalið hærra? Jú með því að vinna með sjálfa mig, með því að fá það jákvæða yfir meðaltalið hjá sjálfri mér. Ég vinn með mig með það fyrir augum að ég vil vera með til að lyfta okkur á jörðinni yfir í það jákvæða. Ég vinn með mig, og reyni að verða betri manneskja og fá tilfinningu fyrir því að við erum öll eitt, og að við komum hvert öðru við. Þá lyftist meðaltalið á jörðinni pínu, pínu, pínulítið hærra. Ef við hver fyrir sig vinnum með okkur, gerum okkur að betri manneskjum, þar sem við sjáum okkur sem hluta af heildinni og stefnum öll að sama máli að gera heiminn að góðum heimi, þá komumst við hægt og rólega yfir í jákvæða meðaltalið. Ég held að við öll höfum miklu meiri ábyrgð en við gerum okkur grein fyrir. Ég veit að auðvitað er fullt af góðu fólki á jörðinni, en flest pössum við okkur sjálf, viljum sem minnst vita af öðrum en okkur, fjölskyldunni og nánustu vinum og hversu góð erum við þá? Kannski er það þess vegna sem allt virðist vera að fara niðurávið hérna í heiminum.Við þurfum að vera meðvitarði um hvernig heimurinn hangir saman. Þannig að það sem ég vildi óska og ég vona að þið sem lesið þetta, hugsið aðeins um hver er okkar ábyrgð sem einstakings. Það er ekki nóg að sitja í sínu eigin húsi, íbúð og gagnrýna hvernig heimurinn er orðinn, við þurfum öll að vera með til að lyfta þessu verkefni. Hugsið ykkur ef bara 50 prósent af jarðarbúum, inni markvisst að því að gera sig að betri manneskju, og upplifa sig sem hluta af einu lífi, þessi 50 prósent umgangast kannski ekstra 20 prósent, þá erum það 70 prósent, , þessi 70 prósent umgangast, 20 í viðbót þá erum við 90 prósent, og þá erum við strax kominn upp í 100 prósent . Þá erum við komin í alheimskærleika/Eitt líf. Þar sem við öll finnum okkur hluta hver af öðru. Mörg af ykkur hugsa örugglega þetta er ansi naívt, en það er líka leið til að taka ekki ábyrgð. Um leið og maður stendur afsíðist og hæðist, þá tekur maður afstöðu, Þetta höfum við gert of lengi, nú held ég að ef einhverntíma, þá sé tími breytinga miklivægur. NÚNA,
Ég vona að sem flestir vilji vera með. Hvað er mikilvægara í lífi allra en Alheimsfriður.
Smá falleg saga eftir þennan morgunfyrirlestur sem byrjaði svo værðarlega, en svo tók andinn yfir, og leifi því bara vera!
Tveir vinir voru á göngu í eyðimörkinni.
Einn daginn fara þeir að rífast og annar slær hinn í hausinn.
Sá sem er sleginn í hausinn verður ferlega reiður og skrifar í sandinn: Í dag sló vinur minn mig í hausinn
Þeir ganga áfram og koma að fallegum stað med litlu vatni. Þeir ákveða að baða sig í vatninu. Hann sem hafði verið slegið í hausinn var að þvi kominn ad drukna. Vininum tókst ad redda honum frá drukknun, og dregur hann að landi. Þegar hann rankar við sér skrifar á hann á stein.sem stóð rétt hjá: Í dag bjargaði besti vinur minn lífi mínum
Björgunarvinurinn verður ansi hissa, og segir: þegar ég slóg þig í hausinn skrifaðir þú í sandinn nú þegar ég hef bjargað lífi þínu skrifar þú á stein. þá svara hinn : Þegar einhver gerir eitthvað slæmt á hluta okkar , eigum við að skrifa þad í sandinn, þar sem fyrirgefningarvindurinn getur blásið þad í burtu. Þegar einhver gerir okkur gott skulum við grafa þad i steininn, þar sem enginn vindur getur blásið það í burtu. Lærðu ad skrifa sársauka þinn í sandinn en gleðina á steininn.
Ljós og friður til ykkar héðan frá Lejre
Flokkur: Bloggar | 12.3.2007 | 08:26 (breytt 4.7.2007 kl. 06:08) | Facebook
Athugasemdir
gott að vera í fríi alla vikuna ..
Margrét M, 12.3.2007 kl. 15:36
Veistu að það er gott að sjá þig...lesa...maður verður aðeins minna einmana fyrir vikið Stöðugt heyrast fleiri og fleiri raddir eins og þín. Ég held að mannkyns sé að vakna Big Time....samvitundin þarf bara ákveðið marga til að umbreytast. Og ég held að við séum alveg að verða nægilega mörg til að skipta miklu máli.
Flott sagan!
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 16:30
Kæra Kristín, ég er alveg sammála, sem betur fer verða fleiri og fleiri meðvitaðir um að við skiptum öll máli, og vil getum öll gert gagn í alheimsfriðnum.
kær kveðja til þín og hafðu fallegan eftirmiðdag.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.3.2007 kl. 16:53
Yndisleg saga, takk.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 12.3.2007 kl. 22:18