Thomas Jefferson: I hope our wisdom will grow with our power, and teach us, that the less we use our power the greater it will be.

 

Það er mikið að gera þessa dagana, sýningin er nú komin upp, og opnunin er á laugardaginn! Það verður gaman að hitta íslendinga og spjalla við þá. Ég hef ekki svo mikið samband við íslendinga hérna í Danmörku! Á morgun kemur vinkona okkar hún Elena og verður hjá okkur fram yfir sýningu. Hún er frá Hvíta Rússland, og hefur enga fjölskyldu hérna nema systur sína.  Þær eru oft hjá okkur yfir helgar og yfir jól, páska og þess háttar.

Gamli hundurinn minn hún Iðunn sem er orðin 11 ára er á blæðingum, það blæðir alveg ferlega. Ég hefði haldið að tíkur hættu þessu á ákveðnum aldri eins og við konurnar. Hún Iðunn mín blessunin hefur aldrei verið dugleg að þrífa upp eftir sig sjálf, en Lappi hundurinn okkar sem er tveggja ára þrífur heldur betur upp eftir hana! Veit ekki alveg hvort þetta er svona hjá villtum dýrum, villtum hundum, úlfum og þess hátta, en efast um það!  Á morgun  byrjar helgin, það verður dejligt !20070204144911_3
Friður og ljós í netheim!
Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gangi vel um helgina. Verður einhversstaðar hægt að sjá kannski brot á netinu af sýningunni?

Bestu kveðjur..friður og ljós til baka til þín.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 19:04

2 identicon

FFalleg eru þau. Vona að þér hafi gengið vel með sýninguna frænka mín sæl.

Ylfa (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 22:58

3 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Hæ Katrín ég set myndir inn á bloggið eftir helgi ! Góða helgi til þín ! Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2007 kl. 15:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband