Það er stríðsástand í Kaupmannahöfn !!

ungdomshusetRIP

Ég hef fylgst með þessu ástandi í nokkra tíð í gegnum son minn sem er 22 ára, og börn vina minna, sem hafa tekið þátt í hinum og þessum mótmælum í nokkurn tíma. Þetta er sorglegt ástand ! Það er margt í þessu máli sem er óskiljanlegt, t.d var þessu unga fólki gefið húsið á sínum tíma, en svo selur Kaupmannahöfn húsið til "fader huset", sem er hópur kristinna, sem meinar að húsið sé heltekið af djöflinum (sem er náttúrulega algjört aukaatriði). Þessu mótmæla að sjálfsögðu þeir sem telja sig eiga húsið, og svo kemur skriðan.......Ég skil vel þá sem slást fyrir rétti sínum, en ég held að svo óheppilega vilji til að það slást í hópinn fullt af fólki frá allri Evrópu, sem vilja bara slást. þá er þetta orðið meira en að berjast fyrir rétti sínum. Það er að mínu mati mjög óheppilegt fyrir þetta unga fólk að hlutirnir eru orðnir svona brjálaðir, það hjálpar þeim ekki, síður en svo. Ég er samt viss um að átökin verða, þar til þau fá nýtt hús ! Það hefur að sjálfsögðu verið mikið rætt um þetta mál, bæði í vinnuni minni, útvarpi og sjónvarpi. Ég horfði á þetta í sjónvarpinu til kl. hálf ellefu í gærkvöldi þar til Siggi hringdi í mig og sagði að allt væri í lagi með hann. Þá gat ég farið að sofa. Siggi var þarna frá því um morguninn og allan daginn, hann vildi meina að ástandið hafi ekki verið eins rosalegt og kom fram í sjónvarpinu. Frétti að það hefði komið mynd af honum í Information með kanínuandlit  og rauða slaufu um hálsinn, gefandi fólk rósir til að benda fólki á fáránleika þessa atburðar! Greinin heitir "Absurd teater"og er heilsíða um þessi átök með þessari líka flottu litmynd af Sigga með kanínugrímuna, rauða slaufu með hvítum doppum og bleikar rósir. Ég er ferlega stolt af honum!  Hann lenti visst í smá ógöngum þar sem hann var lokaður inni á milli lögreglu og unga fólksins, en var svo hjálpað burtu af lögregunni. Hann söng líka og dansaði bæði fyrir lögregluna og þá sem var búið að handtaka og sátu í röðum á jörðinni. Sem sagt stríð í Kaupmannahöfn, sem heldur ábyggilega áfram í nokkurn tíma.

 
Ljós og friður héðan.
SteinaEN_Ungdomshuset_f


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband