Gratitude will bring more into our lives immediately.

 

 

help GiveHelpBEr ansi þreytt eftir daginn í dag. Við erum að ljúka skúlptúrönn og í næstu viku verður byrjað á málaraönn. Við fórum yfir hluta af verkunum í dag, sem var mjög spennandi. Á morgun förum við svo yfir restina af verkunum frá skúlptúrönninni. Nemendurnir eru mjög duglegir og gera frábær verk. Þetta er blandaður hópur af fullorðnu fólki sem á við ýmis vandamál að stríða. Sumir eru með létta einhverfu, einnig eru nokkrir  asberger, og svo eru þeir sem eru með lélega sjón, og nokkrir sem eiga við andleg vandamál að stríða. Enn öll eiga þau það sameiginlegt að vilja skapa. Þetta nám er fjjögur ár, eftir þessi fjögur ár getur maður fengið eitt ár meira sem fer í að einbeita sér að sinni eigin þróun, og læra að vinna meira sjálfstætt Fyrir fimm árum byrjuðum við þrjú með þennann skóla. Fyrstu mánuðina vorum við með einn nemanda og svo hægt og rólega komu fleiri. Núna eftir 5 ár, höfum við ekk pláss fyrir fleiri nemendur  Það eru 6 kennarar. Kennararnir eru hinum ýmsu hæfileikum gæddir. Tveir eru með kennaramenntun, ein er hönnuður og senograf (veit ekki hvað það heitir á íslensku) og svo erum við þrjú sem erum myndlistamenn. Þessi ólíki kennarahópur og ólíki nemenda hópur gefur mikið til skólans. Allir vega upp á móti hver öðrum. samkenndin á milli nemenda er alveg yndisleg. Núna þegar við erum orðin svona mörg og það er ansi mikið að hlutum fyrir utan kennsluna sem er mikilvægt t.d. fundir með sveitafélögunum, fundir með félagsfræðingum og fl. það er núna mitt nýja hlutverk sem skólastjóri . Það er alveg nýtti fyrir mér að vera í svona starfi , en mjög spennandi. Frá upphafi höfum við verið hluti af FOF sem má líkja á einhvernhátt við námsflokkana. Þetta er risa stór stofnun í allri Danmörku. Við komum með þessa hugmynd til þeirra á sínum tíma og þau slógu til. Þau hafa núna í 5 ár staðið að mestu fyrir öllu sem heitir ekki kennsla og uppbygging á kennslu. En núna tek ég við því sem  þau hafa gert. Skólinn hefur í gegnum tíðina fengið mikla athygli fjölmiðla hérna í DK, vegna þess að þetta er öðruvísi tilboð fyrir fólk sem á í erfiðleikum en annars er á flestum stöðum í heiminum. Okkar mottó hefur verið að allir eigi rétt á menntun, það þarf bara að mæta þörfum þessa fólks.Núna er skólinn að öllum líkindum að stækka í fl einingar sem verður mjög spennandi .

Ástæða þess að ég er á þessari braut er sennilega að þegar ég var 17 ára byrjaði ég að vinna á Kópavogshæli. Ég var þar að vinna meira og minna þar til ég byrjaði í Myndlista og handíðaskóla Íslands, 28 ára. Ég var mjög ánægð að vinna á Kópavogshæli, á margar yndislegar minningar þaðan.latex ENN aðbúnaður bæði vistamanna og starfsmanna var ekki sæmandi. Möguleikarnir voru ekki margir, þó vil ég meina að við höfum gert það besta úr því sem var. Launinn voru hræðileg, og allt of fátt starfsfólk með of marga einstaklinga að passa. Svona er aðbúnaðurinn ennþá á mörgum stofnunum í Danmörku. Það hefur verið mikil umræða í gangi um þessi mál vegna heimildarmyndar sem kom í sjónvarpinu sem tekin var upp með faldri myndavél. Ég tek það fram að ég sá ekki þáttinn, enn fannst ömurlegt að sjá umræðuna í sjónvarpinu. Þar var allavega í byrjun hrópað hátt um þessa satista sem sáust í sjónvarpinu, og hefur það örugglega verið ömurlegt. En ef skoðað er vil ég meina að vandinn liggi ekki þar, vandinn liggur í þjóðfélaginu sem ennþá sér þetta sem felustaði sem ekki er lagt mikla peninga í eða sérlega góða ramma fyrir hvorki starfsfólk eða vistfólk. Það eru ekki margir sem endast í þessum störfum, (er ég þá að tala um þá sem vinna með þá sem eru mest fatlaðir) Launin eru lág og vinnan mjög erfið bæði líkamlega og ekki síst andlega. Þarna á þessum stofnunum endast helst þeir sem eru ófaglærðir. Einnig koma inn starfsmenn sem vinna við afleiðingar, oft mjög ungt fólk, sem er á leið eitthvað annað. Mín skoðun er að það þarf að gefa því starfsfólki sem er fastráðið meira svigrúm til að endurmennta sig og miklu betri laun. Þetta er mjög vanmetir starf ! Þau þrjú ár sem ég var í framhaldsnámi í Dusseldorf vann ég við afleysingar á stofnun fyrir mikið fatlaða hérna í Kaupmannahöfn.( Ég var í Dusseldorf á þeim tíma sem prófessorinn minn var þar, annars bjó ég í KBH). Á þessari stofnun  var með mjög veikt fólk og það stafsfólk sem var fastráðið voru öll ómenntuð fyrir utan yfirmanneskjuna, sem sjaldan kom inn á deildina. Þetta voru allt konur, sem höfðu enga aðra starfsreynslu. Starfsfólkið fannst mér mjög gott við heimilisfólkið, en álagið var oft mikið, og ef það hefði verið falinn myndavél við nokkrar aðstæður sem upp komu, hefði fjandinn verið laus! Ég er alveg viss um að allt þetta fólk gerði eins vel og það gat. Það er ábyrgð yfirmanna að sjá til þessa að allt sé eins og það á að vera og að starfsfók sé með þá kunnáttu sem til þarf. Ef ég hugsa til baka til Kópavogshælis, þá var það það sama sem gerðist þar. Við vorum  með alltof mikla ábyrgð  miðað við hversu litla þekkingu við höfðum. Ég upplifði að við vorum með fárveikt fók, sem hefði átt að liggja á spítala, með krabbamein, sem var sent heim liggur við daginn eftir uppskurð, þar sem við tókum við þeim og gerðum eins vel og við gátum, sem auðvitað var ekki nógu gott. Hvað hefði gerst ef það hefði verið falinn myndavél þar ? Það starfsfólk sem kom fram í þessari dönsku heimildarmynd var allt rekið, nema þeir sem voru yfir deildinni !! Ég gæti haldið áfram í langan tíma, en ætla að stoppa hérna. Við eigum að vera meira þakklát fyrir þá vinnu sem þetta ófaglærða fólk gerir en við erum. Þau ættu að fá topplaun fyrir þessa vinnu, það mundi örugglega skila sér .......
Ljós og kærleikur
Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband