We are the creators of our universe

 

Fyrir nokkru var haldin söfnun í Danmörku til að kaupa lyf fyrir þá sem eru með AIDS í Afiríku. Það söfnuðust mjög miklir peningar, ca 56 milljónir danskar krónur. Í Afiríku eru margar milljónir með Aids. Mér reiknast til að fyrir þessa peninga sé hægt að kaupa 4 pillur fyrir hvern veikan! Hvað svo ?

 Við í skólanum erum að vinna sýningarverkefni með Billy frá Afiríku. Við höfum haldið marga fundi í gegnum eitt ár um hvernig samvinna okkar á að vera. Billy er mjög athafnamikill maður, sem brennur fyrir þjóðinni sinni. Það sem er gengum gangandi í hans verkefnum er að kenna afríkubúum að bjarga sér sjálfir. Hann er ný búinn að fá risastóran styrk til að byggja upp svínabú í Afiríku, og hluti af þessu verkefni er að nokkrir innfæddir koma til Danmerkur og fá menntun í að vinna með svín. Eftir tvö ár hérna fara þeir heim og færa vitneskjuna áfram til annara í Afiríku. Þetta er bara eitt af mörgum verkefnum sem hann er með í gangi.

Við í skólanum verðum með árssýningu á verkefnum nemanda skólans. Í gegnum Billy höfum við komist í samband við klaustur í Afríku þar sem fatlaðir búa. Nemendur okkar (sem eru fatlaðir) og þessi hópur frá Afiríku sem einnig eru fatlaðir ætlað svo að sýna saman á þessari sýningu. Þeir peningar sem svo koma inn af seldum verkum fer svo til kolleganna í Afiríku. Við viljum með þessu móti setja fókus á þann hóp afiríkana sem aldrei er minnst á. Ég ber mikla virðingu fyrir Billy og dáist að lífssýn hans !

Ég er líka þakklát þegar ég vakna á morgnana og sé hversu heppinn ég er að hafa möguleika á að njóta umhverfisins í kringum mig ! Svona leit út í morgun í garðinum mínum !Billede 670

Ljós til ykkar allra
Steina


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband