snjór, snjór og aftur snjór !!

 

3582461e4fac4cc9bf0e91a229883f12_sne Hérna í Danmörku er ennþá allt á kafi í snjó ! fólk er beðið um að fara ekki út á á vegina að keyra, það er klaki á öllum vegum, og svo snjóar enn. Sól er föst í Kisserup, þetta er fjórði dagurinn. hún er orðin ansi leið, og vil komast heim. Ég hringdi á nokkrar leigubílastöðvar í morgun, en þeir vildu ekki keyra. Náði svo ég í lokal Bjarna sem er leigubílastöðin (einn maður) hérna í Lejre.1553515-8af646a9066425a76113bc254ff45b19

Hann ætlar að sjá til hvernig verður í dag og ef það lagast eitthvað vil hann hringja í mig og við keyrum til Kisserup og náum í Sólina litlu. Gunni komst með lestinni, sem var bara klukkutíma of sein. Hann þarf að gera mat fyrir Íslendinga sem ætlað að þorra sig í nótt úti á Amager. Það er svo skrítið að það er ekki svona slæmt í Kaupmannahöfn, næstum því enginn snjór. Ég hringdi í Beggu í morgun, sem býr í Osted sem er bara 4 kílómetra héðan og sagði henni að ég hafði verið úti með hundana og það hefði verið haglél, og rétt á eftir fór að snjóa, hjá henni var engin snjókoma. Þetta er svo staðbundið. Við ætluðum í 10 ára afmælið hennar Kollu í dag, en það verður sennilega ekki úr því. Vonast bara eftir að geta náð í Sól í dag.
Sem sagt íslenskt vetrarveður, eins og ég man frá Íslandi.
ljós til ykkar.
Steina

1554304-c186579dcea59f47dede53c3b713d3de


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband