Gamalt blogg.
Laugardagur, hreingerningardagur ! Allt í rólegheitunum hérna hjá okkur. Fer í vinnu alla daga, hef hækkað í stöðu, er orðin Leder, yfir skólanum, á íslensku er það víst skólastjóri. Það er samt ekkert svo hátíðlegt sem það hljómar. Það verður gaman að takast á við það starf. hef alltaf átt erfitt með að taka ábyrgð, finnst ég aldrei nógu góð. en núna verð ég heldur betur að takast á við ábyrgð. Þetta helst allt í hendur að vinna með þá veikleika sem maður hefur, og svo kemur verkefnið rétt á eftir , það er oft að við höldum að sjálfu sér, en það er nú heldur betur ekki. Við horfumst í augu við vandamál sem við höfum, við skoðum það og rannsökum, og fyrst af öllu viðurkennum vandamálið, og svo eins og að sjálfu sér ( auðvitað er það engin tilviljun) koma upp aðstæður þar sem við horfumst í augu við dýrið aftur og aftur , þar til við vinnum bug á því. Svona hef ég upplifað það að takast á við mitt vandamál sem er að treysta mér ekki til að takast á við ábyrgð. Mér finnst best að koma með hugmyndir, og stjórna á bak við, en að það er annar sem stendur fyrir ábyrgðinni. en núna hef ég í þó nokkurn tíma verið að vinna á þessu, treyst meira og meira á sjálfa mig, og séð að það er fullt af hlutum sem ég ræð mjög vel við. fundið mínar sterku hliðar, og veiku hliðar, og það besta var að viðurkenna inni í sjálfri mér, að það er OK að geta ekki allt, og að gera misstök. Þegar ég gerði mér grein fyrir því að mistök eru fín , það er þar sem við lærum mest. Þá kemur það að það er allt í lagi að taka ábyrgð, því það er allt í lagi að gera misstök. Það er engin sem aldrei gerir mistök. Ef maður kastar sé ekki út í að gera hluti sem virðast meiri en maður ræður við, þá meina ég að maður standi í stað.Lífið er til þess að vaxa og læra, og maður vex og lærir þegar maður þorir, og er hugaður. Oft þykir það dyggð að gera eins og allir aðrir og fara sömu leið og aðrir, ég vil meina að það sé ekki það besta sem við gerum fyrir okkur sjálf sem persónur, eða fyrir mannkynið. Sjáum þá sem hafa farið aðrar leiðir, og sett spor sín í þróun jarðar : Nelson Mandela, Kofi Annan, Bono og svo koma auðvitað aðrir sem hafa skorið sig út og hafa gert hræðilega hluti, það veit hver maður, en það er kannski ekki alveg þeir sem ég er að tala um. Ég átti mjög falleg og innilegt samtal við einn kennarann í skólanum um daginn, þar sem hún kom inn á að pabbi hennar var dáinn fyrir ekki svo löngu. Hann lá á dánarbeðinu og komst til meðvitundar af og til. í eitt af síðustu skiftunum sem hann kom til meðvitundar, sagðist hann núna vita að hann ætti að vinna í Garði Guðs, þegar hann færi héðan, og að hann vildi óska að hann hefði gert meira til að hjálpa meðbræðrum sínum á jörðinni. þessi maður var alls ekki trúaður fyrir þennan tíma. Við segjum oft að viljum gera hitt og þetta áður en við verðum gömul, og hitt og þetta er oftast að nýta tækifæri til að upplifa eitthvað fyrir sjálfa sig, eða karríer. Það væri svo frábært ef fl. hugsuðu : Ég vil gera eitthvað fyrir mannkynið á jörðinni áður en ég dey, að fokusin sé ekki svo sjálfselskur eins og hitt. Fyrir mér er það að ala upp og elska börnin sín, og gera þau að betri manneskju en maður sjálfur, eitt af stærstu hlutverkunum, þar geta flestir gert eitthvað. En ef að möguleikinn sé fyrir hendi að hugsa meira um aðra en sjálfan sig.þá væri heimurinn betri en hann er í dag. Jæja ætla að drýfa mig í að gera hreinnt, og svo í kvöld er keppninn um hver fer á Evrópusöngvakeppnina héðan frá Danmörku. Farið á Guðs vegur.
Steina
Annað hvort okkar elskar mig!
Jæja, sit núna og hlusta á hann Guðna Már kæra vin minn í útvarpinu Geri það alltaf þegar ég sakna Íslands.
Núna er miðvikudagur, rigning og sól, ég í fríi.
Er að byrja að mála núna, eftir langan tíma í pásu. hef ekki unnið að myndlist frá því fyrir sýninguna í Kling og Bang í oktober, mér fannst myndlist svo leiðinleg og hafði miklu meiri áhuga á að hugleiða og lesa. en ég finn núna að lönguninn er að koma aftur. Af okkur er allt gott að frétta, skólinn er byrjaður, við erum með 10 nemendur núna, og getum ekki tekið á móti fleyrum. Í næsta mánuði eigum við að flytja fyrirlestur um sögu skólanns á vegum FOF. Það er kennarafundur hjá öllum kennurum. Það verður spennandi. Þetta er í annað sinn sem við erum úti með fyrirlestur um skólann. Sól er byrjuð í skólanum og er mjög ánægð að hitta alla vinina aftur. síðustu helgi kom Sigyn mín í heimsókn með bæði börnin, vinkonu sína og hennar barn. Það var mikið fjör og gaman. Við gerðum margt skemmtilet. m.a böðuðu börnin í ánni í öllum fötunum. Það var ekki leiðinlegt. á sunnudeginum fórum við í skógartúr. það er stór skógur hérna rétt hjá Ledreborgskógurinn. Í þessum skógi er það sem kallast skógarstígurinn og er það ansi stórt svæði sem er leiksvæði svona Indiana Jones ævintýri. Þetta átti að upplifa. Þegar við vorum hálfnuð í átt að skóginum byrjaði að rigna svona líka rosalega, á nokkrum sekundum urðum við gegnblaut, við erum harðjakslar og héldum áfram og fórum í skóginn. Það voru þrumur og eldingar, og eins og hellt úr fötu. Tóta (vinkona Sigynjar) fór úr bolunum og vatt hann á leiðinni, sem ekki hjálpaði mikið því hún varð jafn blaut um leið aftur. En þarna vorum við í ca tvo tíma börnunum til mikillar gleði. held að þetta hafi verið það skemtilegasta um helgina. Það var yndislegt að vera með Aron og Lilju, litlu barnabörnunum mínum. Okkur var boðið í veislu hérna við hliðina kolleftífið var 25 ára. Það var ca 200 manns boðið í veisluna. Boðið var upp á frábær skemmtiatriði fyrir börn og einnig voru tvær hljómsveitir að spila. góður matur var einnig og fullt af ræðum. Þetta var mjög gaman. þegar ég druslast til að borga barnaland set ég myndir inn sem ég hef tekið um helgina. Ég er alltaf að vinna að verndun dýra og verð meira og meira sjokkeruð yfir hvernig við förum með þau. las um daginn að á Spáni þegar nautunum er sleppt út til mannfjöldans og mikið er hlaupið til að bjarga lífi sínu fyrir þessum óargadýrum, ( þetta er mikið sport ) Þá hafa blessuð dýrinn verið svellt í mjög langan tíma, svo þau eru sturluð úr hungri, og það er sett vaselín í augun á þeim svo þau sjá mjög óskýrt. Þetta er viðbjóður! Einnig sá ég video mynd sem var tekinn af Rituel slagtning (veit ekki hvað það heitir á íslensku) Þetta video var tekið í Egiftalandi. Þarna sá maður að kýrnar sem komu alla leið frá Ástralíu, (nokkrir sólarhringar í gámum) og um leið og þær komu inn þar sem slátrunin var, var stungið hníf í augun á þeim, straks á eftir skáru þeir á sinarnar á fótunum. (augun svo þær sjá ekki, og sinarnar svo þær sparki ekki) og svo á eftir var skorið á háls. Þessir vesalingar veltust svo þarna hver ofan á öðrum duttu og hljóðuðu, dauð hræddar. Þetta var svo hræðilegt að ég sat hér og hágrét. Eftir þessar upptökur, hættu Ástralir að senda dýr til Egiftalands. En þetta er samt að gerast nú á þessu augnabliki, og á næsta augnabliki.
og þangað til hugsunarháttur mannkynns breitist og við sjáum dýrin sem bræður okkar og systur sem eru bara ekki komin þangað sem við erum komin og við finnum þörf fyrir að hjálpa þeim.
Jæja nóg í bili að predikun og fl. lifið heil í ljósi og birtu
Steina
Anne Frank:
How wonderful it is that nobody need wait a single minute before starting to improve the world.
Fyrir konsertin í gær komu vinkonurnar hingað og biðu eftir að við keyrðum þær á generalprufu. Það var líf og fjör og mikið spjallað og gleðin var augljós hjá þessum litlu stúlkum. Yndislegt að fylgjast með þeim. Þær fengu eplasafa, (sem Sól hafði pressað með pabba sínum) og smá að borða með. Við keyrðum þær í tveim bílum. Það er hægt að sjá myndir á barnalandi af kvöldinu.
Konsertin var yndislegur. Allt gekk eins og í sögu, daman varð þyrst á miðjum tónleikunum, sem ekki er frásögu færandi Hvað gerir maður þá, jú maður fer bara niður á barinn og kaupir vatn. Þetta gerði Sól og pabbi hennar kom hlaupandi með vatnsflösku og sendi hana upp á svið aftur. Þannig að hún gekk upp aftur og hélt áfram eins og ekkert væri eðlilegra. En sem betur fer var kórinn stór, svo þetta var ekki eins áberandi. Önnur börn höfðu líka fengið vatn í glös hjá starfsfólkinu. Hún gat bara ekki beðið eftir að röðin kæmi að henni. Hún er líka næstum einbirni.
Etta Cameron, er 69 ára hljóp fram og til baka á sviðinu, söng um Jesús, Krist, og The Lord. Ef ég væri ekki trúuð, þá hefði ég orðið það þarna, Það hrundu eitt tár eða tvö á tónleikunum. Ekki út af dóttur minni, sem var svo sæt og falleg þarna uppi, eins og öll hin börnin, heldur út af þessum fallegu söngvum, og sögu söngvanna sem maður kemst ekki hjá að hugsa um. Hvað það er mikil bæn og hróp um miskunn til alls sem lifir. Einu sinni og líka núna hafa svarti verið kúaðir og píndir af hvíta manninum. Það er hægt að heyra að það liggur mikil þekking á þjáningunni, og bæninni í þessum söngvum.og túlkunin var með einsdæmum.Sem segir mér að hún(Etta) einhverstaðar djúpt í sálinni sinni, hefur aðgang að sögu og tilfinningum þeirra sem sömdu, og sungu þessi lög upprunalega.Ég held að það sé mikilvægt að minna okkur á þessa sögu, og þessa einlægu trú frá hjartanu. þar hefur verið valin góður og djúpur sendiherra til að segja þessa sögu aftur og aftur á þann hátt sem flestar manneskjur í dag skilja Tilfinninguna
Kannski þurfum við að vera minnt á þetta á nokkurra hundrað ára fresti. Það er kannski komin tími til að hvíti maðurinn og vestræni heimurinn taki þjáningartíma til að læra að elska, og trúa á eitthvað annað en sjálfan sig. Einstaklingshyggjan.
Ég trúi á mig, heilaga á húsið mitt, samfélag ríkra, fyrirgefningu eigingirninar, upprisu sjálfs míns og eilíft líf fyrir MIG.
Megi Guðs vizka og kærleikur, vera með til að leiðbeina gjörðum okkar og ekki síður hugsunum.
Hugsun fylgir orka!
Steina
Ansi aumt hérna í Lejre. Við mæðgur erum veikar og höfum verið það alla vikuna.Hund leiðinlegt, þar sem sólin skýn út og blómin spretta upp eins og gorkúkur.Verð samt að vera hress á morgun, er að fara í sumarhús með vinnufélögum mínum, pædagogisk dag, heitir það. Fundur um framtíð skólans, og finna fram sterku hliðar hvers annars, til að nota í þágu skólans.Annars er ekki mikið annað að segja, veikindi og veikindi. Lappi hefur líka verið veikur, fékk mjög hættulega sýkingu sem við höfum verið að vinna bug á með pillum, kremi og sjampói. Hann fékk svona líka óhuggulegt sár á lærið sem var bakteria sem heitir stafylokokker. Veit ekkert hvort það heitir það sama á íslensku. Gunni er að gera veislu fyrir fólk hérna í Lejre, mikið að gera hjá honum. Hann vann til kl 1 í nótt, vaknaði svo kl. 5 til að fara í vinnuna og var að koma heim til að halda áfram og klára. Hann verður líka að vinna fyrir þessari dýru eldavél sem við keyptum. :o). Við förum í matarboð á laugardagskvöldið, hjá fólki hérna sem við þekkjum ekki svo mikið. En það eru tvenn hjón sem bjóða okkur að borða með þeim. Það verður skrítið þar sem við þekkjmst næstum ekkert !!
Jæja þetta verður ekki lengra að sinni.
Ljós til ykkar.
Steina
Við komum heim fyrir svona14 dögum síðan.! Ég fór beint í vinnuna og hef verið að vinna síðustu tvær vikur. Það er ekki svo mikill tími hjá mér þegar ég hef vinnuvikur. Fyrir það fyrsta er ég dauðþreytt þegar ég kem heim eftir vinnu, og svo er nóg að gera hérna heima með Sól sætu og heimalærdóm, dýrin blessuðu og að taka til. En sem sagt núna er laugardagur, ég er ein heima og ég get sest niður og reynt að rifja aðeins upp ferðina. Hægt er að sjá allar myndir á barnalandinu.
Við fórum að stað sunnudagsmorgun! Millilentum í Frankfurt, hefði haft gaman af að hitta Haiki og Torstein vini mína sem búa þar, en við stoppuðum bara í tvo tíma og flugvöllurinn er svo stór að við rétt náðum að ganga/hlaupa, frá flugvélinni og yfir á næsta gate til Barcelona. Við héldum að við hefðum tíma til að fá okkur eitthvað í flughöfninni, en við þurftum að flýta okkur til að ná fluginu til Barcelona. Tveggja tíma hlaup með smá stopp á klósetti. Ótrúlega stór völlur. Við lentum í Barcelona um 3 leitið og tókum leigubíl í íbúðina. Íbúðin er kapítuli fyrir sig, það var eins og þarna byggi gömul spænsk kona, og hún væri í raun bara úti í búð! Stafurinn hennar var þarna, hækjurnar líka. Allt var fullt af ódýrum styttum og ódýrum hlutum. Það voru ca 30 bækur, Vottar Jehova safn. En þetta var sjarmerandi, því allt nágrennið virkaði í þessum stíl. Við vorum á 7. hæð, og það voru svalir með fullt af blómum. Það er kannski ágætt að láta fylgja með hérna, að við leigðum íbúðina af samstarfsmanni Gunna og konuni hans. Þau búa að sjálfsögðu í Danmörku en eiga þessa íbúð þarna suðurfrá og leigja hana af og til út. Á svölunum voru fullt af blómum, eins og áður segir frá og einnig inni í íbúðinni. Við flýttum okkur að vökva blessuð blómin, því ekki veitti af. Blessaðir blómálfarnir, lifnuðu við á degi eða svo. Þegar við höfðum hvílt okkur aðeins fórum við í bæinn, það var 25 til 30 stiga hiti. Við fórum með metróinum niður á Römblu og fengum okkur að borða. Tapas, sem er þjóðarréttur katalóníubúa. Við röltum þarna um á þessum fallega eftirmideigi. Það var fullt af fólki, við upplifðum bæði að það væri mikið meira fólk þarna en þegar við vorum þarna fyrir 10 árum. Við fórum niður á höfnina og sátum og borðuðum popkorn, svona í desert. Sjórinn var fullur af fiski, svo mikið að ég hef ekki séð annað eins og fólk var þarna og fóðraði fiskana eins og þegar við förum niður á tjörn í Reykjavík og gefum gæsunum og öndunum. Við gáfum fiskunum fullt af poppi, sem þeir borðuðu með bestu lyst. Við komum ekki mjög seint heim þennan dag. Þegar við vöknuðum daginn eftir fóru Gunni og Sól á markaðinn sem var mjög stór og ekki langt frá. Keyptu inn til morgun/hádegismat. Þetta var svo gert á hverjum degi áður en við fórum að stað í bæinn. Stórt og flott hádeigis/morgunmat borð. YNDISLEGT. Við fórum í ferðir á hverjum degi upp í fjöllin. Monteserrat klaustrið. Þangað fór lest, ótrúlegt. Lestin keyrði lóðrétt upp í þessi ótrúlegu fjöll. Útsýnið þaðn alveg stórkostlegt. Við fórum lengra upp en klaustrið og þar lentum við í þoku sem var ævintýraleg. Sáum varla hvort annað. Ég hugleiddi í kirkjunni þarna og var það yndislegt. Kirkjan þarna er m.a fræg fyrir styttu af Jómfrú Maríu með Jesúbarnið og eru þau bæði svört. Styttan var í glerkúpli en hendin á J:M: sem hélt á kúlu, sennileg tákn fyrir jörðina kom út úr kúlunni og fólk sem stóð í röð til að komast að Móður Jesús kyssti hana á höndina. Þarna vorum við sem sagt einn dag. Við fórum einnig og skoðuðum Gaudi kirkjuna sem hefur verið í byggingu í 100 ár. Tvær stíltegundir. Á einni hliðinni er kúbískur stíll og á hinni er barrok. Kirkjan er langt í frá tilbúin. Mest er þó tilbúið að utan, en mjög mikið eftir inni í kirkjunni. Samt er mikið af því sem er búið, farið að láta mikið á sjá og er verið að gera við. Þarna er mikil straumur ferðamanna, enda gaman að sjá. Þegar við vorum þarna ég og Sigyn fyrir mörgum árum, var kirkjan t.d. mikið hvítari en núna, en mengun hefur gert hana brúngráa að utan. Við fórum líka í Gaudi garðinn sem er alveg einstakur. Það er erfitt að útskýra en hann er eins og ævintýri. Mæli með að kíkt sé á myndir á barnalandi til að skoða herlegheitin. Við sáum líka annan garð uppí bökkunum í BL. Þar voru þessir líka gígantísku kaktusar, sem ég varð að fá börn af og eitt barnið stakk mig með mörgum göddum sem ég skil vel. En öll börnin hafa það mjög gott hérna í Lejre í nýjum fínum blómapottum!!! Á næstum því hverjum deigi hugleiddi ég í Cathedral de Barcelona.!! Og átti þar alveg ógleymanlegar hugleiðslur. Ég hef alltaf verið hugfanginn af þessari kirkju. Þegar ég og Sigyn vorum þarna fyrir ca 13 árum í 14 daga sátum við fyrir utan kirkjuna á hverju kvöldi og nutum þess að vera þarna. Ég og Gunni vorum þarna fyrir ca 10 árum og það var sama tilfinning sem ég hafði. Áður en við fórum núna hlakkaði ég óskaplega til að hugleiða í þessari kirkju, og varð ekki fryrir vonbrigðum, orkan þarna er einstök! Mæli með að ef þið eigið leið til Barcelona, að þið gefið ykkur tíma til að fara þangað og þó ekki nema væri að sitja hljóð í ca hálf tíma og láta orkuna streyma um ykkur.
Biðbærinn í Barcelona er alveg frábær, þröngar götur, skemmtilegar búðir, mannlíf sem sæmir heimsborg. Listamenn um allt að gera performance , hugmyndaflugið alveg ótrúlegt. Tónlistamenn á hverju götuhorni, og fl. og fl.
Við skoðuðum hverfi sem voru minna rík, jafnvel datt mér í hug Harlem ferðin mín fyrir 14 árum, nema þarna var ekkert að hræðast, ekki mikið af fólki og þeir sem maður mætti voru mjög lávaxnir, ekki háir og dökkir, og fallegir og margir ógnvekjandi, eins og þeir sem voru í Harlem. Við fórum þar á risa stóran flóamarkað, þvílíkt rusl, engum peningum eitt þar.
Við sáum stærsta sjáfardýrasafn í Evrópu. Mjög flott, og gaman að skoða. Við erum tosset með hafið!!!
Síðasta daginn vorum við á kaffihúsi og sátum úti og nutum mannlífsins. Við vorum búinn að borða yndislega smárétti/tapas, og vorum að fara að borga. Gunni var búinn að taka upp veskið, þegar allt í einu kemur sígaunakona með barnið sitt á mjöðminni, hlaupandi að okkur, horfir á mig og segir fullt af hlutum til mín en hendir blaði á borðið fyrir framan Gunna, ég horfi bara á blessaða konuna og skil ekkert af því sem sagt er. Þjónninn kemur hlaupandi og hrópar á konuna, og bendir henni í burtu, ég sit enn og skil ekker í einu og neinu, Gunni situr og hlær og segir eitthvað við sígaunakonuna líka. Ég hugsaði með mér, þvílíkt og annað eins, allt verður vitlaust bara af því að hún er að betla, og er mjög hissa á viðbrögðum Gunna sem styður þjóninn á móti sígaunakonunni með barnið á mjöðminni. Önnur sígaunakona, alveg eins klædd, með næstum eins barn á mjöðminni kemur hinni til stuðnings, þær voru næstum eins. Ég skil ekkert í einu eða neinu, nema að þær fara í burtu hrópandi ókvæðisorðum að okkur og hinum, sem sátu þarna. Ég horfi skilningsvana á Gunna og vil heyra hvað gekk eiginlega á. Þá sagði hann að um leið og hún henti blaðinu á borðið, yfir peningaveskið, þá sér hann höndina á henni grípa um peningaveskið um leið og hún lyftir blaðinu upp aftur. Gunni fer með hendina undir blaðið og grípur um hendina á henni, og sagði eitthvað á þá leið nei góða mín og tók veskið úr hendinni á henni. En ég sá ekkert því hún hélt athyginni á mér. Þjóninn þekkti þær greinilega því hún kom hlaupandi út þegar hún sá þær. Við vorum pínu í sjokki á eftir, því ef hún hefði náð veskinu, hefðum við ekki haft kortið, og þar af leiðandi, ekki neinn pening. PUFF.(ef hún hefði beðið um pening hefðum við örugglega gefið henni) Einhver passaði upp á okkur þarna. En þrátt fyrir þetta var ferðin alveg yndisleg. Við rifumst bara einu sinni, og það er ekki mikið á 7 dögum að vera saman frá morgni til kvölds. Við fórum líka í dýragarðinn, ætluðum að sjá hvítu górilluna, en hún er líklega dáin. Við borðuðum úti á hverju kvöldi. Við vorum bara.
Sól söng allan tíman, hún gekk með okkur, hoppaði, söng og söng og var glöð. Rellaði aldrei, var bara þakklát. Yndislegt barn!!
Það var ca 25 stiga hiti og sól allan tímann.
Ég gleymu örugglega helling, en pyt með það !
Ég er voða glöð með kosningarnar í USA. Held að hún Nancy Pelosi Demokrati, verði mjög fín í þetta embætti sem formadur fyrir Repræsentanternes Hus (veit ekkert hvað það heitir á íslensku).
Hún er nr. 3 á listanum ef það þarf að leysa forsetann af. Og annað sem er gott að hún er fyrsta kona sem hlýtur þetta embætti. Og það besta er að hún hugleiðir !!! Sem sagt ........ getið í eyðurnar. Það er eins og konur séu að komast í stórar stöður á mörgum stöðum í heiminum. Meina ég þá kosningarnar í Frakklandi, Ségolène Royal, Gazellen. Ég hef ekki fylgst eins vel með þar og í USA. En fyrir mér virkar eins og við séum að fara inn í nýjan tíma þar sem möguleiki er á að fókuserað verði á önnur málefni en hefur verið gert. Mannkærleika. Mannréttindi. Náttúruríkin þrjú. Dýr, Plöntur Jörð og Vatn. Sem er það mikilvægsta til að við getum lifað á þessari jörð.. Í staðin fyrir Stríð, Stríð Stríð/ hörmungar. Peningar, Harka, Völd. Einræði. Og fl og fl.....
Óska Nancy Pelosi til hamingju með nýju stöðuna sem hún tekur við 1 janúar 2007.
Bless Dennis Hastert.
Annars eins og ég hef sagt, er laugardagur, veðrið er fallegt, hlusta á Sálmar Lífsins með Sigurði Flosasyni og Gunnari Gunnarssyni. (yndisleg musik) Sól er núna komin heim, og er að taka til. Ég ætla að fara að gera hreint. Gunni kemur heim kl ca 14.00. við ætlum viður á strönd í kvöld með hundana og leyfa þeim að baða. Iðunn er komin með einhver sár á liðina á framfótunum. Held að það sé algengt með gamla hunda. Smurði hana með vaselini, vonandi virkar það. Einnig er eins og ein geirvartan sé laus á henni, en hún virðist ekki finna til. Hún kemst ekki orðið upp eða niður tröppurnar ein, Gamla konan.
Ljós og kærleikur til ykkar allra, héðan frá vinnustofunni minni í Lejre
Jæja loksins gef ég mér tíma til að skrifa, en margt hefur verið við að vera.
Núna í fyrsta sinn í 9 ár erum við ekki með hænur. Allt hefur verið í panik í Danmörku, vegna þessa fuglainflúensu. Nágrannarnir (veit hverjir :O)) höfðu hringt í eftirlitið hérna í sveitafélaginu og klagað yfir að hænurnar okkar eru ekki búraðar inni. Þau frá sveitafélaginu hringdu svo í okkur, og ég sagðist heldur lóga þeim, heldur að láta þær vera inni lokaðar. Það varð svo úr þegar Gunni kom frá Íslandi að þær blessaðar misstu höfuðið. Blessuð sé minning þeirra.
Sérstaklega var erfitt fyrir okkur öll sömul þegar litla gráa dverghænan var dáin, hana höfum við átt frá upphafi. Mikil varphæna og einnig frábær mamma fyrir ungana sína. Hún fékk oft unga tvisvar sinnum yfir sumartímann.
En svona getur þetta verið. Þetta hefur allt verið blásið svoleiðis upp í fjölmiðlum hérna , þó svo að aðeins 90 manns hafið látist af völdum innflúensunar á 9 árum í öllum heiminum. Ef við líkjum þessu við hversu margir látist vegna reykinga, umferðarslysa og annara hluta, er þetta algjörlega út í hött, finnst mér. Langar aðeins að skrifa um dýrin þar sem ég er að skrifa um hænurnar mínar. Ég er nú soddan rosa dýraelskari og hef alltaf verið. (dreymdi um að verða bóndi þegar ég var lítil) Það setur fullt af hugsunum í gang, þetta með fuglainnflúensuna og fyrir nokkrum árum var kúariða. Hvað er það sem veldur, er það vegna alls eiturs sem sett er á akrana, fóðrið þeirra, eða í því sem andað er inn. Það kemur ekki bara út af engu. Við erum völd að svo miklum hörmungum gagnvart blessuðum dýrunum. Oft líka þeir sem eru með dýr sem gæludýr, hunda , ketti og fl. Sem halda að hundurinn og kötturinn hafi sömu þörf og manneskjan. Að reyna að gera dýrið að manneskju, sem er svo mikill miskilningur. Ég hef sjálf gert þetta með mín dýr, sérstaklega með hana Iðunni mína, (sem er orðin 10 ára) hún var algjörlega ótemjandi, þar til einn daginn að ég gerði nér grein fyrir því að hún var hundur, og ég gerði henni mikinn óleik með að umgangast hana og gera kröfur til hennar eins og hún væri manneskja. Eftir það hefur hún fengið leyfi til að vera hundur, og við reynum að umgangast hana sem hund, og hún er alveg frábær sem hundur, en ferleg sem manneskja. Við erum líka með Lappa, sem er eins árs, hann höfum við alltaf umgengist sem hund, og hann er algjör hundur. Við vitum öll um fólk sem á dýr, sem þau vanrækja og jafnvel fara mjög illa með. Ég veit ekki hvort þeir sem eru í því að reyna að breyta dýrunum sínum í manneskjur eru eitthvað skárri. Það er ofbeldi í því að gefa þeim ekki leyfi til að vera það sem þau eru.
Það er mikil ábyrgð sem fylgir því að hafa dýr, og alltof margir fá sér dýr án þess að hugsa um að þegar maður er orðin þreyttur á þeim, getur maður ekki bara hent þeim, þetta er binding, líka tilfinningalega að fá sér gæludýr. Veit það vel, er með tvo hunda, þrjá ketti, tvo páfagauka, tvær kanínur, og var með 15 hænur!
Ég hef alla tíð átt mjög erfitt með líkamlega misþyrmingu á dýrum. Ég heyrði í fyrra að í Kína er stórt lokað svæði þar sem framleiddur er pels í föt, sem er mjög mikil eftirsókn í. Þetta er pels frá einhversskonar villihundum. Framleiðslan er mikil, og þar af leiðandi er margir hundar drepnir daglega, og það verður að gerast hratt. Það gerist það hratt, að hundarnir fá enga deyfingu, heldur er pelsinum bara svift af dýrinu, og svo er hundinum án pels kastað í hrúgu af öðrum hundum, sem liggja og kveljast til dauða. Þetta er ekkert einsdæmi um hvernig við manneskjan förum með dýrin hérna á jörðinni, sem við hljótum að bera ábyrgð á. Þar semþað á að heita að við séum komin lengst í þróuninni af þeim dýrum sem eru á jörðinni. Þessi saga um villihundana, er því miður sönn. Ein sem ég þekki er dýralæknir, og hún hafði fengið videoupptöku senda , þar sem allt þetta var sýnt. Þetta gerist því miður ekki bara þarna, þetta gerist alls staðar, Virðingin fyrir þessum blessuðum dýrum er engin, við viljum fá og fá, hvað sem það kostar, og helst ódýrt. (kem að þessu ennþá einu sinni) Ég get alveg séð og skilið að við notum bæði kjöt, og pels af dýrum, en það er hvernig þessir hlutir eru gerðir, með svo miklu virðingarleysi. Dýrin eru ekki reiknuð fyrir neitt. Sagt er að þau hafi ekki tilfinningar, hver segir það, og ef það eru vísindamenn, hvernig vita þeir það. Það eru mörg mörg líf síðan þeir voru dýr, svo þeir geta ómögulega munað hvernig það er. Ég get séð það á mínum dýrum að þau hafa tilfinningar. Kannski á öðru plani en við, en tilfinningar hafa þau. Meira að segja kanínur og hænur. Hundar og kisur , hafa mikinn tilfinningaskala. Kannski er þetta sagt til að þurfa ekki að horfast í augu við það sem maður gerir þessum dýrum sem eru á t.d. tilraunasstofum, í sláturhúsunum, mörgum dýragörðum og fl. fl.
Darwin kom með þróunarkenningunna, sem fyrir mér er sönn, fyrir mér vantar þar, að við sem sálir, þróumst frá dýri til manneskju. Sálin velur sér kropp sem hún notar í ákveðið tímabil, til að safna reynslu og fullt fullt fl, sem er efni í aðra grein!!!
Þegar manneskjan er mjög ung sál, þá er ekki svo langt síðan hún voru t.d hundur. Og þar að leiðandi eru þetta ekki mjög þróaðar manneskjur, en einhverntíma hafa allir sem eru þróaðri verið þar. Í Búddiskri trú, segja þeir að við fæðumst aftur og aftur, en við getum skipst á að vera manneskja og dýr, í kristinni trú er endurholgun. Jesús reis upp frá dauðum, þó svo að fólk túlki þetta hver á sinn hátt. Þá er einhver sannleikur í þessu öllu finnst mér eins og í þeim trúarbrögðum sem ég hef lesið um. Og ef við gerum ráð fyrir að við blöndum þessu saman, og dýrin verða að manneskjum, þá hvílir mikil ábyrgð á okkur. Þetta eru verðandi manneskjur, sem við berum ábyrgð á, eins og þeir sem eru þróaðri en við bera ábyrgð á okkur (Guð, englar, og æðri verur). Við ættum í raun að umgangast dýrirn að sömu virðingu og við viljum að aðrir umgangast okkur. Við ættum að umgangast þau sem dýr, en með kærleika og virðingu fyrir dýrinu, því í því trúi ég að mesta virðingin sé fólgin. Núna þegar svo mörg dýr pínast og þjást af manna völdum, ættum við að hugsa um hvað við getum gert til að hjálpa. Það er hægt að hjálpa án þess að vera á staðnum, það er hægt að hjálpa með hugarkraftinum. Ég er að setja verkefni í gang ásamt annari konu sem heitir Bettina. Þeir sem vilja vera með og styðja þetta verkefni mega gjarna skrifa og melda sig á listann sem verður svo sendur út með nánari útskýringu. Þetta verkefni tekur ca 5 til 10 mín. á dag. Ekki nákvæm útskýring er að senda heilandi orku og ljós til dýranna, þetta geta allir gert, sem vilja hjálpa. Við komum til með að senda útskýringar á verkefninu og hvernig maður gerir. Ef þið viljið vera með þá er email heimilisfangið : deavekingdom@gmail.com .
Sem dæmi um að dýr eru dýr, og manneskjur eru manneskjur. Þá var ég að koma frá dýralækninum með Lappa, hann var geldur núna í morgun. Þetta geri ég því að hann þjáist af þörf sem hann getur aldrei uppfyllt. Og virðist þetta pína hann mikið. Svo ég tók ákvörðun um að svona yrði þetta að vera.
ÉG myndi aldre taka þessa ákvörðun fyrir son minn, sem hefur aldrei fengið börn ( sem hefur ekki ennþá eignast börn) :O) En ég vel þetta fyrir Lappa, því ég vil að hann geti haft það gott, í því umhverfi sem hann lifir í. Og hann veit ekki að það er hægt að fá svona aðgerð, en ég veit það. Og þar sem ég er passa hann í þessu lífi hans, er það á mína ábyrgð að hann getir fengið gott og harmoniskt líf !!!
En nóg í bili.Ljós og kærleikur til ykkar allra!
Ykkar:
Steina beina hreina teina greina eina meina neina reina seina veina kleina mín.
Í dag skrifa ég ekki mjög mikið. Það er undirbúningur fyrir skírn hjá bestu vinkonu Sigrúnar Sólar dóttur minnar á morgun í Gevninge kirkju. Ég verð Guðmóðir hennar Ninu og er svo stolt af því. Nína er 9 ára, mæðurnar(Ulla og Claudia) eru frá Þýskalandi og það er ekki hefð fyrir því í fjölskyldum þeirra að skýrast. En Nína vil skýrast. Það er algjörlega hennar ákvörðun. Er það ekki fallegt þegar stúlka á hennar aldri vil fá Krist í hjartað sitt. Ég hef setið og undirbúið ræðu fyrir litlu dömuna og svo fær hún bæn sem gestirnir lesa saman. Í Danmörku er hefð fyrir allavega söngvum við veisluhöld, en ég hef valið barnabæn sem ég bið gestina að lesa saman með mér. Læt þessa bæn inn hérna. Því miður hef ég þessa bæn bara á dönsku Við kynntumst Nínu þegar hún var 3 ára, þá voru hún og Sól á sama barnaheimili (þar sem ég vann á tímabili) Þær hafa verið bestu vinkonur alla tíð síðan. Við kynntumst svo Ullu og Claudia með tímanum, og erum mikið með þeim í dag. Þær búa í næsta bæ við okkur. Gunni (minn) og Ulla leigja eplaplantekru saman, með einni annari konu. En þannig að það er mikill samgangur.Svo eru stelpurnar í sundi saman á laugardögum, sem þýðir að þær sofa alltaf saman um helgar. Jæja þetta verður ekki lengra að sinni. Hérna kemur bænin. Einnig set ég bæn inn sem ég fer með á hverjum degi. Það er mikill kraftur í þessari bæn. Set hana inn ensku.Ef áhugi er á get ég reynt að þýða báðar bænirnar yfir á íslensku. Lát endilega heyra!!!
Jeg er en del af verdensfamilien
Jeg er forbundet med andre
-gennem den luft vi indånder,
-gennem det lys vi modtager i fællesskab,
-gennem det håb vi har om en bedre verden.
Det er min opgave:
-at give,
at modtage,
-at være tolerant og fri.
Jeg har arvet denne verden efter dem der har levet før.
Jeg tager tid og rum i besiddelse i nogle få år.
Jeg forvalter denne verden for dem der følger mig.
Mit liv kan, sammen med andre liv, forme denne verden til:
-fred og ikke strid,
-håb og ikke fortvivelse,
-frihed og ikke slaveri.
Sammen med andre kan jeg gøre menneskers broderskab
levende.
De tanker tilslutter jeg mig af hele min sjæl. Det vil vi gøre
sammen
Næsta Bæn
.
The great invocation
From the point of Light within the Mind of God
Let light stream forth into the minds of men.
Let Light descend on Earth.
From the point of Love within the Heart of God
Let love stream forth into the hearts of men.
May Christ return to Earth.
From the centre where the Will of God is known
Let purpose guide the little wills of men
The purpose which the Masters know and serve.
From the centre which we call the race of men
Let the Plan of Love and Light work out
And may it seal the door where evil dwells.
Let Light and Love and Power restore the Plan on Earth
Í gær fór ég í alveg einstaka ferð út í sveit, Bóndabæ, sem heitir Thorshøjgård. Þetta er bóndabær sem vinnur eftir hugmyndinni biodynamiske, eða þar að segja allt er unnið út frá lögmálum nátturunnar, sáð eftir því hvernig tunglin eru, ekki eitrað, og sem lítið dæmi sagði hann okkur Niels bóndi að á mörgum stöðum vantaði kalk í jörðinna, þannig að bændur kalkbæta jörðina, en hann sagði að ánamaðkar framleiddu kalk, þar að segja þegar þeir kúka framleiða þeir kalk. Einnig kom hann með fullt af öðrum frábærum sögum hverning náttúran vinnur saman, og ef við förum að reyna að breyta með allavega kemiskum efnum eyðileggjum við jafnvægið í náttúrunni. En ástæða þess að ég og Bettina fórum í þessa ferð var að við höfðum heyrt að þessi einstaki bóndi, ynni með divum og englum. Hann ynni einnig með divunum í dýrunum sínum. Þetta er eitthvað fyrir okkur, því ég vil virkilega finna út úr þessum málum. Hvernig getum við unnið í samvinnu með þeim, bæði í sambandi við dýr og dýravernd og einnig í daglega lífinu. Getum við gert lífið léttara og fallegra með því að meðvitað vinna með dívum/englum. Einnig í sambandi við þá hræðilega hluti sem gerast um allan heim, er hægt að fá engla og divur til að hjálpa þeim sem eiga erfitt og þurfa á öllum þeim stuðningi að halda. Þetta tekur allann hug minn þessa dagana. Í stuttu máli. Að gera líf manna, dýra og plantna betra og fallegra. Ég hef ákveðið að gera eitthvað, í staðinn fyrir að súrmúla (kvarta) eins og daninn segir. Því ég trúi því að það sé hægt að breyta hlutunum til betri vegar. En komum okkur að efninu, bóndinn Niels, hann var einstakur við dýrirn sín. Hann var með kýr, svín, hunda og fl. mest voru það kýrnar sem hann talaði við okkur um. Svíninn gengu laus um allt þarna, veltu sér í drullu og nutu mikillar unhyggju. Hann talaði við þau að miklu ástríki. Við fylgdumst með honum og hjálpuðum til að fóðra kýrnar. Og hann var einnig í gangi með að mjólka, hann mjólkaði næstum á gamla mátann. Það sem var svo fallegt að heyra hann segja, hvort kýrnin vildi gera honum mjólk, hann þakkaði mikið fyrir mjólkina, á meðan hann mjólkaði, klappaði þeim og strauk, og sagði hversu duglegar þær væru. Ein kúin hafði misst kálf daginn áður. Hún baulaði mikið, hann stóð mikið hjá henni og reyndi að hughreista hana. Á meðan hann mjólkaði kúna, strauk hann henni á ákveðnum púnkti á hryggnum, sem hann sagði að væri róandi fyrir hana, og það var greinilegt að sjá. Hún slappaði gjörsamlega af. Mjólkinn streymdi frá blessaðri kúnni og á meðan stóð Niels bóndi og strauk henni á púnktinum á bakinu, og sagði falleg, falleg orð við hana, t.d. að hann myndi reyna að hjálpa henni og vera hjá henni, hann vildi reyna að hjálpa henni í sorginni. Ég varð að fara í burtu því ég hreinlega fór að væla. Hann sagði okkur að þegar kálfurinn dó, þá reyndi hann að fá kúna til að sjá kálfinn, og skilja að hann væri dáinn, en kýrin sá ekki kálfinn sem lá við fæturnar á henni en hélt áfram að kalla á barnið sitt. Svo sagði Niels þessa fallegu setningu. Ég reyndi að gera eins og maður gerir við manneskjur, að láta hana skilja að kálfurinn væri farinn, en hún sá ekki kálfinn, fordi den ikke var besjælet sem þýðir eitthvað á þeissa leið, hljómar bara ekki eins fallega, sálin hafði yfirgefið líkamann. Það var svo mikil virðing og ást frá þessum gamla bónda til dýranna sinna. Kálfarnir fengu að ganga lausir um allt fjósið og fyrir utan fjósið, þeir lágu hingað og þangað og gátu verið hjá mæðrum sínum. Þeir eru fyrst fjarlægðir þegar þeir eru fjögurra mánuða því þá verða þeir kynþroska og þá fer allt í bál og brand. Okkur var boðið inn að borða hádegismat. Þetta var risastórt hús, en ekki upphitað, og allt í niðurníslu. Það var heimagerður ostur sem bragðaðist dásamlega og biodynamiskt brauð og fl. Þegar við vorum sest við borðið tókumst við öll í hendur og sungin var lítil borðbæn, þar sem þakkað var jörðinni, og sólinni og almættinu, fyrir matinn góða. MJÖG FALLEGT.
Niels bóndi hefur aldrei á æfinni borðað kjöt, faðir hans var grænmetisæta, þannig að þar var ekki borðaða kjöt. En hann selur kjöt af dýrunum sínum. Við spurðum hann hvernig hann færi að þessu. Hann sagði að fyrir dýrunum væru mennirnir englar sem pössuðu upp á þau. Þar að leiðandi gæti hann ekki sjálfur slátrað dýrunum, en fengi annan til að gera það.Hann sagði að þegar kýr eða spendýr deyr, þá kemur dýrasálinn fyrir allar kýr í heiminum og fer inn í kúna á dánarstundinni og nær í þá reynslu og fl sem er í kúnni til að taka með upp í sálina. Á því augnabliki hefur kúin skilning eins og manneskja. Á því augnabliki þakkar Niels kúnni fyrir það sem hann hefur fengið, kjöt og fl. Hann þakkar kúnni fyrir að hafa fórnað sér fyrir hann. Annað sem hann gerir er að áður en hann fóðrar þá blessar hann fæðuna sem hann gefur dýrunum. Við ræddum við hann um dýravernd og lög og reglur sem eru settar fyrir bændur og fl. Hann blessaður hafði ýmislegt að segja um það. Meðal annars, sagði hann að það kæmu fljótlega reglur sem bönnuðu að dýr væru bundinn á básum og á fl stöðum. Þetta átti hann erfitt með að skilja, hann sagði að út frá hans sýn væri of mikill fókus á aðstæður í kringum dýrin meðan það væri ekkert fókuserað á hvernig þeim liði innan í, hverning við færum með dýrin sem sálir, eða lifandi verur. Það er ekki plássið eða hvernig það er í kringum dýrin,sem skiftir máli heldur hvernig við umgöngust þau. Þar get ég bara verið sammála.honum. Það er ekki nóg að búa í höll, það þarf að vera kærleikur líka bæði hjá mönnum og dýrum. Þetta var alveg frábær upplifun að heimsækja þetta fólk. Það sem ég hugsa um núna, er að það sem vantar hjá svo mörgum það er þessi virðing fyrir dýrum, bóndabæirnir verða meira og meira vélvæddir. Ég skil vel að það er til að gera vinnuna léttari, en það sem vantar er kærleikurinn til dýranna, og að það er ekki sjálfsagt að gera þau að þrælum okkar. Niels sagði: Dýrin eru ekki þrælar okkar þau eru okkar bestu hjartans vinir. Bara að allir hugsuðu svona. Ég vona að þessi upplifun sem ég skrifa niður hérna fái einhverja til að sjá hlutina frá öðru sjónarhorni. Þessi upplifun sem ég fékk, fær mig til að komast ennþá lengra inn í það hverning við getum skapað meira jafnvægi. Dýra, plantna , manneskja og diva á milli. Lífsverkefni, en ánægulegt.
Eitt smá með til umhugsunar. Ég fer ansi oft í skógartúra hérna í Danmörku, og ég elska þegar skógarbotninn verður fullur af Animonum, það eru vorblóm hérna í DK.. Ég hef ekki séð þau blóm neins staðar hérna undanfarið, enda vorið komið seint. Þarna við húsið hjá Niels bónda er lítill skógur sem ég og Bettina gengum í, og viti menn skógarbotninn var þakinn þessum fallegu vorblómum. Þetta ræddum við mikið ég og Bettina!!!
Kæru öll; megið þið hafa það sem allra best, hérna er ég í vorinu og hef það gott. Ef þið viljið sjá myndir frá heimsókninni í gær þá kíkið á http://www.barnaland.is/barn/20432/album/
Haustfríið næstum á enda. við höfum haft það mjög gott, slappað af, og verið saman. Þar að segja ég og Sigrún Sól. Gunni hefur ekki verið eins heppinn og við tvær. Síðustu helgi vorum við að tína epli á plantekrunni, og tíndum að við höldum ca hálft tonn. Þetta fannst okkur mikið. Það var svo á mánudeginum keyrt með 800 kíló í eplapressu. Gunni og co, ég á ekki heiðurinn af því. Hver fjölskylda fékk svo 30 lítra af þessum líka guðdómlega drikk. Alls ekki nóg ! þannig að farið verður aðra ferð bæði að tína og að pressa. Epplamostið er að sjálfsögðu ekki með neinum aukaefnum, sykri eða þess háttar, hrein afurð!
Við erum búinn að kaupa miðana til Barcelona Við förum 29 oktober og komum heim 5 nóvember. Okkur hlakkar mikið til, að sjálfsögðu, en verður sennilega meira raunverulegt þegar við erum á flugvellinum. Þetta er í firsta sinn í 11 ár sem við förum saman í flugvél. Við höfum að sjálfsögðu keyrt í ferðalög en ekki flogið saman. þegar við fluttum hingað og fengum okkur öll þessi dýr, og þá tala ég ekki um hund, hana Iðunni. Þá var ekki svo auðvelt að fara saman. Við höfum farið fullt sitt í hvoru lagi. en einn hefur alltaf verið heima að passa dýrin. Iðunn er nefnilega ekki þannig hundur að hún getir verið í pössun á hundahóteli. Við höfum tvisvar gert það. Einu sinni fórum við helgarferð á Kassel sýningu í Þýskalandi. Þegar við komum að ná í hana og kettina á dýrahótelið sem dýralæknirinn okkar hafði mælt með , þá var Iðunn mjög skrítinn, hún ýlfraði og vældi á sama tíma og hún urraði og sýndi tennur, og hárinn stóðu á hvolfi á kroppnum á henni. Aðalega sýndi hún hræðslu við hann hótelstjórann . Ég spurði að sjálfsögðu hvað gengi eiginlega á hérna, en stjórinn urraði einhverju út um munnvikinn. Við tókum dýrin , inn í bíl og heim. Þegar heim var komið var Iðunn svo aum, og alls ekki lík sjálfri sér. Við skoðuðum hana og sáum að hún var með sár um allan kropp. Brunað var til dýralæknis og hundurinn settur á einhverskonar pecilin. Við ræddum við dýralæknirinn að kæra þetta, en hann sagði að ekki væri upp úr því að hafa, þar sem ekkert væri hægt að sanna á Hótelstjórann. þetta gætu verið slagsmálasár og margt margt fl. Við ættum að sjálfsögðu að láta þetta fréttast út á meðal fólks og einnig segja dýralækninum okkar (sem við vorum ekki hjá, því hún hefur ekki opið á sunnudögum og við vorum þarna á sunnudegi.) Eftir þetta liðu mörg ár, og við vorum heima til skiptis. Ákváðum við svo að fara í ferðalag. Lánuðum Bassa og Svövu hús, kisur, hænur, kanínur og páfagauka. Iðunn fór á hundahótle. sem ég var búinn að heimsækja, og heyra mikið gott um. Þetta var eldri kona sem tók bara fáa hunda í einu. Iðunn og hún urðu bestu mátar. Iðunn var meira að segja inni í prívatinum, og í heimsókn hjá dóttur þessarar konu. Það var nefnilega ekki hægt að setja Iðunni með öðrum hundum. Hún þolir ekki aðra hunda.Iðunn var svo pössuð þarna einu sinni enn, þegar við héldum 40 ára afmælið hans Gunna. Hvað gerist svo, blessuð konan deyr!!!EEENNN núna kemur Siggi okkar og passar öll dýrin, þetta gerði hann líka í sumar þegar við fórum i ferðalag. Ég var mikið að spá í að setja Lappa á hundahótel, en valdi svo að gera það ekki, HANN ÞOLIR HELDUR EKKI AÐRA HUNDA !!!!
Þetta var löng útskýrin.g
En annars um lífið og tilveruna, hún er oftast falleg, alltaf falleg þegar ég hugleiði, og verður pínu grárri þegar ég er búinn. Það væri frábært ef maður gæti alltaf verið í hugleiðslu. Það er vísst þannig að með árunum, eða lífunum, verður maður meira og meira eitt með sálinni. Það finnst mér yndislegt.
Þegar ég var lítil og þar til fyrir 3 árum, bað ég faðirvorið á hverju kvöldi. Þetta var mjög mikilvægt ritual hjá mér. Ég gat hreinlega ekki sofnað ef ég hafði ekki farið með bænirnar mínar. Ég lærði þetta hjá mömmu og pabba þegar ég var lítil Ég man þegar þau sátu á rúmgaflinum hjá mér að fara með bænirnar með mér og ég rumsaði þessu út. Algjör páfagaukalærdómur. En ég vissi ekkert hvað ég var að segja. Ég held að þetta hljóti oft að hafa verið fyndið fyrir þau. En með tímanum lærði ég að skilja orðin og meininguna. Og ég bað. Ég byrjaði að hugleiða, sem er kontaktur við sömu máttarvöld en munurinn er að núna hlusta ég.
Í bæninni talaði ég við Guð, eða æðri máttarvöld,
Núna hlusta ég á Guð, eða æðri máttarvöld.
Það sem ég upplifi og heyri reini ég svo eftir bestu getu að færa út í það líf sem ég lifi.
Það eru oft ákveðnir fordómar hjá fólki til bæði bænarinnar og hugleiðslunnar. Þó kannski meira til hugleiðslunnar. Það finnst mér svo erfitt að skilja.Ég held kannski að ástæðan sé að hugleiðslan er ekki svo þekkt fyrirbæri í okkar vestræna heimi. þó svo að hjá buddistum og hinduum sé þetta auðvitað alþekkt. Buddha,(Siddhartha) sem var uppi fyrir ca 2500 árum hann hugleiddi til að komast í samband við altið,leitaði að frelsinu fyrir mannkynið. Hann fórnaði sjálfum sér/lífi sínu Hann lifði við alsnægtir, konungssonur, með nýfætt barn og eiginkonu (Yashodara), Hann skorti ekkert.Faðir hans hélt honum burtu frá öllu sem hét fátækt, elli sorg. Það var tilviljun að hann kom út fyrir hallarmúrana og sá alla þá örbyggð og eymd sem var. Eftir það var hans stærsta þrá að hjálpa mannkyninu, svo það aldrei þyrfti að svelta, verða veikt eða upplifa hörmungar. Þannig að hann yfirgaf ríkdóminn til að verða upplýstur. Hann kom á stað þar sem voru fl. sem vildu verða upplýstir, og sló sig saman með þeim. Hann varð meistarinn þeirra í 6 ár. Þeirra markmið var að styrkja hugann , þannig að þeir gleymdu kroppnum.. Þeir lifðu á einu hrisgrjóni, mold eða fuglaskýt á dag.og smá regnvatni. Einn daginn þegar Buddha var í hugleiðslu við vatnið, heyrir hann tónlistakennara kenna nemanda sínum. Kennarinn segir: Ef strengurinn er of strammur, slitnar hann, ef hann er of laus, syngur hann ekki. þegar Buddha heyrði þetta uppgvötvaði hann hversu mikill sannleikur var í þessum fáu orðum. Hann yfirgaf skóginn sem hann hafði verið í í 6 ár. Og lifði eftir þessu.og við vitum hvert hann hefur náð í dag.
Ég á bíómyndir um alla sögu Jesús, alveg undurfalleg mynd. Eitt atriðið er þar sem hann situr á bjarginu og talar við mannfjöldan. Rétt áður en hann byrjar situr hann lengi með lokuð augun áður en hann byrjar. Fyrir mér er hann að hugleiða (sækja inpirration) til ræðunnar. Það eru örugglega ekki allir sammála mér í þessu, en svona er lífið. Það er hægt að hugleiða á margan hátt, ég fer út í það seinna, þar vil ég segja meira um hvernig ég hugleiði, og hvað ég vil með því. Því þetta er ekki bara að sitja með lamaðan heila.Aðalatriðið er að sjálfsögðu að verða upplýstur. Núna ætla ég í gang með líf dagsins. Kærleikur til ykkar allra.
Steina
Haustfríið næstum á enda. við höfum haft það mjög gott, slappað af, og
verið saman. Þar að segja ég og Sigrún Sól. Gunni hefur ekki verið
eins heppinn og við tvær. Síðustu helgi vorum við að tína epli á
plantekrunni, og tíndum að við höldum ca hálft tonn. Þetta fannst
okkur mikið. Það var svo á mánudeginum keyrt með 800 kíló í
eplapressu. Gunni og co. Ég á ekki heiðurinn af því. Hver fjölskylda
fékk svo 30 lítra af þessum líka guðdómlega drykk. Alls ekki nóg !
Þannig að farið verður aðra ferð bæði að tína og að pressa.
Epplasafinn er að sjálfsögðu ekki með neinum aukaefnum, sykri eða þess
háttar, hrein afurð!
Við erum búinn að kaupa miðaa til Barcelona. Við förum 29. oktober og
komum heim 5. nóvember. Okkur hlakkar mikið til að sjálfsögðu, en
verður sennilega meira raunverulegt þegar við erum á flugvellinum.
Þetta er í fyrsta sinn í 11 ár sem við förum saman í flugvél. Við
höfum að sjálfsögðu keyrt í ferðalög en ekki flogið saman. Þegar við
fluttum hingað og fengum okkur öll þessi dýr, og þá tala ég ekki um
hundinn hana Iðunni. Þá var ekki svo auðvelt að fara saman. Við höfum
farið fullt sitt í hvoru lagi. en einn hefur alltaf verið heima að
passa dýrin. Iðunn er nefnilega ekki þannig hundur að hún getir verið
í pössun á hundahóteli. Við höfum tvisvar gert það. Einu sinni fórum
við helgarferð til Kassel á sýningu í Þýskalandi. Þegar við komum að ná í
hana og kettina á dýrahótelið sem dýralæknirinn okkar hafði mælt með,
þá var Iðunn mjög skrítin, hún ýlfraði og vældi á sama tíma og hún
urraði og sýndi tennur og hárin stóðu á hvolfi á kroppnum á henni.
Aðalega sýndi hún hræðslu við "hann hótelstjórann". Ég spurði að
sjálfsögðu hvað gengi eiginlega á hérna, en stjórinn urraði einhverju
út um munnvikin. Við tókum dýrin, inn í bíl og heim. Þegar heim var
komið var Iðunn svo aum og alls ekki lík sjálfri sér. Við skoðuðum
hana og sáum að hún var með sár um allan kropp. Brunað var til
dýralæknis og hundurinn settur á einhverskonar pecilin. Við ræddum við
dýralæknirinn um að kæra þetta, en hann sagði að ekki væri upp úr því að
hafa, þar sem ekkert væri hægt að sanna á Hótelstjórann. Þetta gætu
verið slagsmálasár og margt margt fl. Við ættum að sjálfsögðu að láta
þetta fréttast út á meðal fólks og einnig segja dýralækninum "okkar"
(sem við vorum ekki hjá, því hún hefur ekki opið á sunnudögum og við
vorum þarna á sunnudegi.) Eftir þetta liðu mörg ár, og við vorum heima
til skiptis. Ákváðum við svo að fara í ferðalag. Lánuðum Bassa og
Svövu hús, kisur, hænur, kanínur og páfagauka. Iðunn fór á hundahótel
sem ég var búinn að heimsækja og heyra mikið gott um. Þetta var eldri
kona sem tók bara fáa hunda í einu. Iðunn og hún urðu bestu mátar.
Iðunn var meira að segja inni í prívatinu og í heimsókn hjá dóttur
þessarar konu. Það var nefnilega ekki hægt að setja Iðunni með öðrum
hundum. Hún þolir ekki aðra hunda. Iðunn var svo pössuð þarna einu
sinni enn þegar við héldum 40 ára afmælið hans Gunna. Hvað gerist
svo, blessuð konan deyr!!! EEENNN núna kemur Siggi okkar og passar öll
dýrin, þetta gerði hann líka í sumar þegar við fórum i ferðalag. Ég
var mikið að spá í að setja Lappa á hundahótel, en valdi svo að gera
það ekki, HANN ÞOLIR HELDUR EKKI AÐRA HUNDA !!!!
Þetta var löng útskýring !
En annars um lífið og tilveruna, hún er oftast falleg, alltaf falleg
þegar ég hugleiði og verður pínu grárri þegar ég er búin. Það væri
frábært ef maður gæti alltaf verið í hugleiðslu. Það er víst þannig
að með árunum, eða lífunum verður maður meira og meira eitt með
sálinni. Það finnst mér yndislegt.
Þegar ég var lítil og þar til fyrir 3 árum, bað ég faðirvorið á
hverju kvöldi. Þetta var mjög mikilvægt ritual hjá mér. Ég gat
hreinlega ekki sofnað ef ég hafði ekki farið með bænirnar mínar. Ég
lærði þetta hjá mömmu og pabba þegar ég var lítil. Ég man þegar þau
sátu á rúmgaflinum hjá mér að fara með bænirnar, og ég ramsaði þessu
út. Algjör páfagaukalærdómur. En ég vissi ekkert hvað ég var að segja.
Ég held að þetta hljóti oft að hafa verið fyndið fyrir þau. En með
tímanum lærði ég að skilja orðin og meininguna. Og ég bað. Ég
byrjaði að hugleiða, sem er kontaktur við sömu máttarvöld en munurinn
er að núna hlusta ég.
Í bæninni talaði ég við Guð, eða æðri máttarvöld,
Núna hlusta ég á Guð, eða æðri máttarvöld.
Það sem ég upplifi og "heyri" reyni ég svo eftir bestu getu að færa út
í það líf sem ég lifi og hafa þannig áhrif á umhverfi mitt.
Það eru oft ákveðnir fordómar hjá fólki til bæði bænarinnar og
hugleiðslunnar. Þó kannski meira til hugleiðslunnar. Það finnst mér
svo erfitt að skilja.Ég held kannski að ástæðan sé að hugleiðslan er
ekki svo þekkt fyrirbæri í okkar vestræna heimi. þó svo að hjá
buddistum og hinduum sé þetta auðvitað alþekkt. Buddha,(Siddhartha)
sem var uppi fyrir ca 2500 árum hugleiddi til að komast í samband við
almættið, leitaði að frelsinu fyrir mannkynið. Hann fórnaði sjálfum
sér/lífi sínu. Áður lifði hann við alsnægtir, konungssonur, með nýfætt
barn og eiginkonu (Yashodara), Hann skorti ekkert. Faðir hans hélt
honum burtu frá öllu sem hét fátækt, elli sorg. Það var tilviljun að
hann kom út fyrir hallarmúrana (nenni ekki að skrifa um það allt) og
sá alla þá örbyggð og eymd sem var. Eftir það var hans stærsta þrá að
hjálpa mannkyninu, svo það aldrei þyrfti að svelta, verða veikt eða
upplifa hörmungar. Þannig að hann yfirgaf ríkdóminn til að verða
upplýstur. Hann kom á stað þar sem voru fl. sem vildu verða upplýstir,
og sló sig saman með þeim. Hann varð meistarinn þeirra í 6 ár. Þeirra
markmið var að styrkja hugann , þannig að þeir gleymdu kroppnum.. Þeir
lifðu á einu hrisgrjóni, mold eða fuglaskít á dag og smá regnvatni.
Einn daginn þegar Buddha var í hugleiðslu við vatnið, heyrir hann
tónlistakennara kenna nemanda sínum. Kennarinn segir: Ef strengurinn
er of strekktur, slitnar hann, ef hann er of slakur, syngur hann ekki.
þegar Buddha heyrði þetta uppgvötvaði hann hversu mikill sannleikur
var í þessum fáu orðum. Hann yfirgaf skóginn sem hann hafði verið í í
6 ár. Og lifði eftir þessu.og við vitum hvert hann hefur náð í dag!
Ég á bíómyndir um alla sögu Jesús, alveg undurfalleg mynd. Eitt
atriðið er þar sem hann situr á fjallinu og talar við mannfjöldann.
Rétt áður en hann byrjar, situr hann lengi með lokuð augun áður en hann
mælir. Fyrir mér er hann að hugleiða (sækja inspiration) til ræðunnar.
Það eru örugglega ekki allir sammála mér í þessu, en svona er lífið.
Það er hægt að hugleiða á margan hátt, ég fer út í það seinna, þar vil
ég segja meira um hvernig ég hugleiði, og hvað ég vil með því. Því
þetta er ekki bara að sitja með lamaðan heila. Aðalatriðið er að
sjálfsögðu að verða upplýstur hver vill það ekki. Núna ætla ég í gang
með líf dagsins. Kærleikur og Ljós til ykkar allra.
Steina
Hjónaband og sambúð, oft hefur það verið bölvað basl hjá mér. Er líka gift í annað sinn. Ég get sagt með báða þessa kæru menn að þeir hafa hjálpað mér mest af öllum. Hjálpað mér að slípa kanta í persónuleikanum, sem ég hefði ekki gert, hefði ég búið ein allt mitt líf. Ég hugsa oft til fyrstu áranna, með mínum fyrri manni. Ég var alveg hroðalega hrædd um að vera svikin, ég var bundin og hlekkjuð í tilfinningar mínar. Ég hélt dauðahaldi í hann, með miklum látum, það var eins og ég vissi að einn daginn væri þetta búið og það yrði svo sárt. Ég kveið því alla okkar sambúð. Ég reyndi með öllum mögulegum og ómögulegum ráðum að hindra það óumflýjanlega, setti fullt af reglum, þú mátt ekki þetta þú mátt ekki hitt. Hélt að ef ég hefði fingurnar í öllu gæti ég stjórnað þessu. En var allan tímann þegar ég hugsa til baka að hræðast endalokin, að verða meidd. Skrítið í dag að hugsa um þetta. Því núna er þetta allt mjög lógiskt fyrir mér. Ég og hann vorum að klára ákveðin karmisk bönd sem þýddu sársauka á tilfinningalífinu, sem hjálpuðu mér ennþá eitt skref í þroskanum. Þegar ég lít til baka er ég honum Bassa mjög þakklát og ég sé hversu mikinn greiða hann hefur gert mér. Eitt var sem Bassi hafði, sem ég aldrei þurfti að hafa áhyggjur af. Það var að hann hafði stjórn á peningamálum. Fullkomna stjórn.
Eftir þetta hjónaband ákvað ég að verða ein alla ævi og ekki láta særa mig aftur.Á þessum tíma sem ég var ein ca 6 ár sá faðir minn um mín peningamál, þannig að ég hafði enga ábyrgð á þeim málum. En viti menn: Ég hitti hann Gunna minn. Þegar við hittumst var eins og svona ætti þetta að vera, við áttum að vera saman. En þetta var oft hreint helvíti. Ég tók allt frá fyrra sambandi yfir í seinna samband. Núna ætlaði ég sko að vera á vagt, og hann mátti ekki hitt og hann mátti ekki þetta. Ég stjórnaði öllu, og fannst að núna gæti ekkert komið óvænt uppá og eyðilagt. Ég vissi samt innst inni að við yrðum saman restina af okkar lífi. En samt, allur er varinn góður. Hann var ljúfur sem lamb, í fyrstu... Hann hafði þó galla sem voru svo erfiðir fyrir mig, og sem ég virkilega þurfti að taka á mínum stóra til að geta haldið út. Hann hafði ekki stjórn á peningamálum. Ég reyndi allt til adbreyta þessu. ALLT! Nema að kíkja á sjálfa mig. Ég hótaði og ég hótaði, ef hann ekki tæki sig á í peningamálum þá... Skrítið að hugsa um þetta núna. Því núna get ég séð að á þessum sviðum vantaði mig að þroska sjálfa mig, ég hafði alltaf haft einhvern sem sá um þessa hluti fyrir mig, og núna var ég svo heppinn að fá mann sem var eins og ég í þessum efnum, hans vandamál var bara að ég tók það sem sjálfsagðan hlut að hann gerði þetta. Ég gerði mér svo hægt og rólega grein fyrir að ef ég einhverntíma ætlaði að losna út úr peningavandamálum yrði ég að sýna einhverja ábyrgð. Ég vissi að við gætum alveg borgað það sem þyrfti að borga, en að þetta lægi ennþá dýpra. Og það þyrfti ég að horfast í augu við. Við fáum hvert verkefnið á eftir öðru og við fáum það þangað til við leysum það. Þannig að núna deilum við ábyrgðinni. Og ég hef yfirblik yfir hvernig staða okkar er. Ekki eins og strúturinn sem stingur höfðinu í sandinn og heldur að þá sé allt ok. Þetta var harður lærdómur, en ekki harðari en annað sem ég hef tekist á við. Þetta var bara nýtt verkefni sem ég þurfti að ákveða að leysa. Eins og ég skrifaði fyrr var Gunni minn eins og lamb í byrjun, lét mig bara ráða svona til að sjá hvernig hlutirnir færu held.ég. En einn daginn fór minn maður að hafa skoðun á hinu og þessu og fór hitt og þetta, það gerðist ekkert vont, en ég var svo hrædd. Þegar hann til dæmis fór á þorrablót og ég með, hafði ég arnaraugu á honum, til að ekkert færi fram hjá mér, var fljót að misskilja og halda allt mögulegt. Þetta var að sjálfsögðu mjög erfitt fyrir okkur bæði. Ég hef svo smám saman þurft að sjá að ég hafði vandamál og ég yrði að leysa það ef ég ætlaði hreinlega að vera hér á jörðinni. Ég varð fyrir það fyrsta að treysta honum og einnig að sjá hann sem sálfstæða manneskju sem væri ekki hluti af mér, en hann hafði sínar eigin meiningar og hann gat í raun gert það sem hann vildi. Hann þurfti t.d ekki að taka til ef honum fyndist ekki þörf á því. Ef mér finndist skítugt hérna heima, er það ég sem geri eitthvað í því. Því ef honum finnst það ekki, þá finnst honum það ekki. Ef hann vill á þorrablót drekka sig fullan og gera allt mögulegt, þá má hann það. Ég ræð engu um það. Þvílíkur léttir!!! Allt í einu var eins og öll bönd losnuðu. Hann gat gert það sem hann vildi, ég get gert það sem ég vil. Ég fer aldrei út að skemmta mér, finnst það bara ekkert gaman. Á hann þá aldrei að fara út að skemmta sér. Ef ég sneri dæminu við. Hann ræður öllu, og vill að við gerum hitt og þetta, og ég verð líka að gera það. Nei, þá er betra með frjálsan vilja. Við gerum það sem við hver fyrir sig viljum (ég og Gunni), og oftast er það þannig að við viljum það sama, en stundum viljum við ekki það sama. Og það er fínt.Ég sé núna samhengið í þessu út frá stærra perspektífi. Ég sé Bassa hjálpa mér með að vinna með tilfinningar mínar, sem gætu heitið að eiga! Hann sýndi mér svart á hvítu að við eigum ekki hvort annað. Við eigum samleið stundum stuttan tíma til að kenna hvort öðru og klára karma. Svo er það stundum búið. Gunni kenndi mér að bera ábyrgð og að sleppa. Það er svo mikill léttir að finna að maður á samleið, en við eigum ekki hvort annað. Þegar Gunni fór á síðasta þorrablót, sagði ég: Gunni minn, þú mátt gara allt sem þú villt, koma heim þegar þú villt, og halda fram hjá mér ef þú villt. Það getur nefnilega verið að það sé einhver þarna úti sem þú átt eitthvað karmiskt með og kannski eigum við eitthvað karmiskt sem þarf að klára, og þó svo þú misstigir þig þá skil ég ekki við þig. Nema að þú viljir sjálfur! Þetta var frábært að fá sagt, í staðinn fyrir: Ef þú þetta og ef þú hitt. Þá skil ég við þig. Þannig verði Guðs vilji og ég tek því sem koma skal og þakka fyrir það.
Smá skemmtileg mynd sem ég hef oft í höfðinu á mér, sem við þekkjum örugglega öll. Hef átt svona leikþátt með báðum mönnunum mínum.
Við erum ósammála. Ég byrja á að segja þú ert alltaf....... hann segir þú gerir altaf..... svo keyrir þetta áfram með hrópum og látum, inni í höfðinu á manni, veit maður hvað kemur næst því þetta er 95. sýning af sama leikþætti. Við endurtökum okkur alltaf. Ég kasta pönnuni, hann kastar pottinum ég kasta skeiðinni, hann kastar gaflinum. Þetta höfum við gert í mörg ár, mörg líf. Einn daginn og þar finnst mér ég vera núna hugsa ég, þetta hef ég gert í mörg líf, hvað hef ég fengið út úr því? Ekkert, kannski ætti ég að prófa eitthvað annað, og þá hefst nýtt tímabil, því vonandi er ég komin þangað að ég geri mér grein fyrir að við höfum það best ef við sýnum hvert öðrum kærleika og umburðarlyndi. Ég næ engu með hótunum. Sjáum þetta í stærra samhengi. Við getum kíkt á lönd með einræðisherrum. Þeir ráða öllu og halda öllum í klóm sínum. Fólk fær ekki að hugsa sjálfstætt, og það fær ekki að flytja úr landi. Margir reyna að flýja land og finna samastað í öðrum löndum. Þegar ég var lítil hugsaði ég. Ef allar ríkisstjórnir væru góðar og þjónuðu þegnum sínum, myndi enginn vilja flýja land, allir vildu búa þar sem kærleikurinn ríkir Þá væri enginn landsflótti. En ef við viljum reka heimili okkar eins og einræðisherrar, vill enginn vera þar. Þannig að það sama gildir á heimilum, fyrirtækjum, sveitarfélögum og löndum. Besti árangurinn næst með kærleika. Til þegna sinna, til fjölskyldunnar sinnar til sín sjálfs.
Ég vil þakka fjölskyldu minni og vinum fyrir að hafa hjálpað mér í gegnum þroskabrautina sem ég hef farið í þessu lífi
Þið megið gjarnan skrfa skoðanir ykkar. Það væri gaman að vita hvort aðrir en hún kæra Ylfa mín læsi hugrenningar mínar.
Jæja, Gleðilegt ár ! Við höfðum yndisleg jól og áramót. Á jólunum vorum við heima, Siggi kom og Elena og Anja,. Þær voru líka hjá okkur í fyrra um áramótin. Núna fengu þær að sofa á Bygaarden sem er kollektivet hérna við hliðina, þá þurftum við ekki að tæma vinnustofuna mína. Um áramótin vorum við hjá vinum okkar í Hilleröd. Peter, Bettina og dætrum þeirra tveim Maria og Sarah. Siggi kom þangað og borðaði með okkur. Við fórum til Malmö 30 dec í jólafrokost með Syntesegruppen (þeir ds ég hugleiði með) Lisbeth er félagsfræðingur þar á dag geðdeild fyri börn og hún fékk deildina lánaða yfir heilan dag með aðgang að sundlaug !!!!! MEÐ HEITU VATNI !!!! Við vorum fleiri tíma í sundlauginni og lékum okkur mikið. Á eftir spiluð við og borðuðum góðan mat. Sem sagt yndislegur tími. Veðrið hefur verið ótrúlegt ! Núna er 12 stiga hiti og sól. Svona hefur þetta aldrei verið eftir að ég flutti í Danmerkur , þar að segja í 13 ár. Þetta veldur mér ugg, frekar en að ég sé ofsa kát yfir þessu yndislega veðri. Ég heyri líka á öðrum í kringum mig að fólki finnst þetta ekki gott. Heyrði að í Grænlandi er svo erfitt hjá ísbjörnum vegna þess að þeir ná ekki í neina fæðu,. Þeir eru blessaðir farnir að éta hvor annan. Þetta er ansi uggandi. Einnig hef ég heyrt að vegna þess að ísinn á suðurpólnum er að bráðna þá eiga mörgæsir í miklum vandræðum. Það er hreinlega of heitt fyrir þær ef hitin fer yfir frostmark. Og eitthvað hefur þetta með fæðuna að gera líka.
Þessa dagana situr mynd á nethimnuni á mér, mynd sem dúkkar upp aftur og aftur. Ég sá þátt í sjónvarpinu um daginn um ljónaflokk í Afiríku. Þetta var fjölskylda . Það var verið að fylgjast með þessum ljónum því hegðun þeirra var einkennileg, ekki eins og hegðun hjá ljónum sem við erum vön að sjá. Þessi ljón höfðu í nóg æti, og það voru ekki mikið að öðrum ljónum í nágrenninu . Það sem gerist og myndin sem ég sé aftur og aftur, er að þarna í nágrenninu kemur fílahópur. Það gerist eitthvað í þessum fílahóp sem veldur því að þeir taka á sprett og svo illa vill til að einn fílaunginn verður undir þessu og báðir framfæturnar á honum brotna. Þetta litla grey á að sjá um sig sjálft því hinir fílarnir eru desperat að leita að vatni og þurfa að halda áfram. Þeir skilja þess vegna þennan litla unga eftir til að deyja. En við sjáum hann skriða á fjórum fótum undir tré til að finna skugga. Að koma ljónin sem auðvitað sjá þarna steik á borðið ! Þarna kemur allur ljónahópurinn að , en það sem við erum vön að ljón geri er að þeir bíta bráðina á háls og kæfa hana. En þetta gera þeir ekki núna þeir leggjast í kringum fílsungan og byrja að borða. Þau liggja þarna í marga marga tíma og tyggja japla rífa og sleikja. EN þeir drepa ekki ungann. Fílsunginn liggur í marga klukkutíma og maður sér þegar súmmað er á hann að hann blikkar augunum og hann er lifandi. Hvað veldur þessari undarlegu hegðun hjá ljónunum. Það voru fl. dæmi í þessum dokumentarþætti sem sýndu einkennilega hegðun , þar að segja að þau drápu ekki bráðina strax. Mér finnst þetta svo hræðilegt ! Er ekki komin einhversskonnar ójafnvægi í náttúruna þarna. Þarna hafa ljónin t.d engan keppinaut sem kemur og stelur fæðunni frá þeim, og þess vegna geta þau bara legið og slappað af með lifandi bráðina og notað allan þann tíma sem til þarf til að borða. Og með fílana, ég er líka svolítið hissa á að hann er skilinn eftir, eftir því sem ég hef heyrt eru fílar mjög þróaðir tilfinningalega, og mjög tengd hverjir öðrum. Eru þeir svo píndir af þorsta að þeir skilja þennan litla ósjálfbjarga unga eftir til að bíða örlaga sinna. Er orðið lengra á milli fæðu en áður hefur verið og lengra á milli vatnsbóla. Ef svo er þá er þarna skapað mikið ójafnvægi sem gerir lífið hjá dýrunum í náttúrunni ennþá erfiðira fyrir. Sem gæti þýtt ennþá fl dýr sem verða útdauð. Í sjálfu sér finnst mér ekkert hræðilegt að dýr deyja út, þannig hefur það alltaf verið, En ef við lítum á fílinn þessa stórkostlegu skepnu, þá er hann í mikilli útrýmingarhættu
Ég hef heyrt að það hafa verið margar tegundir af fílum í gegnum langan langan tíma en núna eru bara tvær tegundir eftir Afiríkanski Fíllinn og Indverski Fíllinn og báðir eru í mikilli útrýmingarhættu.
Afiríkanski fíllinn lifir ekki engöngu í regnskóginum hann lifir einnig á sléttunum. Margir fílar leita lengra og lengra inn í skógana til að fá frið fyrir manneskjunni. Aðalástæðan fyrir því að fílarnir eru í útrýmingarhættu eru við manneskjurnar . Við tökum fl. og fl staði sem þeir hafa lifað á og tökum þessa staði til eigin nota. Til að byggja vegi og bægi.Þetta er líka það sem ógnar Indverska fílnum. Einnig eiga leyniskyttur mjög stór hluti af þessari útrýmingu.Það eru víst á milli 35,000 og 55,000 indverskir fílar eftir á jörðinni. Í janúar 1990 var gert bann á sölu á fílabeinum í heiminum. Þetta bann hefur hjálpað. Í Afiríku hafa yfirvöld gert mikið átak í að vernda afríska fílinn, m.a. með að gera friðuð svæði . en þessi friðuðu svæði hafa haft erfitt um vik fjárhagslega. Ein leið sem þeir hafa svo valið að fara til að fá peninga til að halda við þessum svæðum er að bjóða upp á möguleika fyrir veiðimenn að koma inn á svæðið og skjóta fíla. En mjög fáir ríkir veiðimenn vilja nýta sér þetta því þeir geta ekki tekið fílabeinin með heim. Það sem einkennir svo mara er hugsunin MITT, ÉG Á.
Hvað er betra pest eða kólera. ?
Þvílík ræða svona á nýju ári. Annað að frétt, við erum að fara út í miklar framkvæmdir með húsið. Það má koma seinna, er að verða þreytti að hugsa. Ætla að leggjast í sófann og hvíla mig smá svona á laugadegi.
BLESS kæra fólk.
Í gær 22. september, opnaði loksins kirkjugarður fyrir múslima í Danmörku. Eftir margra ára hark að fá stað til að grafa látna ættingja sína.. (Það byrjaði árið 1990)
Garðurinn opnaði með promp og praft og er staðsettur í Bröndby. Til staðar var m.a Kirkjumálaráðherrann, Bertel Haarder.
Þetta hlýtu vera ótrúlega mikill léttir fyrir danska múslíma að geta grafið sína nánustu hérna. Áður voru líkinn annaðhvort flutt til heimalands síns, sem gat tekið viku eða meira , með allavega seinkunum á flugi og ég tala nú ekki um útgjöldin. 15 kirkjugarðar í Danmörku hafa í gegnum tíðina gefið möguleika á að grafa múslima í þeirra garði
.Múslímar hafa aðrar hefðir en kristnir sem getur verið ansi snúið þegar á að jarða innan kristinnar hefðar., Fyrir það fyrsta grafa þeir þann látna sama dag og hann/hún deyr, sem getur verið ansi snúið hérna á vesturlöndum.
Núna með þessum nýja kirkjugarði er sá möguleiki fyrir hendi sem hlítur að skipta miklu máli fyrir aðstendur látinna.
Annað sem er öðruvísi er að þegar líkið er þvegið skal höfuðið snúa að Mekka, og þar að segja, að grafreiturinn á snúa í sömu átt (á ská samkvæmt dönskum siðum) Samkvæmt múslimskri hefð á líkið ekki grafast í kistu, en það er vafið í líkklæði. Það er bara núna nýlega sem það var leifilegt að jarða múslíma í líkklæði hérna í DK. Ég verð nú að segja að mér feinnst það miklu viturlegra en að jarða í kistu , þar sem kistan kostar mjög mikla peninga, og ef við hugsum svolítið lengra en það, þá eru skógar í mikilli útrýmingarhættu, og ef við hugsum aðeins lengra en það , þá búa fjöldi dýra í þessum skógum, sem eru líka í útrýmingarhættu !!
Þetta hlýtur líka að skifta miklu máli fyrir þá múslima sem er fæddir og uppaldir í Danmörku og eru í hjarta sínu danir. Ekki allir múslimar eru með svo sterkar rætur til landsins sem forfeðurnir koma frá.
Þetta allt saman er bara mjög gott, og núna er bara að vona að þeir fá að byggja sér mosku hérna í DK.Það er það næsta
Fyrir dani er þetta líka simból um sátt, og að viðurkenna að hérna í landinu eru fleyrir trúarhópar en kristnir,(sem það auðvitað er, fl. og fl. skrifa melda sig út ú þjóðkirkjunni) og það er pláss fyrir okkur öll.við erum öll bræður og systur, og ekki allir múslímar eru terroristar, það verðum við að muna. Þá kemur spurningin, hver er terroristi, og hvað er terroristi? Og af hverju spretta terroristar? Ef allir hefðu jafna möguleika í þassu lífi, hefðu nóg að borða, framtíðarmöguleika fyrir sig og börnin sín, væri þá terroristar?
Kærleikur og ljós til ykkar allra.
steina
Kofi Annan Kærlighed og Visdom.
Kæru vinir alltaf langt á milli hjá mér, sama hversu ég lofa að vera duglegri. En það er einhvernveginn alltaf nóg að gera hjá mér og vikuna sem ég er í fríi frá vinnuni er eiginlega eini tíminn sem ég virðist hafa til að setjast niður og skrifa. Hérna er haustið komið með yndislegum ávöxtum út um allt, epli plómur og kirsuber flæða hérna um göturnar í Lejre. Helgin var annasöm hjá okkur og yndisleg. Það byrjaði með góða gesti á föstudagskvöldið, alla leið frá Íslandi komu Inga og Þorgeir, góðir vinir og ættingjar, áttum við yndislega stund með þeim , þar sem rædd voru heimsmálin og prívatmálin. Þúsund þakkir til ykkar fyrir að gefa okkur tíma með ykkur. Á laugardaginn komu Steina frænka og Sólborg, mikið var skrafað, og tekinn túr á eplaplantekruna . Það voru týnd epli eins og við gátum borið, það er þvílíkt mikið af eplum í ár.Keyrt var aftur til lejre (eplaplantekran er ca 15 mín akstur héðan) og Steina og Sólborg hoppuðu í lestina til KBH og með næstu lest kom Elena til að vera hjá okkur til næsta dags. Við brunuðum heim með hundana sem höfðu verið með í eplatúr og keyrðum við svo beina leið (ég Sól og Elena) til john og Metta sem búa ekki svo langt frá okkur . Við vildum aðeins koma við og óska Mette til hamingju með afmælið sem hún átti þennan sama dag og færa henni blóm. Mette og litla Sif voru ekki heima, þær voru í skógartúr að týna sveppi. Við stoppuðum smá stund hjá John og ákváðum að þau kæmu við daginn eftir hjá okkur og borðuðu hádeigismat með okkur. Við í bílinn og keyrðum yfir til Ulla og Claudia sem höfðu boðið okkur í laugardagskvöldmat. Sól ætlaði að sjá MGB (held það heiti) sem er söngvakeppni fyrir yngri kynslóðina. Við fengum frábæran mat og mikið spjallað um m.a. Rússland og gamla austur Þýskaland. Stríðið og fl Claudia kemur frá austur Þýskalandi og Elena frá Hvíta Rússlandi, mikið spennandi umræður. Seinnt fórum við Elena heim, (Sól svaf þarna) en samt sátum við þegar heim var komið lengi og spjölluðum og drukkum yndislegt Lejrevatnið. Kl hálf sjö vakti ég Gunna og Elena, (ekki mjög auðvelt) og við brunuðum að stað í skógarferð (með Lappa) að týna sveppi. Í skóginum hittum við Ulla og Sam (hundinn hennar) við höfðum mælt okkur mót. Gengum við svo þarna í þrjá tíma og fundum fullt af sveppum. Veðrið var frábært og birtan og orkan í skóginum var engu lík. Eftir skógartúrinn ákváðum við að keyra með Elena á flóamarkað í Hvalsö. Þegar við vorum þar inni hringdi Mette, og voru þau heima hjá okkur með Sól. Við flýttum okkur eins og við gátum að kaupa það sem kaupa átti. komum heim, í gott kaffi og te. Borðuðum góðan mat saman og dáðumst af sveppunum og graskerjunum sem við höfðum fengið á vegakantinum á leiðinni heim.(Það er hefð hérna í Dk að ef fólk hefur fengið mikla uppskeru um haustið eða ef fólk ætlar að henda leikföngum eða hverju sem er , þá stillir fólk þessu utan við húsin sín og oftast má maður bara taka það sem maður vill , eða það liggur baukur við hliðina á herlegheitunum og maður borgar eitthvað lítið fyrir ) Við höfðum líka fengið fl grænmeti sem ég veit ekki hvað heitir á íslensku. bæði fyrir okkur Elena og John og Mette. nutum við svo sunnudagsins með þessum yndislegu vinum okkar.
Aðrað fréttir eru að ég Steina er byrjuð í jóga, já er það ekki bara frábært. Einu sinni í viku hérna í Lejre förum ég og Mette til jóga með öðrum konum. Ég hef farið tvisvar og feinnst alveg frábært.
Það sem fyllir huga minn þessa dagana er að sá frábæri maður Kofi Annan! Hann stoppar í FN þann 31/12-2006. Er það mikil missir af frábærum manni, að mínu mati. Er mögulegt að fá annan í sama embætti sem hefur það sama og Kofi? Ég veit að umræður eru í gangi um hver eigi að taka við þessu embætti, Í þessari viku mæta leiðtogar fl. landa og þeir sem hafa eitthvað að segja um þessi mál í New York til að diskutere hver taki við. þetta erábyggilega erfitt fyrir FN og þau lönd sem eru í þessu alheimssamtökum, þar sem það eru mörg ólík mál sem hvert land brennur fyrir og allir vilja gæta eigin hagsmuna, hver. Ég er sannfærð um að það sé mikilvægt að við öll sendum kærleika og ljós til FN og með því getum við verið með til að skapa jákvæða orku í þeim umræðum sem þar fara fram.
Ég vil frá öllu að mínu hjarta senda Kofi Annan kærleika og Ljós og þökk fyrir þá vinnu sem hann hefur gert fyrir mannkynið Það sem hann hefur unnið svo intenst og með mikilli þrautseigu síðustu 10 árin!
Ljós og kærleikur til ykkar allra!
Góðan og fallegan daginn, sunnudagur, vorið að koma, fyrstu vetrarblómin eru að koma upp úr jörðinni, og smá knúpar á ávaxtatrén. Yndislegt.
Það sem ég hef hugsað mér að skrifa núna um er Kærleikur, en það er kannski líka um eitthvað allt annað..
Fyrir tveim árum fór ég á fyrirlestur um áhrif tónlistarinnar á andlegan vökst mannkynsins.
Þetta var haldið í Lejre, þar sem ég bý, og það lá svona einhvernveginn beint við að fara á þennan fyrirlestur , þó svo að ég færi einhvernvegin með hálfum huga.
Fyrirlesarinn kynnir sig sem Niels Brønsted, eldri maður, ca í kringum 65 ára. Það fór einginlega allt að stað inni í mér þegar ég sá manninn. Ekki ástafanginn, en eitthvað sem ég skildi ekki alveg. Svo byrjar fyrirlesturinn, þar sem leikinn eru hin flottustu tónverk, og þess á milli fengum við að vita, hvað hvert tónverk hafði haft áhrif á í gegnum söguna. Til að gera langa sögu styttri, grét ég allan fyrirlesturinn, ég grét með ekka, og í vissi ekki hvað var að gerast með mig. Þetta var erfitt og einnig ansi pínlegt, því Lejre er lítill bær þar sem allir tala um alla. Eftir fyrirlesturinn fer ég heim, og skildi hreint út sagt ekkert í sjálfri mér. En tíminn líður og ég sé bækling um skóla, Esoterisk skole Skandinavian. Viti menn sá sem rekur skólann, og kennir , er enginn annar en Niels Brønsted.
Ég fer auðvitað í skólann, og finn mikið energi frá þessum manni, sem er eins og gangandi alfræðiodðabók um alla tesosofien, þar að segja theroi um hið andlega, kristindóminn, buddiska hindúa, og esoteriska.........heimspeki, trúarbragðarfræði, sálfræði, mannfélagsfræði, siðfræði, allt út frá esoterisk sýn
Just name it. Ég sat þarna helgi eftir helgi og gleypti í mig þennan fróðleik (hafði áður gælt við þá hugmynd að setjast á skólabekkinn aftur, og lesa annaðhvort, heimspeki eða trúarbragðarfræði). Einn sunnudaginn þurfti ég að fara heim frá skólanum um hádeigisbilið, og fór til Niels og sagði honum það. Hann stóð og var á tali við nokkra nemendur sína þegar ég kem. Hann tekur utan um mig, og kveður, ég fer einhvernveginn alveg úr sambandi (hafði í raun aldrei talað við hann), fer út í bíl og á leiðinni heim fer allt úr sambandi hjá mér aftur og ég upplifi svo einkenilega hluti sem ég skildi ekki, lífið er bara augnablik! Ég upplifði að ég hafði þekkt Niels áður, mjög vel. Ég upplifði hversu tilgangslaust það er að eignast alla hluti, fyrir augnablik. Ég upplifði djúpan kærleika til Niels, sem hafði ekkert með tilfinningar að gera. Ég sá fyrir mér próffesorinn minn frá Dusseldorf Jannis Kounellis, sem ég fann að hafði verið á sama plani. Djúpur kærleikur, sem ég alltaf fann til hans, sem hafði heldur ekkert með lilfinningar að gera. Þetta gerðist allt mjög hratt þarna í bílnum en setti djúp spor á mig, vissu fyrir að lífið er bara augnablik, svo kemur annað augnablik eftir þetta augnablik.....
Ég hélt svo áfram náminu og kláraði það. En það mikilvægasta er og var, að skilja inni í sjálfri mér hvað þetta er. Það finnst mér ég oft gera, kannski yfirborðslegt, því það eru örugglega fleiri lög af sannleika sem ég vona að með árunum ég kynnist og læri. Ég hugsa oft um þennan kærleika. Hversu stórkostlegt það er að hafa fengið að upplifa hann/kærleikann. Ég upplifi hann oftar og oftar. Við höfum kærleika til barna okkar fjölskyldu og vina, en það er oftast kærleikur með tilfinningunni. Hitt er kærleikur til alls, án tilfinninga, og ópersónulegur. Einu sinni fannst mér það kostur að vera perónulegur, núna reyni ég í mínu daglega lífi að vera ópersónuleg en sýna kærleika. Þegar maður er persónulegur, sér maður allt út frá sjálfum sér, þegar maður er ópersónulegur og sýnir kærleika er maður skynsamur, og sér hlutina frá hærra plani. Kannski frá sálini, kannski ennþá hærra og þá er þetta ekki um mig og þig en um alla aðra líka.
Qnus til ykkar allra, frá okkur í Lejre sem vorum að baka köku!
Fyrir konsertinn í gær komu vinkonurnar hingað og biðu eftir að við keyrðum þær á generalprufu. Það var líf og fjör og mikið spjallað og gleðin var augljós hjá þessum litlu stúlkum. Yndislegt að fylgjast með þeim. Þær fengu eplasafa, (sem Sól hafði pressað með pabba sínum) og smá að borða með. Við keyrðum þær í tveim bílum. Það er hægt að sjá myndir á barnalandi af kvöldinu.
Konsertinn var yndislegur. Allt gekk eins og í sögu, daman varð þyrst á miðjum tónleikunum, sem ekki er frásögu færandi Hvað gerir maður þá, jú maður fer bara niður á barinn og kaupir vatn. Þetta gerði Sól og pabbi hennar kom hlaupandi með vatnsflösku og sendi hana upp á svið aftur. Þannig að hún gekk upp aftur og hélt áfram eins og ekkert væri eðlilegra. En sem betur fer var kórinn stór, svo þetta var ekki eins áberandi. Önnur börn höfðu líka fengið vatn í glös hjá starfsfólkinu. Hún gat bara ekki beðið eftir að röðin kæmi að henni. Hún er líka næstum einbirni.
Etta Cameron, er 69 ára hljóp fram og til baka á sviðinu, söng um Jesús, Krist, og The Lord. Ef ég væri ekki trúuð, þá hefði ég orðið það þarna, Það hrundu eitt tár eða tvö á tónleikunum. Ekki út af dóttur minni, sem var svo sæt og falleg þarna uppi, eins og öll hin börnin, heldur út af þessum fallegu söngvum, og sögu söngvanna sem maður kemst ekki hjá að hugsa um. Hvað það er mikil bæn og hróp um miskunn til alls sem lifir. Einu sinni og líka núna hafa svartir verið kúaðir og píndir af hvíta manninum. Það er hægt að heyra að það liggur mikil þekking á þjáningunni, og bæninni í þessum söngvum.og túlkunin var með einsdæmum. Sem segir mér að hún (Etta) einhverstaðar djúpt í sálinni sinni, hefur aðgang að sögu og tilfinningum þeirra sem sömdu, og sungu þessi lög upprunalega.Ég held að það sé mikilvægt að minna okkur á þessa sögu, og þessa einlægu trú frá hjartanu. þar hefur verið valinn góður og djúpur sendiherra til að segja þessa sögu aftur og aftur á þann hátt sem flestar manneskjur í dag skilja "Tilfinninguna"
Kannski þurfum við að vera minnt á þetta á nokkurra hundrað ára fresti. Það er kannski komin tími til að hvíti maðurinn og vestræni heimurinn taki þjáningartíma til að læra að elska, og trúa á eitthvað annað en sjálfan sig. Einstaklingshyggjan.
Ég trúi á mig, heilaga húsið mitt, samfélag ríkra, fyrirgefningu eigingirninar, upprisu sjálfs míns og eilíft líf fyrir MIG.
Megi Guðs vizka og kærleikur, vera með til að leiðbeina gjörðum okkar og ekki síður hugsunum.
Hugsun fylgir orka!
Steina
Jæja kæru vinir, núna er sumarið að verða búið. Það rignir þessa dagana, MIKIÐ. En ég má segja að þetta er besta sumar veðurfarslega séð sem ég hef upplifað.Það hefur verið steikjandi hiti og sól frá í byrjun júni og þar til núna. 30 til 35 stiga hiti alla daga. Við höfum haft það yndislegt.
Fyrsta hlutann af fríinu var Sigrún Sól á Íslandi. Hún heimsótti alla ættingja næstum því. Dússu vinkonu og fjölskyldu, Ömmu og afa á Selfossi, Sigyn systur og fjölskyldu, Ingunni og fjölsk (Margtéti bestu vinkonu á Íslandi) og fl og fl. Hún bjó að mestu hjá Ingibjörgu ömmu og Sigga afa. Upplifði að baða í á, sjóða egg í heitri á og margt margt fl. Hún fór vestur á Bolungavík og heimsótti systur mína og fjölskyldu hennar og það var víst voða skemmtilegt. Þegar hún kom heim eftir þrjá vikur, sáum við að hún hafðir vaxið mikið og þroskast.hún ætlar núna til Íslands á hverju ári :o)
Með henni kom pabbi minn, og áttum við yndislega daga með honum. Við fórum í Kaupmannahafnartúr, Sól og Siggi minn með, og var það alveg frábært. Það var sól og heitt þann dag og djazzfestival í Kaupmannahöfn þannig að borginn var full af lífi.
Einnig kom Ranna gamla vinkona mín hingað. Hún hafði skift á íbúð við fjölskyldu frá Hróaskeldu. Fyrstu tvær vikurnar var hún með tveim dætrum sínum, Krístínu og láru og vinkonu láru. Ég hitti þær af og til, bæði hérna heima og einnig fórum við til KBH og röltum um borgina með Sigga mínum, sem Ranna hafði ekki séð frá því hann var þriggja eða fjögurra ára. Hann er núna að vera 22 ára
Síðasta kvöldið hans pabba í DK buðum við svo Rönnu og kærastanum hennar Gunnari og pabba og Sigga mínu í kvöldmat hérna heima . Það var að sjálfsögðu borðað úti og þetta var að mínu mati og okkar hérna (Gunna og Sól) yndislegt kvöld.
Svo var Gunni loksins komin í frí og þá brunuðum við að stað til Jótlands. Fyrst ætluðum við að vera í Grenaa en þar er Kattegatcenter þar sem eru hákarlar og fullt af skemtilegu að sjá, einskona sjáarlífssafn. Þar vorum við í nokkra tíma (hægt er að sjá myndir af þessu öllu á heimasíðunni okkar á barnalandi).
Þegar við komum út ákváðum við bara að skella okkur á Skagen. Það er nokkra tíma keyrsla, en við vorum þar fyrir 13 árum á brúðkaupsferðalagi með Sigyn og Sigga þegar við fluttum til DK. Við höfðum verið á tjaldstæði sem heitir SKEVEREN. Og við vildum endilega sjá hvernig væri að koma aftur. Við keyrðum í einni bunu þangað og fundum tjaldsvæðið sem var orðið ansi mikið stærra og flottara.
Við fengum sem betur fer pláss en bara að því að Gunni sagði að við hefðum verið þarna fyrir 13 árum í brúðkaupsferð og við vildum endilega rifja upp þessa tíma. Við fengum frábært tjaldstæði..Þarna áttum við yndislegan tíma.
Tjaldstæðið er 10 mín gangur frá tjaldstæðinu og vorum við að baða meira og minna. Þarna var einnig sundlaug og mjög góð eldunaraðstaða og klósett og baðaðstaða, sem ég met mikils. Við fórum einn dag til Skagen sem er rétt hjá Grenen, eða ströndinni þar sem tvö haf mætast, Kattagathafið Skagerak. Við vorum þarna með fjöldamanns að sjálfsögðu. Sól baðaði með það sama, og við Gunni óðum upp í klof og svolítið lengra upp eins og ég held að flestir hafi gert.Það gerði ekkert til því eftir ca klukkutíma göngu í sólinni vorum við orðin þurr. Við vorum þarna í dálítinn tíma í frábæru veðri. Sól fann stórann kuðung sem gerði hana að hamingjusamasta barni í heimi.
Við fórum svo til baka eftir nokkra tíma og upp í bæginn. Þar fengum við okkur að borða á veitingastað og röltum svo um þennan líka fallega bæ. Við sáum eina mjög flotta ljósmyndasýningu sem var mjög gaman.
Seinna fórum við svo í tjaldstæðið og niður á strönd að baða. Síðasta kvöldið keyptum við okkur gott að drekka, Gunni góðan bjór , ég gott vatn og Sól gos. Og einnig keyptum við gott og flott konfekt.Tókum það með okkur niður á strönd.
Við keyrðum niður á strönd parkeruðum bílnum ekki langt frá. Tókum ullarteppinn út og böðuðum svo í sjónum og á milli fórum við upp vöfðum teppunum utan um okkur fengum okkur smá konfekt og böðuðum svo aftur og svo frv...
Þetta gerðum við alveg þar til sólin var farinn niður við sjóndeildarhringinn. Þetta var alveg stórkostlegt.Að baða í sjónum þegar síðustu sólargeislarnir kysstu sjáfarflötinn og að lokum hurfu niður í hafið.
Daginn eftir keyrðum við í átt heim en komum við hjá Himmelbjerget, stærsta fjall í DK. Huhuu.
Við erum ákveðin að fara aftur til Skeverne í viku tíma á næsta ári og vera í hytte (lítið hús) sem hægt er að panta á tjaldstæðinu.
Við komum svo heim, og þar var bara haldið áfram að njóta veðursins. Farið í langa göngutúra með hundana. Ég fer á hverjum degi með Lappa í hundaskóginn þar sem hann getur hitt aðra hunda laus. Ég Ulla og Begga hittumst þarna með hundana okkar og svo á meðan við löbbum ræðum við okkar udviklings mál fram og til baka.
Einn sunnudaginn fórum við litla fjölskyldan til Möns Klint , einn fallegasti staður í Danmörku. Við gengum langan túr upp á bakkanum, og horfðum niður á þetta stórkostlega landsslag með báða hunda að sjálfsögðu. Þetta var ansi langur túr fyrir Iðunni sem er á 11 ári, þannig að við ákváðum að við færum niður tröppurnar niður á strönd, í hollum. Ég varð eftir með Iðunni á meðan Gunni , Sól og Lappi fóru niður Ég sat og las á meðan, yndislegt í sólinni. Svo komu þau upp og þá fórum ég og Sól niður. Ferðin gekk vel niður 540 tröppur !!! Fæturnir titruðu þó aðeins þegar niður kom. Við vorum þarna í ca klukkutíma. Sól notaði tíma sinn mjög vel að reina að bjarga maríuhænum frá druknun. Svo var leiðinn upp, ERFIÐ en upp komst ég. 30 stiga hiti og 540 tröppur.
En dagurinn var frábær.
Núna á morgun birja ég að vinna. Það hlakka ég líka mikið til. Við fáum 2 nýja nemendur sem verður mjög spennandi.
Ég er einnig að vinna að verkefni sem á að skila inn um miðja seftember. Það er hugmynd að endurbyggingu á stóru svæði í Hróaskeldu.
Hugleiðslan og lestur góðra bóka hefur tekið sinn dásamlega tíma í sumar. Einnig hef ég hugleitt með Gunna og Sigga og í dag ætlum ég Begga og Ulla að hugleiða saman. Yndislegt. Siggi minn er að byrja í Den Kongelige Kunstakademi í Kaupmannahöfn, núna í oktober, Sigrún Sól fer í skólann á miðvikudag og hlakkar mikið til. Einnig fer hún aftur í kór og að læra á fiðlu. Hún verður einnig í sundi í vetur með vinkonu sinni henni Nínu. Gunni er ánægður í vinnunni sínni og hlakkar til þegar uppskeran verður á eplaplantekrunni. Við erum á fullu að týna í te fyrir veturinn allavega blöð og blóm. Og haldið ykkur fast Gunni er byrjaður að hlaupa. Nóg í bili.
Ljós og kærleikur til ykkar allra.frá mér
Kindness is more important than wisdom, and the recognition of this is the beginning of wisdom
Theodore Rubin:
Fimmtudagur, og það er að verða haustlegt og smá kallt.. Það hefur verið ansi mikið að gera síðustu dagana. Sól þarf að fara tvisvar til tannlæknis þessa viku. Fór á mánudaginn og aftur á föstudaginn. Það þarf að rífa allavega tvær tennur úr litla munninum hennar, hún hefur of lítin góm fyrir of margar tennur. Hún var voða dugleg á mánudaginn og er ekki eins kvíðin fyrir föstudeginum sem hún var fyrir mánudeginum. Þannig að nú er bara að krossa fingur. Það er annars voða skemmtilegt að gerast hjá henni núna. Í gær og í dag tekur hún þátt í workshop hjá frægustu Gospel söngkonu Danmerkur Etta Cameron Það er Lejre barnakórinn sem er lítill ásamt tveim öðrum kórum sem eru með. Í kvöld er svo konsert þar sem börnin eiga að syngja með Ettu og hljómsveitinni hennar. Tónleikarnir verða í Hvalsö Hallen og það varð allt uppselt um leið. Við fengum sem betur fer miða. Sól er voða spennt að syngja með Etta Campingvogn eins og hún segir. Campingvogn þýðir hjólhýsi á íslensku. Fór til Kaupmannahafnar í gær , fyrist á funs með fagfélaginu mínu. leiðinlegt! En á eftir bauð ég Sigga út að borða. Hann er mjög ánægður í skólanum og var sáttur við lífið og tilveruna. Hann kemur ásamt nokkrum öðrum (Elena, Steina frænka, vinkona hennar og Uffi (kannski) um helgina að vera með að tína síðustu eplin á plantekrunni . Í næstu viku á að keyra öll eplin sem búið er að tína í eplamostvélina. Þá verðum við með mörg mörg kíló á eplamost í vetur. Við höfum einnig gert mikið að hyldeblomstsaft fyrir veturinn. Við kaupum aldrei djús eða gos svo þetta verður gott í vetrarbyrgðirnar.
Mér finst lífið oftast gott þessa dagana, en hef átt pínu baráttu með persónuleikann, hégóman í mér. Róm var ekki byggð á einum degi, það hjálpar að muna eftir því.
Megi Guð og englar vera hjá ykkur
Steina
Trúir þú á engla
Góð spurning, já ég trúi á engla. Við ölumst upp með fallegustu sálma um engla, við lærum í bænunum um engla. Við heyrum í dægurlaga tekstum um engla, við köllum hvert annað engla :þú ert engill. Við segjum við börnin okkar að þau séu englar.Í biblíuni er talað um engla. En trúm við á engla. Já ég trúi á engla. Ég trúi á Maríu mey, sem stóran engil, sem hjálpar öllum börnum að komast í heiminn, Við þurfum bara að fá hana inn í hjartað í daglega lífinu. Ég trúi að María Mey, hjálpi öllum sem eiga um sárt að binda manneskjum, dýrum, plöntum...., við þurfum bara að vita það í hjartanu okkar. Ég trúi að María Mey, sé engill fyrir Móður Jörð, haldi öllu lífi, á jörðinni. Engill fyrir allar konur, og börn. Ég trúi að ef við meðvituð biðjum um hjálp, þá fáum við hjálp. Hjálpina skiljum við betur, ef við erum meðvituð, þá getum við lært að vinna , með englum, Leita ráða hjá englum, sem hjálpar okkur, þegar við þurfum á að halda.
Væri ekki frábært ef engla ríkið og manneskju ríkið, ynnu saman, ef við myndum opna okkar innra auga og sjá inn í þeirra heim. Ég er viss um að englar eru það þróaðir að þeir sjá inn í okkar heim, Sjá hversu erfitt við oft höfum það. En þar sem við hvorki heyrum sé sjáum, getum við ekki full mótekið þá hjálp, sem þeir eflaust vilja gefa okkur.
Ef við á spítölum innum með englum, myndi það ekki létta, bæði þeim sem vinna þar, og þeim sem þjást, þær ólíku aðstæður sem þau lenda í.
Ef við í öllu okkar lífi gætum séð verndarengilinn okkar, skilið þau skilaboð sem hann vil, koma til okkar, ég held að það eina sem við þurfum að gera er að tjúna inn, og hlusta.........
Hver veit hvað við fáum að vita.
Þá er heimurinn fleiri víddir, en þrjár, þá er hann fjórar víddir.
Ég sé fyrir mér framtíðinni, og vona, að við manneskjur, englar og öll þau ríki sem eru til í alheiminum, vinnum saman, og hjálpum, þar sem þarf að hjálpa.
Og það þarf mikið á hjálpa á okkar blessaðri jörð.
Þetta er nóg í bili, þar sem páskar nálgast.
Steina
Góðan og fallegan daginn, hérna er veðrið svo fallegt, sólin skín og frábær snjór er yfir öllu, trén glitra, því greinarnar eru ísi lagðar.
Það sem ég vil skrifa um núna er í raun blanda af mörgu, en ég vona á einhvern hátt að ég komi að lokum að einni niðurstöðu.
Ég vil skrifa um feril sem ég hef haft núna í fjögur ár. Það byrjaði með að ég mjög spontant byrjaði í skóla sem heitir Esoterisk Skole Scandinavian. Þetta er tveggja ára nám og byggir að mestu á teori, þar að segja vitneskju um teosopisk efni. Fer ekki lengra út í það hérna. En stór hluti af náminu er að hugleiða. Það var bæði helgarnámskeið eingöngu með og um hugleiðslu og hvern dag bæði skólaárin byrjuðum við á að hugleiða.
Þetta hef ég svo hægt og rólega tekið sem hluta af mínum daglega rytma. Í fyrstu hugleiddi ég þegar ég kom heim frá vinnu seinni partinn og sagði alltaf við aðra og mig að ég hugleiddi á hverjum deigi, en það var í raun ca fjórum til fimm sinnum í viku. En þegar ég jú sagði alltaf að ég hugleiddi á hverjum degi fékk ég samviskubit yfir ekki að hugleiða á hverjum degi. En þannig var það. En þegar ég var búinn að vera eitt ár í skólanum var ég á viku námskeiði í Svíþjóð, þar sem einungis var boðið upp á grænmetismat, fann ég hversu vel mér leið af þessari fæðu, að þegar ég kom heim hélt ég því áfram, og hef gert það síðan . Það eru nú tvö ár síðan. Svo fyrir ári síðan fór ég í Sjælsterapi (segi betur frá því seinna) En eftir þann tíma gerðust undur og stórmerki með mig. Ég hef frá þeim degi hugleitt á hverjum degi, þegar ég fer í vinnu er það frá kl 6,00 til hálf sjö. Um helgar og í fríum aðeins seinna. Þetta er orðiðð lífsnauðsinlegt fyrir mig. Hluti af þessari hugleiðslu tækni er að fókusera, þar að segja að maður verður meira og meira þjálfaður í að fókusera. Það sem ég vil skrifa um hérna er um að fókusera :o)) ég fókusera meira á líkamann minn og er meira meðvituð um hann en ég hef nokkurtíma áður verið. Það er að sálfsögðu fl. hlutir sem ég gæti valið að skrifa um þar sem hlutirnir hafa breyst , en núna vel ég þetta efni. Það fyrsta sem ég þurfti að ganga í gegnum sem var mjög erfitt fyrir mig, að líkami minn hafnaði öllu sem heitir áfengi, ég gat hreinlega ekki sett það inn fyrir mínar varir, ég fékk höfuðverk við að dreypa með tungunni í glasið. Þetta var erfiður biti fyrir mig. Hérna í DK er mikil hefð fyrir rauðvínsdrykkju, og bjórdrykkju við öll tækifæri. Eins og á Íslandi er boðið upp á kaffi hér er boðið upp á bjór eða vín. Ég barðist fyrir að mér fanns rétti mínum til að drekka í mjög langan tíma, Eyðilagði mörg kvöld fyrir mér. En drekka vildi ég. Mér fannst ég svo útundan ef ég var ekki með þegar það voru samkomur. En að lokum gaf ég mig. Og ákvað að héðan í frá drekk ég ekki ! Ég vil ekki ljúga, þetta hefur oft verið erfitt. Mér hefur oft fundist ég utanvið, og hef bara farið snemma heim. En með tímanum vandist ég þessu. Og þegar við buðum gestum heim gleymdi ég oft að bjóða upp á vin eða öl. Nú finn ég ekkert fyrir þessu. Spái aldrei í hvort ég er með eða ekki með. Vakna aldrei með timburmenn. Frábært. Þetta tók samt allt sinn tíma. Í nóvember fór ég svo að fá tilfinningu fyrir að kaffi var heldur ekki svo gott fyrir mig, Ég beið í svolítin tíma með að gera eitthvað í því. Svo einn laugardag áttum við ekki kaffi og þá var það eins og sjálkrafa að sú ákvörðun var tekinn, Ég drekk ekki kaffi, en ég drekk te í lítravís. Þetta var ekkert erfitt.Svo kom það næsta. Og það var kæru vinir mjög erfitt. : hvítur sykur !! Ég hef alltaf verið sykurgrís, en hef alltaf vitað að það er ekki gott fyrir mig. Þeir sem þekkja mig vita að ég hef barist við kílóinn alla tíð. Ekki af því ég borða svo mikinn mat, en kökur, allt sætabrauð og nammi. Það hefur verið í eyturneysla alla tíð. Én ástæðan fyrir því að ég ákvað að REYNA að hætta að borða hvítan sykur var sú að ég fann að orkan hjá mér var mjög lág eftir að ég hafði borðaða hvítan sykur. Ég hef alla tíð fundið að ég hef nánast orðið þunglynd eftir að ég hef borðað nammi. En þarna fór ég að vinna í þessum málum. Við keyptum inn hrásykur, þannig að í brauð eða köku notuðum við hrásykur og spelt í staðinn fyrir hvítan sykur og hvítt hveiti. Og í staðinn fyrir að kaupa nammi um helgar bökum við brúnköku, með súkkulaði á, en 75 % súkkulaði. Það bragðast alveg himneskt! Við gerum okkar eigin saft, með berjum úr garðinum og hrásykri. Þetta var pínu mál í byrjun, því það er ekki bara að fara út í bakarí og kaupa sætabrauð, en við reynum að gera þetta þannig að við öll huggum okkur við þatta saman. Ég fann einnig að döðlur og þess háttar hlutir varð ég að borða í hófi. Það sem gerðist nú var alveg frábært. Ég hef í gengum nokkur ár verið með miklar hjartatruflanir. Ég hef farið í allavega rannsóknir en ekkert hefur verið fundið. Þannig að þetta hefur verið hluti af krísu heimilisins að ég hef haft þennan kvilla, sem hefur háð mér mikið. þegar ég var sem verst dró ég mig afsíðis og hugleiddi og þá stoppaði þetta. Eftir að ég hætti að drekka áfengi minkaði þetta mikið, en stoppaði ekki. En núna eftir sykurstoppið, er þetta næstum alveg horfið. Þvílík dýrð og dásemd.
Þannig að núna fannst mér að nú væri ég hætt því sem ég ætti að hætta. Milli jóla og nýárs, höfðum við fjölskyldan yndislegan tíma. Vöknuðum seint og borðuðum, ekki alltaf morgunmat. Þannig að ég fékk mér ekki alltaf yougurt um morguninn, sem ég gerði alltaf. Þá fann ég að ég hafði ekkert slím í hálsinum, aha, ég hef frá því ég var barn, (þetta vita þeir sem þekkja mig) haft mikið slím í hálsinum, oft mjög mikið sem gerði það að verkjum að stundum þurfti ég að ræskja mig allann daginn. Gat það verið að ég hefði óþol fyrir mjólk, það væri vel þess virði að athuga. Losna þá við þessar ræskingar og höfuðverk því fylgjandi. Ég hætti að fá mér yougurt, eða mjólkurvörur. Og viti menn, hálsinn minn er hreinn og án slíms alla daga. Nú hugsa örugglega margir, að það sé einkennilegt að ég ekki hafi fundið þetta fyrr þegar vandamálið er svona stórt. En þegar maður alls ekki er fokuseraður á sjálfan sig, tekur maður ekki eftir hvort það er eitt eða annað sem veldur þessu, svona er það bara.
Í fyrradag, settist ég niður í SPISESTUEN og fékk mér te, mér fannst ég sitja svo lágt, ég kíkti á hvort það væri eitthvað að stólnum, hvort það væri búið að skera af fótunum ? En nei það var ekkert að, undarlegt hugsaði ég. Daginn eftir er ég á leið í afmæli, er að klæða mig í jólafötinn, Þetta var allt eitthvað mjög skrítið. Pilsið var alltof stórt, á aðfangadagskvöld komst ég varla í pilsið, en núna datt það hérumbil af mér. Ég hef alls ekki verið í megrun, ég hef borðað vel og mikið, ég stunda alls ekki leikfimmi. Ég held að þetta sé af því að ég er fókuseruð á hvað er gott fyrir líkama og sál. En ekki af því er var að megra mig Sumt er gott fyrir aðra sem ekki er gott fyrir mig. Ég hef aldrei áður grennst á þess að vera í megrun. Allt í einu sést svo mikil munur á mér. Og mér hefur aldrei liðið eins vel og núna.á sál og líkama Ég vona svo innilega að ég haldi áfram að hugsa svona vel um mig..
Nú skrifa ég um konflikt!
Það passar vel nú þegar við höfum konflikt milli Danmerkur (og nú allra þeirra landa sem hafa birt myndir af spámanninum Múhammed), og Islam.
Allt þetta liggur mér mjög á sinni, og satt að segja finnst mér þetta mjög spennandi, (vonandi verður mér fyrirgefið og að það sé hægt að sjá það seinna í þessum skrifum mínum, hvers vegna mér finnst þetta spennandi) en ég geri mér jafnframt grein fyrir því hversu ógnvænlegt þetta er, ég er hrædd um að afleiðingarnar geti orðið hræðilegar.
Ég held ad Jyllands Posten hefði aldrei gert sér grein fyrir hversu alvarlegar afleiðinar það myndi hafa að birta þessar teikningar. Þetta var hrein ögrun, þeir segja tjáningarfrelsi, en tjáningarfrelsi þarf ekki að nota til að særa milljónir manna. En allt þetta læt ég liggja á milli hluta, því að það er næstum gleymt hérna í DK hvað það var sem kom öllu þessu að stað, þetta var bara punkturinn yfir I - ið.
Þetta liggur allt miklu dýpra en Muhammed teikninganar. En þær settu flóðbylgjuna af stað.
Ég vil byrja á að spá aðeins í konflikt, hvernig mér finnst það virka. Ég vil byrja á að kíkja á mig, okkur og konflikt: við höfum öll það sem kallast innri konflikt, við berjumst innri baráttu við ýmislegt allt okkar líf, oftast. Stundum brotnum við niður, fáum sagt frá hvað það er sem veldur þessari sorg, eða hræðslu, eða hvað sem það nú er, og þá leysist þetta einhvernveginn, vandamálið er ekki eins stórt og þegar við bárum það í okkur og tókum það ekki upp á yfirborðið. Ef það er ekki eitt , þá er það eitthvað annað.
Stundum gerast hlutir í lífi manns, sem eru svo erfiðir, að skyndilega breytist sýn okkar á allt, einnig innri konflikta, þær skipta engu máli, við sjáum allt í nýju ljósi,
Við getum líka sagt að við séum ferlega reið og pirruð út í einhvern fjölskydumeðlim eða vin eða ekki vin, við höfum þennan pirring í okkur, sumir alla ævi, því það kemur aldrei upp á yfirborðið. Pirringurinn er þarna bara. En ef við tökum þetta upp með viðkomandi fáum við oft hörku rifrildi, allt verður brjálað, en oftast, ef báðir aðilar vilja og einhver smá kærleiki er í aðilunum, reyna þeir að leysa málin. En það þurfti þetta rifrlidi til að koma vandamálinu upp á yfirborðið til að geta rætt það. Þetta hef ég með mitt skap og oft lífsleiða, upplifað. Út frá þessu sé ég vandamálið um Muhammed teikningarnar.
Ég hef búið hérna í Danmörku í 13 ár, og það hefur ekki farið framhjá neinum að hér er geysilegt útlendingahatur, þar á ég við til fólk frá múhammedstrúarlöndum. Það verður verra og verra með hverju ári. Síðustu árin hefur Dansk Folkepartí fengið óhuggulega mörg atkvæði í kostningum. Flokkurinn verður stærri og stærri (er þriðji stæðsti flokkur landsins). Ef einhver veit ekki hvað Dansk Folkepartí er, þá er þetta flokkur sem hefur mikin áróður gegn útlendingum, og vil helst alla þessa apa úr landi (hef heyrt á fundi hjá Dansk Folkeparti sem var sjónvarpaður, þá voru inflytjendur kallaðir apar) Þeir segjast standa fyrir Dönskum gildum, Danskheden self!!!
Margir danir skammast sín hræðilega fyrir það að svona flokkur fái svona mörg atkvæði og fái svona mikil völd. En Dansk Folkeparti kemur einnig með pirringin og reiðina sem er undir yfirborðinu til innflytjanda upp á yfirborðið.(sem kannski líka er mikilvægt ) Það hefur oftar en einu sinni verið réttarhöld yfir Pia Kjærsgaard (formanni flokksins) vegna þess að hún hefur sagt hluti opinberlega um innflytjendur sem hafa verið svo hræðileg.. .Í síðustu viku sendu múslimar um allan heim sms skilaboð þar sem hvatt var til að ekki kaupa vörur frá Danmörku, einnig að kóraninn yrði brenndur á Rádhúspladsen,(sem auðvitað passar ekki) Dansk Folkepartí ákvað að hefna sín og koma af stað keðju af sms þar sem fólk var hvatt til að kaupa ekki vörur hjá útlenskum kaupmönnum í Danmörku!!!
Þeir innflytjendur sem búa hérna í DK og reyna að sjá fyrir sér og sínum hafa ekkert með þetta að gera, þetta er oftast fólk eins og ég og þú, sem erum að verða hluti af því landi sem við búum í. Þetta veit hver maður. Það eru öfgafópar á báða vegu hérna bæði múhammedstrúar, nýnasistar og einhverjir fleiri. Ég veit að það er ekki bara hatur til útlendinga í Danmörku, það er meira og minna allsstaðar.
Líka í Múhammedstrúarlöndunum til Vesturlanda. Þannig að þessi konflikt þurfti upp á yfirborðið, til að það hægt væri að taka á því.
Ég held að þetta verði löng og erfið leið, það sem við sjáum núna er bara byrjunin, vonandi er það ekki rétt, en ég er næstum viss um það, það er svo mikið hatur undir yfirborðinu, og það þarf allt að koma upp.
Eftir konflikt kemur harmoni, nýjar leiðir og vonandi kærleikurinn fyrir öllu lífi á jörðini, að við sjáum að við erum öll hluti af einu lífi og öll komum við hvert öðru við!
Það er löng leið, en ekki vonlaust.
Núna langar mig til að skrifa um skapið, reiðina og kraftinn. Ég hef af mínum nánustu verið þekkt alla tíð fyrir mitt rosalega skap. Hef varla verið í húsum hæf vegna skapofsa. Hugsa oft til blessaðra foreldra minna og systur sem hafa þurft að lifa með sitt af hverju. Þetta var ekki auðvelt, hvorki fyrir mig, né þá sem umgengust mig. Bara sem dæmi að í gegnum mörg ár þjáðist ég af þeirri hugsun að ég væri á vitlausum stað, eins og að ég væri að spila hlutverk, en ég væri í vitlausi mynd og þar af leiðandi væri ég í vitlausu hlutverki. Þettað framkallaði mörg skapofsaköst, mikla sorg, mikinn lífsleiða, sem börnin mín og mínir nánustu þurftu að lifa við. Mamma mín sagði mér síðast þegar ég var á Íslandi að þegar ég var lítil og fékk ekki það sem ég vildi varð ég svo brjáluð að ég hljóp upp í flekkjum, það var engin leið að ráða við mig :o)) Þannig að ég hef allt mitt líf verið að troða þessu skapi mínu í kassa og setið ofan á lokinu svo skapið kæmist ekki út. Við þetta hef ég notað ómælda orku. Ég var svo á dagsnámskeiði hjá Gordon Davidson í Kaupmannahöfn í fyrrasumar þar sem við unnum að því að skilja okkur sjálf, út frá undirmeðvitund, persónu og sál. Áttum við þá hver fyrir sig að segja hvað það var í fari okkar sem við litum á sem okkar versta óvin. Ég var fljót til að svara og sagði að ég væri með svo hræðilegt skap , sem hefði ollið mér og mínum nánustu, miklu raunum. Þessi yndislegi maður leit brosandi á mig horfði í augun á mér og sagði: ÞETTA ER GJÖF!! Ég fann að ég varð eitthvað einkennileg inni í mér, en fann samt einhverja gleði yfir því, sem er svo stór hluti af mér, gæti ég kannski sæst við. Við ræddum svo þessa hluti fram og til baka, en þar sem ég hef ekkert súper minni geri ég nú mitt besta til að segja hvað ég fékk út úr þessu. Það eru tvær hliðar á öllu, gott og vont, sorg og gleði, og så videre. Ég hef rosalegt skap, skapið er kraftur, sem hægt er að nota jákvætt, og neikvætt, ég hef oft notað þennan kraft jákvætt, en alltaf bara hleypt kraftinum út úr kassanum pínu lítið í einu, því ég hef verið svo hrædd um að missa stjórn á kraftinum. Ég notaði kraftinn þegar ég skildi við fyrri manninn minn, valdi að hætta á Kópavogshæli þar sem ég hafði unni í mörg mörg ár. Ég notaði kraftinn þegar ég var í Myndlista og handíðaskólanum í Reykjavík, ég notaði kraftinn þegar ég og Gunni fluttum til Danmerkur með Sigga og Sigyn, með íbúð í mánuð, enga vinnu, enga dönsku ekki neitt, ég notaði kraftinn þegar ég fór til Þýskalands, fór á milli Lista Akademía og sótti um inntöku, þrátt fyrir aðvörunarorð frá Íslandi að það þýddi ekkert að sækja um í Þýskalandi þegar maður væri yfir 30 ára. (ég var þá 34 ) Ég notaði kraftinn þegar ég var þessi 3 ár í Dusseldorf , bjó í Danmörku, en ferðaðist fram og til baka milli DK og Þýskalands., Ég hef líka mjög oft notað neikvæðu hliðina, verið skapvond, reið það versta er þegar ég hef verið vond og óréttlát við börnin mín, foreldra mína eiginmann og vini mína. Þarna og oft annarsstaðar notaði ég Kraftinn. ( jákvæðu hliðina og neikvæði ) En það sem gerðist núna, að það sem hafði verið skapgerðargalli, og pínt mig svo mikið í öll þessi ár, fékk núna aðra merkingu, þetta var GJÖF. Þegar ég hef tekið hann í sátt og gert hann að hluta að mér. Núna hef ég tekið Kraftinn fram, og þori að vera með honum. Ég nota hann mikið. Sérstaklega í þeirri andlegu leit sem ég er í núna. Hann kemur að miklu gagni núna þegar ég hugleiði. Ég finn að ég get stjórnað honum. Ég finn að ég er ekki krafturinn, en ég get notað hann þegar ég vil og þarf á að halda. Hann er hluti af mér, en hann er ekki ég. Það að geta ekki stjórnað honum er svipuð tilfinning og að vera með brjálaðan hund sem ekki er hægt að ala upp. Hann er hluti af manni, en er samt ekki maður sjálfur, við lokum hann bara inni, þá eru enginn vandræði og hann gerir ekki pínlega hluti þegar aðrir sjá til. En að vera með hund sem er vel upp alinn og maður þekkir það vel að maður veit hvernig maður á að bregðast við öllum merkjum frá honum og hann bíður og vonast eftir að geta gert eitthvað fyrir húsbónda sinn, er yndisleg tilfinning sem gefur öllum í kringum hann mikla gleði (ég veit allt um þetta með hunda af eigin raun. Á tvo: Iðunni og Lappa). Það sama er með skapið. Vonandi gefur þetta allt saman einhverja meiningu fyrir ykkur. Þetta að uppgötva að svona stór hluti af mér væri gjöf var eins og segja já við hinum helmingnum af manni sjálfum! Maður verður heill. Með allan þennan kraft! Það eru enginn takmörk fyrir því sem við getum gert saman, ég og hann!
--
Sunnudagsmorgunn, Gunni var á þorrablóti, bæði að gera matinn og svo að skemmta sér á eftir. Kom heim, ekki svo seint, en er pínu lurkaður, samt ekki eins og oft áður eftir þorrablót, þessi elska. Heimilislífið í mestu rólegheitum, sólin skýn og ég skrifa þær pælingar em ég hef þessa dagana og á eftir ætlum við út að viðra hundana, og okkur.
Það er svo skrítið hvað allt hefur breyst hjá mér síðustu tvö árin. Allt sem ég hafði áður áhuga á var myndlist og aftur myndlist. Núna, eftir að ég kláraði Esoterisk Skole Scandinavian, sé ég hlutina með öðrum augum.Ég er mjög upptekin af því sem gerist í heiminum, og mjög upptekin af þvi hvað ég get gert til að gera heiminn betri stað að vera í. Finnst reyndar ekkert annað eins mikilvægt og spennandi og það. Ég hef verið að hugsa; að í raun er allt eins byggt upp..
Við sem persónur erum byggð upp af jákvæðum öflum og neikvæðum, sumir með meira af einu heldur en öðru. Svona eru fjölskyldur líka byggðar upp, bæði kjarnafjölskyldan og svo heila stóra fjölskyldan. Fyrirtæki bæði smá og stór eru einnig byggð upp, með góða pólitík og neikvæða pólitík, Max Havelar kaffið, t.d þar sem pólitíkinn er að þeir sem rækta kaffið fá það sem þeim ber. Hugsunin er ekki að þeir fái eins lítið og hægt er. Svo eru fyrirtæki sem safna og græða á kostnað starfsfólks og hins almenna borgara.t.d, þeir sem flytja fyrirtækinn sín til Kína , því þar er réttur starfsfólks minna en enginn og launin eru minni en nokkurtíma er mögulegt að borga hérna í Evrópu. Svo höfum við bæi sem hafa jákvæða pólitík og neikvæða, lönd sem hafa jákvætt og neikvætt og einnig heimsálfur. Stundum er meðaltalið af hinu jákvæða aðeins yfir meðallagi, oftast undir, því miður. Svo kíkjum við á jörðina í heild hún er eins byggð upp, með svona mikið að jákvæðu( ) og svona mikið af neikvæðu. ( )
Þannig að hvar er meðaltalið ef við sjáum þetta allt sem heild. Þá hugsa ég. Hvar er mín ábyrgð, hvernig get ég verið með til að fá meðaltalið hærra? Jú með því að vinna með sjálfa mig, með því að fá það jákvæða yfir meðaltalið hjá sjálfri mér. Ég vinn með mig með það fyrir augum að ég vil vera með til að lyfta okkur á jörðinni yfir í það jákvæða. Ég vinn með mig, og reyni að verða betri manneskja og fá tilfinningu fyrir því að við erum öll eitt, og að við komum hvert öðru við. Þá lyftist meðaltalið á jörðinni pínu, pínu, pínulítið hærra. Ef við hver fyrir sig vinnum með okkur, gerum okkur að betri manneskjum, þar sem við sjáum okkur sem hluta af heildinni og stefnum öll að sama máli að gera heiminn að góðum heimi, þá komumst við hægt og rólega yfir í jákvæða meðaltalið. Ég held að við öll höfum miklu meiri ábyrgð en við gerum okkur grein fyrir. Ég veit að auðvitað er fullt af góðu fólki á jörðinni, en flest pössum við okkur sjálf, viljum sem minnst vita af öðrum en okkur, fjölskyldunni og nánustu vinum og hversu góð erum við þá? Kannski er það þess vegna sem allt er að fara Andsk... til hérna í heiminum.Við þurfum að vera meðvitarði um hvernig heimurinn hangir saman. Þannig að það sem ég vildi óska og ég vona að þið sem lesið þetta, hugsið aðeins um hver er okkar ábyrgð sem einstakings. Það er ekki nóg að sitja í sínu eigin húsi, íbúð og gagnrýna hvernig heimurinn er orðinn, við þurfum öll að vera með til að lyfta þessu verkefni. Hugsið ykkur ef bara 50 prósent af jarðarbúum, inni markvisst að því að gera sig að betri manneskju, og upplifa sig sem hluta af einu lífi, þessi 50 prósent umgangast kannski ekstra 20 prósent, þá erum það 70 prósent, , þessi 70 prósent umgangast, 20 í viðbót þá erum við 90 prósent, og þá erum við strax kominn upp í 100 prósent . Þá erum við komin í alheimskærleika/Eitt líf. Þar sem við öll finnum okkur hluta hver af öðru. Mörg af ykkur hugsa örugglega þetta er ansi naívt, en það er líka leið til að taka ekki ábyrgð. Um leið og maður stendur afsíðist og hæðist, þá tekur maður afstöðu, Þetta höfum við gert of lengi, nú held ég að ef einhverntíma, þá sé tími breytinga miklivægur. NÚNA,
Ég vona að sem flestir vilji vera með. Hvað er mikilvægars í lífi allra en Alheimsfriður.
Ef ekki í þessu lífi, þá því næsta.
Róm var ekki bygð á einum degi.
En einhversstaðar verðum við að byrja og hvers vegna ekki í dag?
Það er langt síðan síðast. Enda hefur verið mikið að gera undanfarið. Í Mai var Wesak festin, sem er fullur xxx í mai mánuði. Þá hugleiða þeir sem eru virkir í þeim málum, tvo daga fyrir fullann mána. Á tímabilinu sem er fullur máni, þar að segja ef fullur máni er kl 8.04 þá hugleiðir maður þar, svo tvo daga á eftir. Þar að segja 5 daga. Þetta gerði ég að sjálfsögðu með þeim sem ég hugleiði og les esoterisk fræði með. Enda er ég mjög virk í þessum málum Ég gaf mér góðan tíma í að undirbúa mig undir þetta með lestri um Wesak Festin og fl.. Þetta tekur og gefur mikla orku, þannig að það tók mig dálítin tíma að komast í jafnvægi aftur eftir hátíðina. Þetta var mjög gott fyrir mig því á þessum tíma getur maður fengið hugmynd um hvað næsta ár ber í skauti sér. Þessi hefð er mjög gömul. Maður segir að á fullmánatímanum, birtist Búdda í dal i Himmalajafjöllum sem heitir Wesak dalurinn. Buddah birtist þarna i 8 mínúntur og blessar jörðina. Þessi dalur er til, og þeir sem eru æfðir í hugleiðslu eru með á þessari hátíð (meðvitaðir) í Wesak dalnum. Það segir að þarna komi fjöldinn allur af pílagrímum í líkama sínum á hverju ári og eru við þessi hátíðarhöld. Kristur birtist einnig og er við þessi hátíðarhöld, og fleiri stórir meistarar, sem eru með í hjálparstarfsemi við þróun mannkynns. Gerð hefur verið kvikmynd um þetta, en því miður hef ég ekki séð hana, en geri það vonandi seinna.
Eftir þessa hátið finn ég mun á hugleiðslunum hjá mér. Mér finnst ég komast fljótar og dýpra inn í hugleiðsluna og ég finn mjög mikið fyrir þeim orkustraumum sem ég fer í gegnum.
Ég hafði mjög sterka tilfinningu fyrir því í langan tíma á eftir að ég hafði fengið blessun.
Fyrir mig var þetta stór stund, enda ein af stæðstu hátíðum á árinu.
Þegar ég byrjaði að hugleiða fyrir bara fjórum árum, þurfti ég að draga mig á eyrunum í gang. Þetta var eins og að fara að gera hreint, ég fann allt mögulegt annað að gera, en slæma samviskan var þarna alltaf og bankaði og bankaði. Þannig að ég druslaðist alltaf í gang, seinni part dagsins.
Núna er þetta þannig og hefur verið í ca 2 ár, að ég vakna fer í bað og hugleiði, svo fúnkerar ég.
Ég get ekki einn dag án þess að hugleiða. Ef ég á að gera eitthvað sérstakt,td. fara á mikilvægan fund, eða hvað það nú er, þá geri ég mikið úr hugleiðslunni, sem undirbúning, undir það sem ég þarf að gera. Suma daga þá hugleiði ég oftar en einu sinni, en það er þegar ég er að vinna að einhverju og ég þarf að fá innblástur. Því þetta er besta leiðin til að fá háan og göfugan innblástur. Mörg af þeim listaverkum sem ég hef gert hef ég fengið þegar ég hugleiði. Ég get líka séð að áður en ég markvist var komin inn í þetta og þurfti að vinna að sýningu, setti ég mig niður, og einbeitti mér í þó nokkurn tíma, þá sat ég og skrifaði án þess að hugsa, niður hugmyndir sem komu eins og úr lausu lofti og út komu þau verk sem ég hef í gegnum tíðina gert. Sum verk komu í draumi, mig dreymdi sýninguna eins og hún átti að vera. NÁKVÆMLEGA. Örugglega kemur það frá sömu uppsprettu.
Ég átti svo afmæli um daginn, sem ég hélt upp á. Það geri ég ekki oft með promp og pragt, en núna var það mikilvægt fyrir mig. Ég bauð ca 30 manns, þar að segja öllum þeim sem eru mér kærastir hérna í DK. Þessi dagur var mjög táknrænn fyrir mig, því ég sameinaði, þessa tvo heima sem ég hef lifað í í nokkur ár. Ég bauð bæði þeim sem ég vinn með að andlegu málunum og hinum gömlu og kæru vinum. Ég hef haldið þessum andlega heimi aðskillt frá hinum og það vil ég ekki lengur. Ég ákvað að núna vildi ég vera heil. Ég hef heyrt frá mörgum kollegum mínum, sem ég hugleiði og stúdera med, að þegar maður gerir þetta séu margir vinir og ættingjar sem láta sig hverfa. En því trúi ég nú ekki. En ef fólk velur að láta sig hverfa, þá er það ekkert að missa, svona er það nú bara. Þessi leið sem ég hef valið er sönn og rétt fyrir mér og það hlítur að vera pláss fyrir okkur öll.
Ég hef einnig verið mjög upptekinn af dýrum undanfarið. Hvernig við förum með þau og hvað við getum gert. Ég hef skrifað um það áður á síðunni, en það eru því miður ekki svo margir áhugasamir að hjálpa, allavega ekki á þennan hátt. Þó erum við ca 20 sem gerum þetta saman. Sendi enn eina beiðni til ykkar ef þið viljið vera með. Þetta verkefni tekur ca 5 til 10 mín. á dag. Það fellst í því að senda heilandi orku og ljós til dýranna, þetta geta allir gert, sem vilja hjálpa. Ég sendi útskýringar á verkefninu og hvernig maður gerir. Ef þið viljið vera með þá er e-mail heimilisfangið : deavekingdom@gmail.com
Vissuð þið að það er löglegt hérna í Evrópu að keyra með grísi á flutningabílum í 24 tíma, en kálfa í 19 tíma?????? Hver er munurinn, er það af því að kálfar eru með svo falleg augu. Ég er auðvitað algjörlega ósammála 19 tímum og 24 tímum. Það sem ég skil ekki er af hverju grísir fá 24 tíma og kálfar 19.
Þetta er ég allt að bagsa með, að sjálfsögðu, er ekki komið skólafrí í skólanum. Nemendurnir voru með lokasýningu um daginn og það gekk mjög vel og eftir þrjár vikur er sumarfrí. Þá ætla ég að nota tímann og lesa og hugleiða, mikið!!!!
Kær kveðja til ykkar allra.
Þetta er alveg ótrúlegt, veðrið er alveg frábært, sól og heitt eins og á fallegum sumardegi, eini munurinn er að sólin er lágt á lofti og gefur langa fallega skugga. Við hjónin skruppum á flóamarkað og keyptum nokkra fína hluti sem að sjálfsögðu er engin þörf á, en kaupgirndin var fyrir hendi svo við létum eftir henni.
Sól er núna í afmæli og Gunni fór á eplaplantekruna að tína epli.
Héðan er allt það besta að frétta. Er að vinna í næstu viku, og eftir það á ég viku frí sem verður yndislegt.
Við erum að spá í að skreppa til Barcelona í viku 44. Fáum leigða íbúð þar í miðbænum fyrir lítinn pening. Við fórum ekkert til útlanda í sumar og viljum gera það núna í staðinn.
Gunni er kokkur í stóru fyrirtæki í Danmörku sem heitir Novo Nordisk, sem ekki væri frásögu færandi nema að ég las nýverið að þetta risa fyrirtæki notar 50,000 tiltaunardýr á ári. 97 % eru mýs en einnig eru hundar, kanínur, grísir og marsvín! En þetta fyrirtæki hefur gert það sem mér finnst svo frábært er að árið 1990 buðu þeir dýraverndunarsamtökunum hérna í DK til að í sameiningu að finna út úr hvað fyrirtækið gæti gert til þess að tilraunardýrin gætu haft það betra í fyrirtækinu. Þetta finnst mér mjög gott framtak. Enda var fyrirtækið kosið árið 2002 sem Aarets dyreværn af Dyrenes beskyttelse. Það sem fyrirtækið gerði m.a var að hundarnir fengu svæði sem er á stærð við nokkara fótboltavelli. Grísirnir fengu vatnspolla til að baða og leika sér í, kanínurnar og marsvínin eru nú á stórum svæðum. Mýsnar fengu stærri búr. Dýrin fengu einnig leikföng og gulrætur og fl. grænmeti til að naga í., í staðin fyrir áður þá fengu dýrin bara þurrfóður. Novo Nordisk hefur ákveðið að það eru ekki lægstu kröfur sem krafið er af yfirvöldum, sem þeir vilja bjóða dýrunum. Þeir eru alltaf að þróa sig til að verða betri í þessu. Fyrir mér er þetta allt alveg sjálfsagður hlutur, dýrunum er fórnað oft á hræðilegan hátt, og okkur ber skylda til að gera þeim þetta eins bærilegt og mögulegt. Svona hefur þetta bara ekki verið, og þess vegna varð ég svo glöð þegar ég sá þessa grein um Novo Nordisk. Það koma örugglega fl. fyrirtæki sem gera það sama einhverntíma í framtíðinni.
Sá fyrirsögn: Dýr eru betri til að nota til tilrauna en manneskjur ! Já en dýrin hafa ekkert val, þau eru þvinguð til að vera með. Það hlýtur að vera hægt hjá stórum fyrirtækjum að koma sér saman um tilraunirnar, þannig að það sé ekki verið að gera sömu tilraunina á mörg hundruð dýrum í mörgum fyrirtækjum í heiminum, en ég held að það verði langt í það, því dýrin eru ekki metin neins. Ef það væru manneskjur, væri örugglega reynt að nota bara eina manneskju í eina tilraun. Í Danmörku eru notuð 350.000 dýr í tilraunir á ári. 80 prósent eru mýs og rottur, 6 % marsvín og kanínur. Restin eru kisur, grísir,kindur og geitur. EU kemikalereform (veit ekki hvað það heitir á íslensku) Sem á að kortleggja þau efni sem eru í umferð í heiminum í dag, krefst þess að nota 12 milljónir, FLEIRI dýr til tilrauna á ári. 120 af þessum efnum sem er verið að tala um vitum við þegar að eru hættuleg, og bara að testa þau efni krefst 350,000 dýra. Það er sorglegt þegar líf dýranna eru einskis metin.
Ég geri mér fulla grein fyrir að mörgum finnst mikilvægt að nota dýr til rannsókna, m.a læknavísindi. En ef við þurfum að gera það ber okkur skylda til að þau hafi líf og aðstæður sem eru sæmandi!
Ég veit að mörg ykkar pirrast yfir því sem ég hef skrifað núna en bara svona til að koma með svolitla sjokk tölu þá er slátrað 120.milljón kjúklingum á ári í DK, og innan EU tölum við um marga milljarða.
Ég er glöð yfir því að ég er grænmetisæta, mér verður flökurt þegar ég hugsa um allt þetta blóð og pínur hjá blessuðum sláturdýrunum.
Þrátt fyrir allt held ég að mörg dýr og margar manneskjur í heiminum lifi góðu og fallegu lífi, bæði saman og sundur.
Vonandi hafið þið það öll gott, og elskið hvert annað.
Steina.