Sophocles: Wisdom is the supreme part of happiness.
23.2.2007 | 14:26
Það er mjög skemmtilegt þetta blogg land, hef verið að kíkja á hina og þessa í morgun og fyrir mér virkar þetta eins og púlsæð Íslands, þarna er allt á milli himins og jarðar, og jafn margar skoðanir á hinum ýmsu málum. kom mér skemmtilega á óvart.
Hérna er en allt á kafi í snjó. Sól dóttir okkar er er föst í Kisserup vegna ófærðar, sem er lítill bær ca 4 kílómetra hérna frá . Hún fór til vinkonu sinnar í fyrradag og hefur ekki komist heim. Vonandi kemur hún heim í kvöld. Gunni er á fullu að undirbúa þorrablót íslendinga í Kaupmannahöfn, hann er kokkur og sér um matinn. Þetta hefur hann gert í mörg ár með henni Gunnu okkar, en hún flutti til Íslands í sumar eftir 17 á í danaveldi. Núna er Gunni eini kokkurinn, en það verður ábyggilega ok, það koma óvenju fáir á blótið í ár. Í fyrra komu ca 500 en í ár koma 250 . Við verðum sem sagt einar heima mæðgurnar annað kvöld. Ég hef ekki farið á þorrablót í mörg ár, fór reyndar bara tvisvar hérna fyrir mörgum árum. Þetta er ekkert fyrir mig, sem ekki borða kjöt, og ekki drekk áfengi. Ég hef heldur betur notið þess að vera í vetrarfríi, hef lesið bókina eftir Paulo Coelho," Alkymisten", Þetta er ein af bestu bókum sem ég hef lesið, mjög okkult. Alheimssálin, móður jörð, talapati, og fleira dásamlegt. Hvet fólk til að lesa hana ! Einnig hef ég notað tímann til að hugleiða, sem ég geri tvisvar á dag, en núna hef ég getað gefið mér lengri tíma fyrir hverja hugleiðslu. Þetta er orðin stór þáttur lífi mínu. Seinni hugleiðslan er um að senda kærleik og ljós til allra dýra á Jörðinni, tek ég vanalega eina dýrategund fyrir í einu, og fókusera öllu því sem ég get til þessa dýrs. Núna hef ég fókus á fílnum, sem ég meina að hafi það mjög erfitt, m.a. vegna inngripa manneskjunnar á þau svæði sem þeir lifa. Þeir fá minna og minna pláss til að vera á, og oft lenda þeir í átökum , vegna þess að þeira fara inn á akra hjá bændum til að leita sér fæði og bændurnir skjóta á eftir fílnum til að fæla hann í burtu, en oft fer illa og fíllinn lendir fyrir skotinu..
Einnig hafa verið mikið um leyniskyttur,sem hafa herjað á fílinn, Þeir sækjast mest eftir fílabeinstönnunum, sem hefur valdið því að þeir fílar sem hafa stórar og flottar tennur eru næstum ekki til lengur. Í Sri Lanka vantar 90 prósent af karlfílunum fílabein, Í Asíu eru karl fílarninr hreinlega í útrýmingshættu. Sem dæmi ná nefna að í Indverskum National garði er bara einn karlfíll á hverja 100 kvenfíla.Ég hef miklar áhyggjur af hvernig fer fyrir fílnum og öðrum dýrum sem lifa villt. Líf þeirra byggir á að afla sér fæðu og vatns. núna þegar veðurfarið á jörðinni er að breytast svona mikið, þá verður erfiðara og erfiðara fyrir þessi dýr að fínna vatn, Fíllinn þarf að að fara yfir ennþá lengri svæði til að finna vatnsból. Í Afiríku hafa stjórnvöld gert mikið til að bjarga því að Afiríkanski fíllinn deyji ekki út. Stjórnvöld hafa sett á stofn verndaða garða þar sem hefur verið tekið á móti fílum. Oft eru það fílsungar sem finnast og geta á engan hátt bjargað sér sjálfir. Þeim er svo hjálpað þar til þeim er svo sleppt út á vernduðu svæðin, með öðrum sem hafa haft sömu örlög. Þetta er alveg frábært framtak. enn vandamálið er hjá þessum friðuðu svæðum að þeir hafa það mjög erfitt fjárhagslega . Það hefur verið reint að bjóða efnuðum veiðimönnum að koma og veiða fílana, inni á þessum svæðum fyrir að sjálfsögðu góðan pening . En þar sem það hefur verið ólöglegt að síðan 1990 að versla með fílabein í öllum heiminum, þess vegna vilja veiðimenn ekki vera með, því þeir vilja fá fílabeininn með heim. Maður getur spurt sjálfan sig hvort er betra pest eða kólera. Tilboðið er mjög desperat og sýnir bara hvernig ástandið er.
Ég geri mér fulla grein fyrir því að dýr deyja út, en spurningin hjá mér er, hver er orsökin, er það vegna þess að við sem manneskjur höfum ofnýtt alla resursa, og það er komið þvílíkt ójafnvægi í náttúrunni að það er skortur á vatni, og þegar það verður skortur á vatni, verður skortur á fæðu fyrir viltu dýrin á jörðinni
Svona mætti lengi halda áfram, enn ég ætla út með hundana mína Lappa og Iðunni.
Ljós og kærleikur héðan Steina
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.