William Saroyan: Good people are good because they've come to wisdom through failure. We get very little wisdom from success, you know.
22.2.2007 | 14:08
Það er allt á kafi í snjó !!! Gunni gat ekki mokað snjóinn af bílnum í morgun, og þurfti að taka lestina. Ég hef aldrei upplifað svona í Danmörku. Það hefur oft verið snjór, en aldrei svona mikið. Er ennþá í vetrarfríi ! Nýt þess. Er að lesa alveg yndislega bók eftir Paulo Coelho . Bókin heitir á dönsku Alkymisten sem þýðir gull gerðarmaðurinn á íslensku. Ég er mikil bókahestur, er alltaf með margar bækur í gangi í einu. Ég heyrði fyrst um þennan höfund nýlega þegar ég var hjá Beggu vinkonu minni. Hún var með bunka af bókum eftir hann, og þegar ég tjáði að ég aldrei hefði lesið neitt eftir þennan rithöfund gaf hún mér þessa bók. Þvílíkt konfekt !! Er því miður að verða búinn með bókina, en er ákveðin að komast yfir fl. bækur eftir þennan höfund.Talandi um að lesa mikið, þá er gaman að segja frá því að fyrir nokkrum árum horfðum við fjölskyldan mikið á sjónvarp, á næstum allt sem kom í sjónvarpinu. við fengum svo nóg að glápi, og völdum á tímabili að hafa ekkert sjónvarp, sem mér og Gunna fannst bara fínt. Frétti svo hjá nágrönnunum að Sól litla gekk á milli húsa til að fá að sjá sjónvarp. Þetta var á því tímabili sem kronprinsen og Mary giftu sig. Fengum við hjóninn illt í magann og keyptum sjónvarp. Núna horfum við bara á ákveðna þætti, einn er á fimmtudögum "Vores Planet" mjög vel gerðir þáttur um jörðina okkar, og svo horfum við á sjónvarp á föstudögum, þá er sjónvarps hugga á heimilinu. Af og til sjáum við fréttir. Sól hefur vanist þessu, og ef hún man eftir barnaefninu og vil sjá það, er það ekkert vandamál, það er ekki þannig að það sé bannað, en sjónvarpið stjórnar henni eða okkur ekki meira.Ég finn mikinn mun á samveru okkar efir þetta, eftirmiðdagurinn og kvöldin verða lengri, og við erum að gera hluti saman. Við lesum saman, Sól heklar, prjónar og les. Hlutir sem ég aldrei kenndi stóru börnunum mínum, því kvöldin fóru í sjónvarp og aftur sjónvarp. Vildi að ég hefði gert þetta fyrr. Jæja best að fara með hundana út í snjóinn að leika.
p.s Gunni var að hringja og sagði mér að í útvarpinu væri fólk varað við að vera á ferðinni á eigin bílum sérstaklega var varað við mótorveginum !! ekta íslenskt vetrarveður !!!!
Blessi ykkur
Steina
Þetta er svo fallegt fékk þetta sent frá Ylfu Mist
Loforð Guðs:
Ég hef aldrei lofað að brautin sé bein,
og blómumskrýddir gullstigar alla leið heim.
Ég get ekki lofað þér gleði án sorgar,
á göngunni til himinsins helgu borgar.
En lofað get ég þér aðstoð og styrk,
og alltaf þér ljós þó leiðin sé myrk.
mundu svo barn mitt að lofað ég hef að leiða þig sjálfur hvert einasta skref.....
..
Athugasemdir
Velkomin á moggabloggkommúnuna kæra vinkona. Bestu kveðjur,
Hlynur Hallsson, 22.2.2007 kl. 23:56
Hæ elsku frænka. Gaman að sjá þig skipta svona um umhverfi:) Hér er lítill snjór, en það telst kannski jafn mikið og hjá þér, þó að mér finnist hann vera lítill hér. Það er líka verið að lýna Jörðina okkar hér á Íslandi og við horfum alltaf á mánudögum. Alveg ótrúlegir þættir.
Kveðja frá sólríkri Bolungarvík til þin og þinna elsku frænka.
Ylfa (IP-tala skráð) 25.2.2007 kl. 12:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.