Likaminn fór í sjokk
10.3.2013 | 11:15
Fyrir ári síðan, fór ég í æðahnútaaðgerð. Það er fullt af fólki sem fer í svona aðgerð og heldur ekki í fyrsta sinn sem ég geri það.
Í þetta sinn, var þetta algerlega hræðilegt. Það voru skorin ca. 50 göt á fæturnar á mér, bæði að framan og aftan.
Líkaminn fór í sjokk.
Ég sá fyrir ekki löngu síðan, viðtal við skurðlæknir hérna í Danmörku um það hvað gerist í líkamanum, þegar hann er skorin. Það var mjög áhugavert.
Eitt af því sem situr eftir hjá mér, eftir þetta viðtal er að þegar líkaminn er skorinn upp, eða einhver aðgerð er gerð á líkamanum, þá fer líkaminn í sjokk. Líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort það sé skorið í líkamann, eða hvort það er eitthvað dýr sem ræðst á hann eða eitthvað annað sem meiðir hann, það myndast einfaldlega sjokk, yfir ofbeldinu á líkamann.
Þetta hefur sett margar hugsanir af stað hjá mér um samband mitt við líkama minn.
Ég er vel meðvituð um að líkaminn minn hefur ekki haft það besta líf sem hugsast getur, ég hef ekki verið góð við hann, stærstan hluta af þeim tíma sem við höfum verið saman, líkaminn og ég.
Hvað er það sem við gerum líkamanum, þegar við setjum hann í fráhald, aðhald, svelt, ofát, uppköst, líkamsrækt, sem ekki passar fyrir líkamann, hlaup, sem ekki passa fyrir líkamann, eða eitthvað annað sem við þvingum hann til?
Hlustum við einhverntíma á hvað það er í raun og veru sem líkaminn þarfnast ?
Ég hef gert allt það sem upp talið hér á undan, en innst inni hef ég vitað að líkaminn minn hefur það ekki gott með neitt af þessu.
Minn líkami, elskar að vera úti, að ganga, elskar að synda, elskar að gera yoga, elskar að gera rólegar hreyfingar, til dæmis garðvinnu, dansa eða þar sem jafnvægi og samvinna er á milli líkama og sálar.
Ég hef eins og margir aðrir, fylgt fjöldanum og gert það sem er sagt, að sé gott, til að grennast og halda líkamanum grönnum, en ég hef alltaf fundið fyrir einhverri mótstöðu gagnvart því, en aldrei hlustað, fyrr en núna.
Það er ár síðan ég fór í þessa aðgerð og ég hef verið bólgin og aum, í liðunum, húðinni og vöðvunum síðan eftir aðgerðina.
Þegar ég valdi að byrja upp á nýtt og hætta að vinna á móti líkamanum, en læra að vinna með líkamanum. Hætta að hlusta á hvað hinn og þessi segir að sé best fyrir líkamann, en í staðin að hlusta á líkamann og heyra frá honum, hvað sé best fyrir hann, hefur margt fallegt gerst.
Meðan annars hef ég undanfarið einfaldlega hlustað á líkamann og ég hef notað smá tíma á hverjum degi og heilað líkama minn. Ég hef sent Ljós og Kærleika á hverjum degi inn í likamann. Ég hef farið í göngutúra þar sem ég finn, hverju sinni, hversu langt ég vil ganga, hversu hratt og hversu oft, allt eftir líkamans þörfum.
Þessi einfalda breyting hefur heldur betur hjálpað. Það hefur tekið tíma og ég hef oft efast um að þetta gangi upp, en núna síðustu daga, hef ég séð að bólgan er að minnka, og ég er farinn að eiga auðveldara með að hreyfa hnén. Annað sem er aukalega gott, er að líkaminn er farinn að léttast, ekki á megrun, en á Kærleika sem kemur frá mér til hans. Líkaminn hefur sína eigin þyngd, þar sem honum líður best, það er engin vikt sem getur mælt það, heldur kemur fram vellíðan, sem ekki er um að villast, því þurfum við að trúa og treysta.
Eftir að ég heyrði þetta viðtal við skurðlæknirinn, þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir að líkaminn lifir sínu eigin lífi og er í raun í minni þjónustu.
Það sem sker í hjartað þegar ég hugsa um það, er hvernig ég hef borgað þessa þjónustu sem hann hefur veitt mér, með harðri hendi, með boðum og bönnum á allan hugsanlegan máta og það versta er, með hatri, hann hefur aldrei gert nógu vel, nógu mikið eða nógu lítið. Fer maður svona með þann sem þjónar manni á allan hugsanlega máta, NEI.
Ég hef í gegnum þessa heilun, komist í snertingu við líkamann sem hefur fengið margar hugsanir fram, ekki bara góðar, en mest af öllu hjálplegar.
Ég geri mér nú grein fyrir því að til að skapa fullkomið jafnvægi milli mín og líkama míns, þá þarf ég að læra að hlusta á hvað hann þarf til að hafa það best.
Í morgun fékk ég þessi skilaboð frá líkama mínum:
Engin líkami, hefur sömu þarfir, þar af leiðandi eru megrunarkúrar, sem passa fyrir einn líkama, ekkert endilega góðir fyrir annan líkama. Engin líkami, er bara fallegur eða ljótur í sjálfu sér, það er það sem skín frá líkamanum, sem gerir hann að fallegum orkufullum líkama, eða orkulausum líkama.
Það sem er gott fyrir líkamann á ákveðnum tímum, er kannski ekki gott fyrir líkamann á öðrum tímum, allt eftir því við hverjar aðstæður líkaminn er hverju sinni.
Það er mikilvægt að hlusta á líkamann, hverjar þarfir líkaminn hefur hverju sinni.
Það er ekki mögulegt að skapa fagran líkama í jafnvægi, með hörku og reglum, það er eingöngu hægt með samvinnu við líkamann og Kærleika.
Ljósið kemur innan frá og út í gegnum líkamann.
Kærleikur og Ljós
Steina
Í þetta sinn, var þetta algerlega hræðilegt. Það voru skorin ca. 50 göt á fæturnar á mér, bæði að framan og aftan.
Líkaminn fór í sjokk.
Ég sá fyrir ekki löngu síðan, viðtal við skurðlæknir hérna í Danmörku um það hvað gerist í líkamanum, þegar hann er skorin. Það var mjög áhugavert.
Eitt af því sem situr eftir hjá mér, eftir þetta viðtal er að þegar líkaminn er skorinn upp, eða einhver aðgerð er gerð á líkamanum, þá fer líkaminn í sjokk. Líkaminn gerir engan greinarmun á því hvort það sé skorið í líkamann, eða hvort það er eitthvað dýr sem ræðst á hann eða eitthvað annað sem meiðir hann, það myndast einfaldlega sjokk, yfir ofbeldinu á líkamann.
Þetta hefur sett margar hugsanir af stað hjá mér um samband mitt við líkama minn.
Ég er vel meðvituð um að líkaminn minn hefur ekki haft það besta líf sem hugsast getur, ég hef ekki verið góð við hann, stærstan hluta af þeim tíma sem við höfum verið saman, líkaminn og ég.
Hvað er það sem við gerum líkamanum, þegar við setjum hann í fráhald, aðhald, svelt, ofát, uppköst, líkamsrækt, sem ekki passar fyrir líkamann, hlaup, sem ekki passa fyrir líkamann, eða eitthvað annað sem við þvingum hann til?
Hlustum við einhverntíma á hvað það er í raun og veru sem líkaminn þarfnast ?
Ég hef gert allt það sem upp talið hér á undan, en innst inni hef ég vitað að líkaminn minn hefur það ekki gott með neitt af þessu.
Minn líkami, elskar að vera úti, að ganga, elskar að synda, elskar að gera yoga, elskar að gera rólegar hreyfingar, til dæmis garðvinnu, dansa eða þar sem jafnvægi og samvinna er á milli líkama og sálar.
Ég hef eins og margir aðrir, fylgt fjöldanum og gert það sem er sagt, að sé gott, til að grennast og halda líkamanum grönnum, en ég hef alltaf fundið fyrir einhverri mótstöðu gagnvart því, en aldrei hlustað, fyrr en núna.
Það er ár síðan ég fór í þessa aðgerð og ég hef verið bólgin og aum, í liðunum, húðinni og vöðvunum síðan eftir aðgerðina.
Þegar ég valdi að byrja upp á nýtt og hætta að vinna á móti líkamanum, en læra að vinna með líkamanum. Hætta að hlusta á hvað hinn og þessi segir að sé best fyrir líkamann, en í staðin að hlusta á líkamann og heyra frá honum, hvað sé best fyrir hann, hefur margt fallegt gerst.
Meðan annars hef ég undanfarið einfaldlega hlustað á líkamann og ég hef notað smá tíma á hverjum degi og heilað líkama minn. Ég hef sent Ljós og Kærleika á hverjum degi inn í likamann. Ég hef farið í göngutúra þar sem ég finn, hverju sinni, hversu langt ég vil ganga, hversu hratt og hversu oft, allt eftir líkamans þörfum.
Þessi einfalda breyting hefur heldur betur hjálpað. Það hefur tekið tíma og ég hef oft efast um að þetta gangi upp, en núna síðustu daga, hef ég séð að bólgan er að minnka, og ég er farinn að eiga auðveldara með að hreyfa hnén. Annað sem er aukalega gott, er að líkaminn er farinn að léttast, ekki á megrun, en á Kærleika sem kemur frá mér til hans. Líkaminn hefur sína eigin þyngd, þar sem honum líður best, það er engin vikt sem getur mælt það, heldur kemur fram vellíðan, sem ekki er um að villast, því þurfum við að trúa og treysta.
Eftir að ég heyrði þetta viðtal við skurðlæknirinn, þá gerði ég mér ennþá betur grein fyrir að líkaminn lifir sínu eigin lífi og er í raun í minni þjónustu.
Það sem sker í hjartað þegar ég hugsa um það, er hvernig ég hef borgað þessa þjónustu sem hann hefur veitt mér, með harðri hendi, með boðum og bönnum á allan hugsanlegan máta og það versta er, með hatri, hann hefur aldrei gert nógu vel, nógu mikið eða nógu lítið. Fer maður svona með þann sem þjónar manni á allan hugsanlega máta, NEI.
Ég hef í gegnum þessa heilun, komist í snertingu við líkamann sem hefur fengið margar hugsanir fram, ekki bara góðar, en mest af öllu hjálplegar.
Ég geri mér nú grein fyrir því að til að skapa fullkomið jafnvægi milli mín og líkama míns, þá þarf ég að læra að hlusta á hvað hann þarf til að hafa það best.
Í morgun fékk ég þessi skilaboð frá líkama mínum:
Engin líkami, hefur sömu þarfir, þar af leiðandi eru megrunarkúrar, sem passa fyrir einn líkama, ekkert endilega góðir fyrir annan líkama. Engin líkami, er bara fallegur eða ljótur í sjálfu sér, það er það sem skín frá líkamanum, sem gerir hann að fallegum orkufullum líkama, eða orkulausum líkama.
Það sem er gott fyrir líkamann á ákveðnum tímum, er kannski ekki gott fyrir líkamann á öðrum tímum, allt eftir því við hverjar aðstæður líkaminn er hverju sinni.
Það er mikilvægt að hlusta á líkamann, hverjar þarfir líkaminn hefur hverju sinni.
Það er ekki mögulegt að skapa fagran líkama í jafnvægi, með hörku og reglum, það er eingöngu hægt með samvinnu við líkamann og Kærleika.
Ljósið kemur innan frá og út í gegnum líkamann.
Kærleikur og Ljós
Steina
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Lífstíll, Vinir og fjölskylda, Vísindi og fræði | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.