Það liggur ótti yfir mannkyninu
1.4.2010 | 15:12
Ég á fullt í fangi með að halda gleðinni á lofti þessa dagana, en ég geri allt sem ég get til að sjá það jákvæði í því sem gerist í kringum mig. Síðustu vikur hafa verið erfiðar, á öllum vígstöðvum.
Ég upplifi eins og það sé ráðist að mér frá öllum áttum !
Ennn ég gerði páskaskreytingu í dag sem situr fallega hérna á borðinu hjá mér og gleður augað,, Múminn minn liggur við hliðina á mér og passar upp að allt sé eins og það á að vera og ég ákvað að blogga um gleðina, og hlakka ég líka til að sjá mynd í sjónvarpinu í kvöld sem heitir menn sem hata konur sem sagt margt að gleðjast yfir.
Sólin skín, það er notalegt að hlusta á útvarpið í bakrunninum, Gunni sýslar með fræin sem hann setur vandfærnilega eitt og eitt í einu í fallega brúna mold.
Sigyn og Albert og blessuð börn Lilja og Aron, eru búinn að fá fína íbúð inni í Kaupmannahöfn, eftir mikil erfiði undanfarið.
Lífið heldur áfram, einn dag í einu, með því sem fylgir, gleði, gleði, gleði og allt fer eftir því hvernig ég tek því sem fyrir ber.
Ég finn að það er svo auðvelt að verða óttanum að bráð, svona höfum við það sennilega mörg.
Óttinn heldur manni föngnum, þannig að ómögulegt er að sjá út yfir hann.
Hvernig getum við hver fyrir sig komist í gegnum hann og sjálf valið hvaða tilfinning er allsráðandi hverju sinni?
Eru það ekki hvers og eins réttindi að bjóða inn þeirri tilfinningu sem passar hverju sinni?
Er ein tilfinning ekki meira velkomin en önnur, eða eru kannski allar tilfinningar velkomnar, og þær fá það pláss sem þær velja.
Eða höfum við ekkert um það að segja og erum kannski bara þrælar þeirra tilfinninga sem halda okkur til baka á móti því sem er gott fyrir okkur. Loka fyrir það að við getum séð fyrir endann á henni og þar af leiðandi sitjum föst og þorum hvorki afturábak eða áfram.
Ef við bara gætum séð glimt af því sem bíður okkur, gæti það gert að við slöppuðum aðeins af og létum flæða með straumnum, í staðinn fyrir að róa og róa á móti straumnum sem gerir hverja upplifum margfalt erfiðari en ella.
Ég geri mér grein fyrir þessum hlutum þegar mér líður vel og er í jafnvægi, þá get ég oftast sagt viturlega hluti, eins og orka fylgir hugsun, þar að segja það sem þú hugsar gerist, eða allt það erfiða sem við lifum, er það besta sem fyrir okkur getur gerst, það er með til að þroska okkur og hjálpa, einnig segi ég oft, sá sem er versti óvinur þinn, er þinn besti vinur, hann hjálpar þér í þroska og og og svona get ég lengi haldið áfram.
Það sem ég stundum gæti hugsað mér er að geta lifað og vitað og skilið þetta á meðan á átökunum stendur ! Það er sko ekki alltaf auðvelt, ég heyri það í höfðinu á mér, en kemst ekki út þeim hugsunum sem keyra rúnt í höfðinu á mér aftur og aftur og halda mér fanginni í óttatilfinningunni !
En í dag, þegar tilfinningin var að taka yfirráðin, ákvað ég í bílnum á mótorveginum, að þetta vildi ég ekki.
Ég setti sólgleraugun upp, hækkaði á útvarpinu, söng hástöfum með Kim Larsen, fór í búð keypti páskaskraut og páskaliljur, kom heim, gerði skreytingu og ákvað að blogga um gleðina.
Gleðin er þarna alltaf, hvernig sem okkur líður við getum kallað á hana og beðið hana að koma.
Gleðin getur verið í formi minningar sem við höfum, eitthvað gott sem við getum ákveðið að hugsa um sem við vitum að gerir okkur glöð. Þetta er að sjálfsögðu æfing, en er hægt, mér tókst það í dag og núna ætla ég að fara inn á vinnustofuna mína og muna að það er bara ég sem hef ábyrgð á því hvernig mér líður, allt sem gerist í kringum mig eru atburðir sem ekki þurfa að breyta neinu fyrir mig, ég vel í dag að láta gleðina ráða ríkjum hvað sem gerist í dag og á morgun og ef mér tekst þetta í dag eru meiri líkur á að mér takist þetta líka á morgun.
Orka fylgir hugsun, það er rétt og ef ég hugsa jákvætt gerist jákvætt en stundum gerum við okkur ekki grein fyrir hvað er það besta fyrir okkur! Stundum þurfum við að sleppa gömlu, til að það sé pláss fyrir eitthvað nýtt, það ber að hafa í huga.
Gleðilega páska elsku fólk
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Mannréttindi, Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Athugasemdir
Frábær pistill hjá þér Steinunn mín. Takk.
Heimir Tómasson, 1.4.2010 kl. 16:04
Nei sko, hvaða fallega kona situr þarna við tölvuna sína?
Yrsa Horn Helgadottir (IP-tala skráð) 1.4.2010 kl. 16:49
Flottur pistill hjá þér og glæsileg skreyting! en hvaða mynd ertu að tala um að verði sýnd í sjónvarpinu í kvöld? Menn sem hata konur, hvar er hún sýnd?
Guðmundur Júlíusson, 1.4.2010 kl. 20:16
Menn sem hata konur, langt síða að mynd hefur haft slík áhrif á mig. Athugið að aðalleikkonan er Íslensk.
Góður og einlægur pistill.
Halla Rut , 1.4.2010 kl. 21:12
Menn sem hata konur ekki fynnst mér hún nú lífga upp á tilveruna, en ég var einmitt að enda við að horfa á hana á Dr1. gleðilega páska.
bláskjár
Eyjólfur G Svavarsson, 1.4.2010 kl. 22:10
Þú kemst alltaf að kjarna málsins.
Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2010 kl. 23:21
Gleðilega páska til þín tilbaka elsku frænka mín. Kysstu Gunna og fræin frá mér og krakkana þína alla, gæludýrin, húsið og garðinn.,..... allt nema býflugurnar! Ég óttast nefnilega býflugur! :)
Ylfa Mist Helgadóttir, 2.4.2010 kl. 22:31
Gleðilega páska elsku Steina og mundu að hamingjan hangir á bakvið næsta hól ...
Þín skólasystir,
Sonja (IP-tala skráð) 4.4.2010 kl. 11:59
Steina, Steina mín, - ef við erum öll okkar líf og aspect ( veit ekki hversu óendanlega mörg við höfum skapað ) - og ALLT ER AÐ GERAST - NÚNA - !
Þá er svo sannarlega stíginn tilfinningadans og það ekkert venjulegur
~ takk fyrir samfylgdina og góða úttekt á stöðunni ~
Vilborg Eggertsdóttir, 6.4.2010 kl. 23:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.