betrumbætt minnig með hjálp hins innra

_mg_4841.jpgVið vorum þarna í herberginu ég og hún. Við heyrðum að hann kom að dyrunum og reyndi að opna hurðina. Við höfðum læst hurðinni. Við kúrðum okkur hver að annarri og sáum hræðsluna í augum hinnar. Óttinn færði okkur inn í skáp og geymdi okkur þar, þar til hann gafst upp og fór í rúm konunnar sinnar.

Við læddumst að glugganum og hjálpuðum hver annarri út um gluggann. Það var ekki erfitt að komast út, því glugginn var á jarðhæð og það var eiginlega bara auðvelt, við hefðum átt að gera það miklu fyrr um kvöldið hugsaði ég með mér

Það var sumarnótt og þess vegna var bjart úti og fuglarnir sungu í nætursumarsólinni.

Við héldumst í hendur og hlupum eins og fæturnir gátu borið okkur út í hellir. Í hellinum voru fjárhús sem ég vissi að geymdi hið raunverulega líf þegar ég þurftir á að halda eins og núna. Við náðum að súrheysturninum, móðar og másandi, settumst aðeins niður til að kasta mæðinni.

Ég elska lykt af súrheyi og andaði því að mér með lokuð augun og reyndi kannski líka að gleyma hljóðinu af hurðarhnúanum sem snerist til að komast inn.

Nú vildi hún halda áfram og sagði mér það án orða. Við stóðum upp og gengum dýpra inn í hellirinn. Við gengum þar sem við bara við vissum að hægt væri að ganga inn. Það var ekki svo sýnilegt en þegar maður vissi það eins og við gerðum, þá var það sýnilegt. Þetta var leynistaðurinn okkar, staður sem við földum okkur þegar við urðum hræddar.

Í fyrstu var bara dimmt þarna inni, en augun vöndust dimmunni og þá var auðvelt að fylgja stígnum upp tröppurnar til hennar sem ég vissi að alltaf var þar fyrir mig, þegar ég þurfti þess með.

Hún sat þarna svo góðleg og brosti til okkar þegar hún sá að við komum og að við vorum hræddar og vissum ekki hvert skildi haldið og hvað væri best að gera.

Við lögðumst á heyið sem var við fætur hennar, ég með hönd undir kinn, hin á bakið með báðar hendurnar eins og púða undir höfuðið sitt.

Við sögðum ekkert í dágóða stund en hugsuðum hver sitt. Ég sá að hin lokaði augunum og andardráttur hennar var reglulegur eins og þegar er sofið er.

Hún svaf.

Ég leit upp á konuna og spurði : hvað gerum við núna, við getum ekki bara verið hérna alla tíð, eða hvað ?

Hún brosti til mín og sagði: vinur minn í fortíðinni, framtíðinni og nútíðinni. það sem gerðist í kvöld var veganesti fyrir þig, hana og hann sem stóð við dyrnar. Þessi reynsla á eftir að gefa þér skilning á því sem þú mætir á ferð þinni um lífið.

Ég varð eiginlega hálf hissa á þessu svari, því ég átti sennilega von á einhverju öðru svari.

Ég: en við getum ekki bara látið eins og ekkert hafi gerst, farið til baka á bæinn og bara haldið áfram vistinni.

Hún: Þið hafið alltaf val, hvað passar ykkur best á hverjum tíma, en það val sem þið takið verður að vera skoðað út frá stærra samhengi.

Hvað er best fyrir heildina. Hvað er best fyrir allt, en ekki bara einn.

Ég varð hugsi og var ekki alveg viss um að ég skildi það sem hún sagði. Ég var hugsi í langan tíma.

Best fyrir heildina, meinar hún alla á bænum, alla fjölskylduna okkar með, eða alla í heiminum ?

Ef hún meinti alla í heiminum, hvernig var mögulegt að það sem við ákváðum að gera, hérna á miðjum sandi, hefði áhrif á fleiri en okkur, sem við komu.

Hún brosti til mín og sagði, er erfitt að skilja þetta ?

Ég kinkaði kolli.

Hún sagði mér að loka augunum og fara með henni í smá ferð sem hún vildi sýna mér.  

Hún tók mig í höndina og ég fann eins og allur líkaminn væri í appelsínbaði. Ég var dofin um allt í hinu ytra, en skörp í huganum. Það var eins og ég flygi inn í annan heim.

Skyndilega vorum við yfir bóndabænum og áður en ég gat hugsað eitt orð vorum við á svefnherbergisgólfinu hjá bóndanum. Hann svaf eins og lítið barn við hliðina á konunni sinni sem var miklu yngri.

Hann var gamall fannst mér, en ekki eins óhuggulegur og mér hafði fundist hann þegar ég var inni í læstu herberginu og hurðarhúninn hreyfðist.

Það var skrítið að standa þarna og sjá hann svona varnarlausann, ég sá líka meira sem gerði mig undrandi: það var eins og ég sæi lífi hans bregða fyrir. Ég sá þetta eins og bíómynd renna fyrir augunum mínum.

Ég sá  hann sem barn með öðrum börnum, ég sá hann í gleði, ég sá hann í sorg, ég sá hann með öðrum, ég sá hann sem hluta af öðrum. Ég sá foreldra hans, bræður og systur. Ég sá hann sem ungan mann, með framtíðardrauma, ég sá hann elska og vera elskaður, ég sá hann með börnunum sínum, í faðmi konu sinnar, ég sá líka brostna drauma, sorg, erfiði. Ég sá manneskju sem var eins og allar manneskjur, með allar tilfinningar og allar þrár , með alla græðgi, með alla fíkn, með alla gleði og aðrar manneskjur.

Allt í einu var eins og ég fengi meiri pressu af appelsínusafanum. Ég kom eins og dýpra inn í þessa mynd sem ég hafði séð. Ég sá bak við bíómyndina. Ég sá tengingu frá honum til mín, ég sá okkur eins og í einu Ljósi.

Ég sá hvernig þessi lífsreynsla færði mér aukin skilning á hræðslu barnsins við hinn fullorða, ég skildi óttann, ég skildi, því ég hafði upplifað. Ég sá eitthvað svo skrítið, ég sá eins og þakklæti frá mér til reynslunnar sem ég sá að kæmi til með að hjálpa mér á Lífsleiðinni. Ég sá og skildi á sama andartakinu það sem hún hafði sagt. Ég fann í þessu draumaástandi að ég bar engan ótta, ekkert var að óttast, ég bar enga reiði, það var ekkert að reiðast yfir, ég bar skilning sem ég hafði ekki haft áður og í gegnum huga minn kom hugsunin: vonandi hef ég þennan skilning þegar ég kem til baka.

Ég sá líka að það sem þú gerir öðrum, gerir þú mér, ég er þú !

Ég naut tilfinningarinnar, ég vildi ekki til baka. Það var eins og ég væri í að skilja allt.

Ég fann að ég sveif eins og á skýi sem allt í einu fer að hristast og skjálfa og ég dett af skýinu og ég heyri hrópað, vaknaðu Steina við þurfum að fara til baka.

Ég leit upp alveg undrandi á Rósu og gerði mér þá grein fyrir að ég var komin til baka í líkamann minn. Ég lá svolitla stund og safnaði hugsunum mínum saman til að reyna að halda í eins mikið og mér var mögulegt af því sem ég hafði fengið að skilningi.

_mg_7758.jpg

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Steina mín, ég ætti að öfunda þig af þessum upplifunum og nándinni sem þú kemst í.  En sem betur fer geri ég það ekki.  Ég upplifi svo marg með að lesa það sem þú skrifar.  Allt í einu verður lífið  svo fullt af öllu, það fyllist upp í hvern krók og kima, og það fellur við þá mynd sem ég hef sjálf, þó hún sé oftast óljósari en þín.  Samt veit ég að ég er í sambandi við fólkið mitt sem er farið.  Finn hvernig það talar til mín og ég svara stundum ósjálfrátt.  Mest þegar mér líður illa þó.

Innilega takk fyrir þessa enn eina fallegu gjöfina.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.3.2010 kl. 11:17

2 Smámynd: Heimir Tómasson

Þetta er ótrúleg lesning.

Takk fyrir hana.

Heimir Tómasson, 24.3.2010 kl. 09:01

3 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Ylfa Mist Helgadóttir, 29.3.2010 kl. 13:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband