Færsluflokkur: Dægurmál
G8, myndlist og eplaplantekran !
2.6.2007 | 10:54
Dagurinn í gær var alveg frábær. Kirsten nemandi minn var með lokasýningu sem var mjög góð. Það kom mikið af gestum, ég hélt ræðu . Það voru blóm , gjafir og hrós. Á þessu getur Kirsten lifað lengi og kemur til með að gefa henni betra sjálfsálit.
Á eftir fórum ég og Morten vinur minn á Rundgang á Kunstakademíunni. Það er vorsýning á verkum nemenda. Það var voða gaman. Siggi minn sýndi okkur staðinn og verkin. Það var svolítið fyndið því að fyrir ekki svo mörgum árum dróg ég hann með mér á allt mögulegt, sýningar , fundi og samveru í kríngum Kunstakademíuna hérna í DK og líka þegar ég var í Kunstakademíunni í Dusseldorf. Þá var hann lítill kútur og fór allt þetta með mömmu sinni. Núna er hann nemandi þarna og sem betur fer kunnugur þessum heimi, Núna var það hann sem fylgdi okkur, og það var góð upplifun.
Eftir Rundgang fórum við að skoða sýningar á Amager, þar eru opnuð nokkur spennandi gallerí sem við fórum á. Á einum staðnum var gömul vinkona mín að sýna Michela sem ég hef ekki hitt í 10 ár. Við vorum með vinnustofu saman þegar ég bjó í Kaupmannahöfn. Núna ætlum við að taka þráðin upp aftur, sem verður gaman.
Það var gaman að skoða þessa nýju staði, þeir eru gott mótspil við önnur gallerí sem eru á Islands Brygge.
Í dag er Siggi minn að fara til Þýskalands að mótmæla á G8 fundinum. Hann fer eins og hann hefur áður gert í Kanínubúning þar sem hann deilir út rósum til bæði lögreglu og mótmælanda. Síðast þegar hann gerði þetta á Norrebrø þá kom heil grein í að mig minnir Information um ferðir þessarar bleiku kanínu, sem dansaði og söng fyrir fólk og gaf rauðar rósir. Svo var þessi líka flotta mynd af honum !
Vonandi fer allt vel í Þýskalandi. Set þetta með :
Dear Steinunn Helga, In less than a week, G8 leaders will have the power to save millions of lives by fighting global disease and extreme poverty. All they have to do is fulfil the promises they already made to the world's poorest people. |
Um síðustu helgi héldum við eplaplantekru vorfest. Það var voða gaman. Það komu ekki svo rosalega margir vegna þess að það hafði verið svo mikið rigningaveður.
Eplaplantekran er ekki svo langt héðan. Gunni (minn) Ulla og Alison eru með þessa plantekru, og að sjálfsögðu við fjölskyldumeðlimir. En þau standa fyrir þessu, og svo eru fullt af meðlimum. Eða ca 40 í allt.
Dalurinn heitir Dumpedalen. Við erum með um 200 eplatré. Það sem gert er er að týna þessu dásamlegu epli, hver sortin á fætur annari. Svo á haustinn er gerður eplasafi sem er hægt að kaupa fyrir lítinn pening. Eplasafinn er hreinn, eplin eru kaldpressuð, safinn er grófsigtaður og aðeins hitaður í 85 gráður. Svo tappaður á flöskur. Engin rotvarnarefni og hann bragðast af paradís.
Það eru aktífir meðlimir sem borga eitthvað lítið fyrir að vera með, og svo 4 krónur fyrir hvern líter af most. Svo eru þeir sem er ekki aktæifir, þeir borga meira fyrir að vera meðlimir, og eitthvað meira fyrir safann.
Þetta er alveg frábært framtak, og er ekki hugsað sem gróðafyrirtæki, en þannig að þetta sé samvinna að einhverju góðu.
Við höfum ekki keypt djús í allan vetur, bara eplasafann blessaðan.
Ég vona að í framtíðinni verði fl svona samvinnudæmi, sem gerir það að við deilum hvert með öðru því sem náttúran gefur.
Eplatrén þarna eru ca 80 ára gömul, og allt er lífrænt, það hefur aldrei verið úðað eitri þarna. Ég hef nokkrum sinnum hugleitt þarna og það er mikið líf á öðrum plönum. Hver veit hvað hægt væri að gera ef samvinna næðsit ! Hægt er að sjá fl. myndir hérna
Í dag ætla ég að vinna í garðinum mínum, sem er svo dásamlegur. Ég finn að ég þarf að fá ró eftir allan fjöldann í stórborginni í gær. Ég er orðin soddan sveitalubbi.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra.Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Falleg morgunstund, með morgun hugleiðslu
16.5.2007 | 05:12
Morguninn er dásamlegur ! Ég sit hérna inni á vinnustofu með honum Lappa mínum, og húsið er hljótt, og allt sefur. Fyrir utan heyri ég í fuglum sem syngja, og kalla frá hreiðrunum sínum sem eru byggð á hinum og þessum stöðum undir þakskegginu okkar. Við deilum húsinu okkar með mörgum.
Dagurinn verður annasamur, og húsið er á haug. Eldhúsið fer inn í dag, og hérna koma vinnumenn og smíða og hafa hátt, eftir smá stund, gas verðu tengt, leiðslur settar undir gólfin. Læti og Kaos, en eftir kaos kemur Hamony !
Ég byrjaði á að kíkja á mail þegar ég vaknaði kl hálf sex, eftir það kíkti ég smá á bloggið, fór að skoða hjá ykkur bloggvinum mínum og gat á sumum stöðum ekki varist að senda smá komment, þó svo að hinn innri heimur sitji og bíði eftir að ég kveiki á kertum,
Blátt fyrir fyrsta geisla, MM. Kraftur og Vilji
Fjólublátt fyrir sjöunda Geisla, MR Það Hæsta og Lægsta Mætist
og Gullið fyrir annan geisla, DK , Kærleikur og Viska.
Setjast í rauða stólinn minn, loki augunum OHM þrisvar sinnum út í þögnina, Ohm er Lífsins hljóð, hljóð sem tengir allt líf saman og heldur öllu lífi uppi.
Fer svo af stað inn í innri heim sem er fullur af öllu.
Þetta ætla ég að gera rétt strax, helst áður en húsið iðar af vinnumönnum.
Siggi minn er hérna núna, hann sefur með hana Iðunni gömlu (hundinum okkar) fallegu við hliðina á sér.
Hann ætlar að hjálpa okkur að gera hitt og þetta sem tengist því að gera upp hús, hafa stórann garð, fá fullt af gestum á laugardaginn sem ætlar að gleðjast með mér yfir því að fjörutíu og sjö ár eru liðin frá því mér var kastað í þessan heim, til að vera með með ykkur öllum hinum að skapa heim fyrir okkur öll.
Oft er verkefnið þungt, en það fer oftast eftir því hvað ég hugsa og geri, hvert ég vil fara og ekki fara. Þegar ég finn styrkinn get ég flutt fjöll og þá er allt eftir Guðdómlegum reglum og fer þá leið sem það á að fara þar sem að sjálfsögðu er alltaf frjáls vilji okkar mannanna til að gera það sem við viljum. Ætli það sé ekki þrjú skref fram og tvö til baka.
En þegar styrkurinn er þarna ekki, en vonleysi yfir þessu öllu, sendi ég þetta vonleysi út sem orku, sem hefur áhrif á allt sem ég snerti og hugsa til. Þessi orka fer svo áfram inn í lífsorkuna sem er okkar allra og hefur áhrif á hana ,og hjálpa til við tvö skrefin til baka.
Svona held ég nú að þetta sé allt auðvelt á þessari morgunstund.
Núna ætla ég að setjast í rauða stólinn minn, og hugleiða.
Ljós og Kærleikur til ykkar allra frá mér og hafið fallegasta dag í heimi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 05:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Það er gott að nördast í myndlistinni !
11.3.2007 | 11:48
Sunnudagur til sælu, svo sannarlega ! Er ein heima, Gunni og Sól fóru á epla plantekruna að taka til. Ég hafði þörf fyrir að slappa af, og vera með sjálfri mér. Opnuninn í gær gekk mjög vel, það komu yfir 200 gestir . Meðal annars kom Magnea sem var með mér í Mynd og hand. Hún var í heimsókn í Svíþjóð og ákvað að skella sér yfir, það var alveg frábært ! Það var gaman að hitta alla Íslendingana, og tala líka á íslensku. Ég seldi verkið mitt, og get þar með látið drauminn rætast og keypt mér góða myndavél og samt átt pening eftir !! Opnuninn var frá 13.00 til 17.00. Margir fóru út að borða, en ég Gunni, Elena og Siggi fórum heim og elduðum okkur dýrindis mat. Flest okkar eru grænmetirætur og þar af leiðandi vildum við heldur borða heima því að það er mjög sjaldan hægt að fá góðan grænmetismat á veitingahúsum, Gunni er besti kokkur í heimi þannig að við vorum ansi örugg á að við fengjum góðan mat hérna heima.
Fyrir rúmum tveim árum ákvað ég að taka pásu í myndlistinni. Ég hafði í nokkur ár haft svo mikið að gera að ég hafði hvorki tíma fyrir fjölskylduna mína eða sjálfa mig. Á sama tíma ofan í allt byrjuðum við (Morten, Lena og ég) með myndlistaskólann, sem var líka rosalega mikil vinna. Maður getur sagt að ég brann út. Ég fékk ógeð á myndlist og myndlistalífinu. Ég sagði mig úr öllu, sýningarstjóra verkefnum, sýningum, og myndlista hópum og hætti að fara á opnanir á hverju föstudagskvöldi. Ég fór svo að vinna við að finna harmomi/jafnvægi bæði í innra og ytra líf mínu. Ég fór að hugleiða, sem ég vil meina að hafi bjargað mér, ég hugleiði núna tvisvar á dag, á morgnana og á kvöldin . Ég hef samt notað mikinn tíma í myndlistarskólann, enda stækkar skólinn jafnt og þétt. Núna eru 6 kennarar, og við erum með biðlista inn í skólann. Ég finn að með þessum skóla bætum við lifsgæði hjá fullt af fólki, það er líka mikilvægt. Árið 2005 var ég svo með sýningu í Kling og Bang á Íslandi, og það var bara svolítið gaman, en það fékk mig ekki til að vilja fara á fullt aftur í listalífið. Svo var mér boðið að vera með á þessari sýningu í Stalke. Ég get sagt að við það að gera verkið sem ég sýndi fann ég gamla tilfinningu gleði við að skapa sem var alveg yndislegt ! Þessi tilfinning hefur ekki verið þarna frá því fyrir 2001 ! Ég ætla samt aðeins að taka því rólega og sjá hvað gerist. Ég átti langt samtal við gallerístan í gær (sem er listsafnari og það var hann sem keypti verkið mitt) um það að vera listamaður, með stóru L eða nörd eins og ég er orðin. Þar að segja að vera listamaður til að gera list sköpunarinnar vegna eða að vera sölumaður(ég veit að auðvitað er þetta ekki svona ferkantað, en það hefur verið það fyrir mér, og þannig hljóðaði það í þessu samtali) ! Hann þekkir þennan heim inn og út, það var hann sem Ólafur Elíasson var hjá í byrjun ferilsins, áður en hann var stórstjarna. Það að vera listamaður með stóru L er markaðsetning, söluvara. Þetta var ég farinn að finna á sínum tíma (þó svo ég hafi alls ekki verið nálægt stórstjörnunum), og þá hvarf gleðin, og um leið eitthvað inni í mér. Ég hef svo síðustu tvö árin nördast hérna heima, með dýrin mín garðinn minn, sem ég get týnt mér í á sumrin, epla plantrekrunni okkar, lesið góðar bækur og síðast en ekki sístverið með fjölskyldunni minni.
Ég hef farið í sumarfrí síðustu tvö árin, til að fara í frí, ekki fengið alla fjölskylduna með og notað fríið til að fara annað hvort á milli sýningarstaða eða sjálf verið að sýna. Í gær fann ég samt smá kvíða í mér, því það er svo auðvelt að fara í svíng, finna þetta rúss, þegar manni er hrósað of mikið. Það er mjög mikilvægt að taka gleði og sorg með sama jafnvægi, þetta er allt hluti af því sama. Þetta hef ég mjög í huga mínum núna í dag, til að halda mér í ró.
Það er mikilvægt að spyrja sjálfan sig : hvað er það sem er mikilvægast í lífinu ! fyrir mig er það harmoni/jafnvægi og gleði. Þegar ég hef það , hef ég eitthvað að gefa af sjálfri mér til umhverfisins.
Það er skrítið að skrifa svona um sjálfan sig á netið, en fyrir mig er það hluti af því að taka sjálfa mig ekki of hátíðlega, og kannski er einhver sem getur þekkt eitthvað í því sem ég skrifa og deilt því með mér og öðrum. Við erum jú öll hluti af því sama, þegar upp er staðið.
Þegar Sól og Gunni koma heim ætlum við til Hróarskeldu í bíó og út að borða, það verður notalegt.
Þeir sem vilja sjá myndir frá opnuninni geta farið inn á og séð myndir á http://www.barnaland.is/barn/20432
Einnig er hérna mynd af verkinu mínu frá sýningunni.
Ljós og friður héðan
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 19:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)