Færsluflokkur: Ljóð
Gleðilega aðventu allir nær og fjær !
30.11.2008 | 12:46
Núna er gleðileg aðventa !!!
Jólaboðið í gær var gott ! Svolítið rifist hátt, svo voru allir vinur.
Ég og Sól gerðum aðventukrans í morgun. Fórum út og týndum það sem þurfti í hann, mosa og greinar. Svo tók litla skottan yfir og spreyjaði smá glimmer hér og þar og svo varð til þessi fallegi aðventukrans.
Við höfum tekið því rólega í morgun, drukkið te og kaffi og bara verið. Við erum bæði þreytt eftir gærkvöldið. Gunni fór til Kaupmannahafnar og var með Sigga okkar.
Á eftir erum við að fara til Sigynjar og fjölskyldu. Þau eru með jólabasar á veitingastaðnum sínum á norður Sjálandi.
Ég man þegar við komum fyrst til Danmerkur, þá hringdi maður heim kannski á nokkurra mánaða fresti, það var nefnilega svo dýrt. Læt vera að segja frá því hversu oft Sigyn dóttir hringdi heim til Íslands til vina sinna.
Læt nægja að segja að við vorum spurð um það einu sinni í bankanum þegar við vorum að borga símareikning , hvort við rækjum fyrirtæki, híhí.
En núna í dag eru möguleikarnir svo miklir. Sól sat í morgun með vinkonu sinni Nínu. Ekki frásögu færandi, en þær voru að spila spil við vinkonu sína á Fjóni ! Þetta hefði verið óhugsandi á sínum tíma. Þær hringjast við mörgum sinnum í viku í gegnum Skypið og blaðra og spila og eru að kíkja á hinar og þessar dýraheimasíður saman.
Það hefði á sínum tíma sparað okkur um hundruði þúsunda að hafa þessa tækni, þegar Sigyn mín bjó heima.
Núna ætla ég og fá mér hádegismat áður en við keyrum norður eftir.
Kærleikur og Ljós til allra
Set inn smá myndir af boðinu í gær !
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Dýr eru betri til að nota til tilraunna ern manneskjur
30.5.2007 | 14:04
Það er svo mikið að gera, við erum en að setja upp eldhúsið, og steypa upp vegi. Bara nokkrar vikur eftir af skólanum, og allt er á þeytingi þar.
Á föstudaginn er Rundgang í Kunstakademiuni, þar sem sonur minn er. Að sjálfsögðu ætla ég þangað. Ætla í leiðinni að fara með Morten vini mínum á nokkrar sýningar sama dag eftir vinnu. Helgin verður notuð í dásamlega garðinn minn
Ég er orðin eitthvað svo svört í skrifunum mínum þessa dagana, en ekki misskilja það, ég hef það fínt, er bara alltaf að hugsa um hvað er hægt að gera til að gera heiminn betri stað að vera á. Meðal annars að vera hamingjusöm en að vera meðvitum um það sem er að gerast í kringum mig.Mér finnst það mjög mikilvægt að við séum meðvituð um það sem er að gerast í heiminum, sérstaklega þegar það er gert á kostnað einhvers, hvort sem það er manneskjur, dýr eða náttúran.
.Gunni er kokkur í stóru fyrirtæki í Danmörku sem heitir Novo Nordisk, sem ekki væri frásögu færandi nema að ég las nýverið að þetta risa fyrirtæki notar 50,000 tilraunardýr á ári. 97 % eru mýs en einnig eru hundar, kanínur, grísir og marsvín! En þetta fyrirtæki hefur gert það sem mér finnst svo frábært er að árið 1990 buðu þeir dýraverndunarsamtökunum hérna í DK til að í sameiningu að finna út úr hvað fyrirtækið gæti gert til þess að tilraunardýrin gætu haft það betra í fyrirtækinu. Þetta finnst mér mjög gott framtak. Enda var fyrirtækið kosið árið 2002 sem Aarets dyreværn af Dyrenes beskyttelse. Það sem fyrirtækið gerði m.a var að hundarnir fengu svæði sem er á stærð við nokkra fótboltavelli. Grísirnir fengu vatnspolla til að baða og leika sér í, kanínurnar og marsvínin eru nú á stórum svæðum. Mýsnar fengu stærri búr. Dýrin fengu einnig leikföng og gulrætur og fl. grænmeti til að naga í., í staðin fyrir áður þá fengu dýrin bara þurrfóður. Novo Nordisk hefur ákveðið að það eru ekki lægstu kröfur sem krafið er af yfirvöldum, sem þeir vilja bjóða dýrunum. Þeir eru alltaf að þróa sig til að verða betri í þessu. Fyrir mér er þetta allt alveg sjálfsagður hlutur, dýrunum er fórnað oft á hræðilegan hátt, og okkur ber skylda til að gera þeim þetta eins bærilegt og mögulegt. Svona hefur þetta bara ekki verið, og þess vegna varð ég svo glöð þegar ég sá þessa grein um Novo Nordisk. Það koma örugglega fl. fyrirtæki sem gera það sama einhveratíma í framtíðinni.
Sá fyrirsögn: Dýr eru betri til að nota til tilrauna en manneskjur ! Já en dýrin hafa ekkert val, þau eru þvinguð til að vera með. Það hlýtur að vera hægt hjá stórum fyrirtækjum að koma sér saman um tilraunirnar, þannig að það sé ekki verið að gera sömu tilraunina á mörg hundruð dýrum í mörgum fyrirtækjum í heiminum, en ég held að það verði langt í það, því dýrin eru ekki metin mikils. Ef það væru manneskjur, væri örugglega reynt að nota bara eina manneskju í eina tilraun. Í Danmörku eru notuð 350.000 dýr í tilraunir á ári. 80 prósent eru mýs og rottur, 6 % marsvín og kanínur. Restin eru kisur, grísir,kindur og geitur. EU kemikalereform (veit ekki hvað það heitir á íslensku) Sem á að kortleggja þau efni sem eru í umferð í heiminum í dag, krefst þess að nota 12 milljónir, FLEIRI dýr til tilrauna á ári. 120 af þessum efnum sem er verið að tala um vitum við þegar að eru hættuleg, og bara að testa þau efni krefst 350,000 dýra. Það er sorglegt þegar líf dýranna eru einskis metin.
Ég veit að mörg ykkar pirrast yfir því sem ég hef skrifað núna en bara svona til að koma með svolitla sjokk tölu þá er slátrað 120.milljón kjúklingum á ári í DK, og innan EU tölum við um marga milljarða.
Ég geri mér fulla grein fyrir að mörgum finnst mikilvægt að nota dýr til rannsókna, m.a læknavísindi. En ef við þurfum að gera það ber okkur skylda til að þau hafi líf og aðstæður sem eru sæmandi!
Vil bara bæta aðeins við og segi eins og hún Katrín bloggvinkona min myndi segja meira Ljós meira Ljós.
Eigum við ekki öll að senda Ljós til blessuðu dýrana, það hjálpar !!
Og hana nú, pistill dagsins.
Set lítið ljóð um fugla, svo þið farið með vont og gott héðan.
Ljós og Kærleikur til ykkar og allra hinna.
Kvæðið um fuglana
Snert hörpu mína himinborna dís,
svo hlusti englar Guð í Paradís.
Við götu mína fann ég fjalarstúf
og festi á hann streng og rauðan skúf.
Úr furutré sem fann ég út við sjó
ég fugla skar og líka úr smiðjumó.
Í huganum til himins oft ég svíf
og hlýt að geta sungið í þá líf.
Þeir geta sumir synt á læk og tjörn,
og sumir verða alltaf lítil börn.
En sólin gyllir sund og bláan fjörð
og sameinar með töfrum loft og jörð.
Ég heyri í fjarska villtan vængjaþyt.
Um varpann leikur draumsins perluglit.
Snert hörpu mín himinborna dís,
og hlustið,englar Guðs í Paradís.
Atli Heimir Sveinsson/Davíð Stefánsson
Ljóð | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)