Ég vil skilja undirmeðvitundina !

hellofriendcz5

Það er rólegt eftir storminn ! 

Ég átti erfiðan dag í gær.

Það er ótrúlegt að hugsa hvað reynsla, hugsanir og pælingar færa mann svo í reynsluna aftur sem gefur manni ennþá betri  skilning á því sem maður er að pæla í.

Síðasta færsla var mikið um það að við skiljum á mörgum plönum, við skiljum og heyrum oftast frá fortíðinni.

Þetta hafði ég upplifað í fríinu, ásamt þeim sem ég var með í fríi, en var þó meira á þeirri hlið sem sá að hlutirnir voru ekki upplifaðir í núinu, heldur voru átök yfir orðum sem voru ekki raunveruleg, en komu frá undirmeðvitundinni. Þannig að ég upplifði þetta ekki í mér, en sem sá sem reynir að koma í skilning um.

Í gær var yndislegur laugardagur, sólin skein og það var heitt. Við nutum þess að vera í garðinum og dútla að blómum. Ég fann að það var stuttur þráðurinn hjá mér, strax þegar ég vaknaði, en ekkert svona alvarlegt, enda verð ég sjaldan reið nú orðið, en get verið  innaðvent og hugsi.

Við ákváðum að fara í göngutúr í skóginn sem er hérna rétt hjá og athuga hvort við fyndum ber, og eitthvað skemmtilegt. Við tókum hundana með að sjálfsögðu. Lappi byrjar um leið og hann sér að við tökum fram hundaólarnar að nú ætlum við í göngutúr, og hann hoppar og vælir og veit ekki hvað hann á að gera, þar til hann finnur út úr að það er víst best að setjast á bossann og bíða eftir að ólin verði krækt í hálsbandið. Iðunn er aðeins rólegri og fylgir okkur grannt með augunum. Við förum inn í skóginn Ledreborgsskov. Hann er stór og dásamlegur og fullur að lífi, dádýrum og öllu sem lifir í Danmörku. Við elskum að ganga þarna um og tala um hvað allt er orðið stórt og breytt frá því við fluttum hingað fyrir 11 árum. Þetta tré og hitt tréð hefur stækkað svona mikið. Á leiðinni inn í skóginn förum við alltaf inn á Lejre fótboltavöllinn og hundarnir hlaupa lausir, við rifjuðum upp þegar við komum hingað með Sólina okkar í barnavagni og Iðunni, til að þjálfa Iðunni, Við byrjuðum tvisvar með hana í hundaskóla en gáfumst upp, hún var svo brjáluð, en fórum á fótboltavöllinn í staðinn.

heart20hand

Núna er Sólin okkar 10 ára, Iðunn 11 ára og Lappi með, lítill kúkur tveggja ára. Þetta töluðum við um og hlupum með hundunum, Það var sennilega mest Sól sem hljóp, við gerum það í minningunni fyrir 10 árum.

Við gengum inn í skóginn, sáum dádýr, fullt af froskum.

Við sáum vínberjasnigla. Þeir eru risastórir og mig hefur alltaf langað í þá í garðinn minn. Við fundum 6 og settum þá í poka og núna eru þeir í garðinum okkar.

Við löbbuðum hjá ánni þar sem Iðunn baðaði alltaf í gamla daga, og Gunni fann myntu sem við eigum ekki og tók rót með heim.

Við komum inn í Jungelstigen, sem er svæði í skóginum sem er smá girt að. Þetta er leiksvæði  með allavega ævintýralegu gert úr sjálfum trjánum og þeim aðstæðum sem er í kring. Þarna er stórar rólur sem hanga frá efsta tré.og við róluðum, það var gaman.

Þarna var reipi sem hékk niður frá efsta tré og á endanum bar smá hluti af bíldekki sem gert var ráð fyrir að bossinn væri á. Sól sveiflaði sér eins og apaköttur fram og til baka voðalega gaman. Gunni sveiflaði sér líka.

Ég þori ekki mörgu svona, fer aldrei í neitt í tívolí er hrædd við hraða og hæðir, allt sem ég get ekki haft kontról yfir.

jd

Ég hugsaði mig lengi um, og ákvað svo að prufa, ég byrjaði hægt og rólega og það var gaman að svífa svona í loftinu, Gunni byrjaði að ýta mér og í fyrstu var það gaman. En svo varð það ansi hratt og ég kalla nei, nei, nei, hann tekur það ekkert alvarlega og ýtir mér ennþá hærra og snýr mér um leið þannig að ég snýst í loftinu í hring, ég varð alveg BRJÁLUÐ ! ég öskraði á hann að stoppa, sem hann gerir strax, sér að nú eru góð ráð dýr, ég stoppa, öskra á hann og ræð ekkert við mig , hann segir fyrirgefðu, en það er enginn leið, ég hafði misst völdin...

Ég rauk af stað með grey Iðunni sem vil alltaf halda hópnum saman, ég labba á undan og vorkenni mér alveg hræðilega. Af hverju koma þau ekki á eftir mér ? Nei þau halda áfram að leika sér. Ég vorkenni mér ennþá meira og held áfram og finnst ég vera alein í heiminum. 

Ég sest niður í slottsgarðinum og bíð eftir þeim um leið og ég hugsa mitt,

Ég get aldrei treyst honum, hann fer alltaf yfir strikið og svona hélt ég áfram að byggja upp neikvæð hugsunarform, sem ég vildi ekki út úr. Ég var líka á öðru plani meðvituð um hversu langt úti ég var, og horfði eins og niður á mig og hugsaði : taktu þig nú saman manneskja, þú ýkir upp úr öllu valdi, svona alvarlegt er þetta ekki !! Ætlarðu að eyðileggja skógartúrinn með þessu, eða koma til baka og biðjast afsökunar á að þú hafir brugðist svona harkalega við.readCropThumbFile

Gunni ,Sól og Lappi komu gangandi, og ég var enn ferlega fúl, fannst hann ekki hafa iðrast nóg, þannig að ég sat áfram og var fúl með fúlum hugsunum.  Eftir nokkur hörð orð okkar á milli halda þau áfram og ég sit og er enn fúl og vorkenni mér alveg hroðalega. Allt var svart.

Ég fer svo smátt og smátt að hugsa ekki bara í persónuleikanum, hvað er þetta eiginlega, löngu horfnir brestir (að ég hélt) koma svona og laumast inn í líf mitt, mér algjörlega að óvörum ! Hvað er eiginlega í gangi. Á meðan þessar hugsanir voru þarna voru hinar líka að brjótast um og reyndu að halda í völdin, Það var eins og þær neikvæðu og þær jákvæðu berðust um að halda athyglinni hjá mér. Ég gekk af stað og hugsaði fram og til baka. Ég mætti elsku fjölskyldunni á leiðinni, fann að Iðunn vildi helst ekki vera hjá mér, orkan var betri hjá þeim.

Skil hana vel.

Við komum heim og jákvæðu hugsunarformin voru búinn að sigra, ég varð leið yfir þessari hegðun og bað Gunna og Sól afsökunar.

Núna sit ég hérna og velti þessu fyrir mér. Ég veit að ég slæst við það (eða ég hélt slóst við) að treysta fólki, ég á erfitt með ef ég hef ekki sjálf tökin í hlutunum . Þetta er að sjálfsögðu gamalt sem þarf að vinna á. Það kemur fram núna vegna þess að þetta er ennþá veikleiki minn. Það verður aldrei markvert þegar þetta er um tannlækna, tívolí, þegar ég fæ flís í fótinn og ég ÞARF að fá einhvern annan til að taka flísina. Fer til læknis og þar að fara í rannsóknir. Allt þetta er hægt að fela undir að ég er bara duttlungafull. En að missa svona stjórn á sér eins og ég gerði í gær get ég ekki falið undir neitt. Eitt er að Gunni hefði átt að hlusta á þegar ég sagði nei, annað er þessi miklu viðbrögð.2724_DOS_ Lykke_Sand_Michelsen_2

 Kannski gerði hann mér ómeðvitað greiða með því að stoppa ekki. Ef hann hefði ekki stoppað væri ég ekki hér í þessum pælingum.

Það er orsök fyrir öllum hlutum og það er afleiðing. Afleiðingin af þessu er að ég þarf að kíkja á hvað er að gerast í undirmeðvitundinni, hvað er það sem hefur gerst sem veldur því að ég treysti ekki öðrum, þegar á reynir ?

Það sem ég upplifði var ekki að Gunni rólaði mér hátt, og hann stoppaði ekki um leið og ég sagði, ég upplifði eitthvað miklu dýpra, hræðslu við það að missa tökin, og af hverju hef ég þessa hræðslu.  Ef ég hefði bara orðið hrædd hér og nú, hefði ég ekki brugðist svona rosalega við. Ég hefði sennilega bara orðið fúl og hellt mér smá yfir hann, og svo búið, það er að mínu mati nokkuð eðlileg viðbrögð. En að missa gjörsamlega stjórn á sér, þá liggur meira undir.

Núna þegar ég sit hérna er þetta bara ennþá einn möguleikinn í lífinu að takast á við og það verður spennandi eins og svo margt annað.

Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skrifa um þetta er að ég veit að það er fullt af fólki sem hefur svipaða hluti að slást með og með því að deila minni reynslu get ég kannski gefið einhverjum eitthvað sem hann/hún getur stuðst við í sinni þróun sem betri manneskja.

Núna ætla ég að eiga góðan dag með fjölskyldunni, heyri að þau eru að bardúsa eitthvað í eldhúsinu.

Ljós og friður til ykkar á fallegum sunnudegi.9210db36-1


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir að færa ró og frið í sálina við færslurnar þínar Steina mín,  knús til þín og kærleiksóskir.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 13:21

2 Smámynd: Gunnar Páll Gunnarsson

Elska þig ástin mín.

ÖÖÖÖ, Hvað eigum við að hafa í kvöldmatinn?

Gangið á Guðs vegum. 

Gunni Palli manninn þinn. 

Gunnar Páll Gunnarsson, 12.8.2007 kl. 14:02

3 Smámynd: halkatla

já þetta er vissulega vandamál hjá okkur öllum, gott hjá þér að setjast niður og pæla í því hvað er hægt að gera! Hafðu það ætíð sem best kæra Steina

halkatla, 12.8.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf gott að heimsækja þig. Öll glímum við við einhverja bresti í fari okkar. Reiðin er slæm. Hún skemmir svo margt.

Hins vegar er ekki öllum gefið að biðjast afsökunar.

Kærleikur til þín

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2007 kl. 19:15

5 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef þetta hér að ofan sannar ekki að ást mannsins liggur í gegnum magann þá veit ég ekki hvað hehehe.... njótið dagsins turtildúfur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.8.2007 kl. 19:21

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér sýnist nú kokkurinn hafa fært þér dýrindisgjöf. Það að fá tækifæri til að rýna í myrkrið og athuga hvað er þar er eitt það besta sem getur fyrir mann komið ef maður hefur vilja til að skoða um hvað óttinn manns er. Hann nefninlega er svo flinkur stundum að liggja í leyni og spretta svo fram og hafa áhrif..líka þegar hann liggur í undirvitundinni stjórnar hann og við erum oft ómeðvituð um það. Ljós og myrkur er í okkur öllum...við þurfum bæði. En eru oft á harðahlaupum undan skugganum þar sem fjársjóðurinn okkar er oftast falinn.

Þú ert bara alveg frábær Steina mín...Við hjónin erum einmitt að læra svo margt að fylgjast að á svipaðri leið. Erum alveg meiriháttar speglar fyrir hvort annað..ekki alltaf hávaðalaust þó!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.8.2007 kl. 21:52

7 Smámynd: www.zordis.com

Óttinn getur brýnt margt í sambandi tveggja aðila.  Það að hafa stjórnina er gott mál og þá aðallega að stjórna sjálfum sér því við getum víst ekki stjórnað öðru nema með miklum kærleik.

Þekki svona eigingjarna reiði og set sjálfa mig út í horn og spyr mig ( sit með sjálfa mig ofaná mér) HVAÐ er það sem veldur þessari afleið.  Þegar við erum búin að ganga í gegn um þetta allt saman áður að vera svo dásamlega ófullkomin að beygja okkur niður í það mannlega! 

Dagurinn hefur töfragildi þegar við tyllum okkur saman á þúfu og snertum samtímann, hittumst jöfn og getum sagt fyrirgefðu og tjáð tilfinningar! 

Það að vera manneskja gefur okkur þau forréttindi að vera nákvæmlega það sem við erum.  Þekki og skynja þig í þessari færslu og þú ert lánsöm með þá sem elska þig mest!  Ekkert meðaumkunar eða meðvirkni kjaftæði hér

www.zordis.com, 12.8.2007 kl. 22:08

8 Smámynd: Guðrún Þorleifs

Steina mín, takk fyrir frábæra færslu

Bloggvina knús frá Als 

Guðrún Þorleifs, 13.8.2007 kl. 07:41

9 Smámynd: SigrúnSveitó

Knús&kærleikur til þín, elsku Steina.

SigrúnSveitó, 13.8.2007 kl. 12:44

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

það er svo frábært þegar einhver getur þekkt sjálfan sig í því sem ég skrifa, og jafnvel gert einhverjum gott, þá er allt alls virði ! takk allrat fyrir flottus komment

kæra cesil : það er sennilega mátarást frá mér til hans, ég kann ekkert að elda og elda ALDRE ! Gunni er kokkurinn og eldhúsið er hans .

jóna mín, ég held að þú sért með heimþró til DK

sólin skín og garðurinn kallar, var að laga mér te og ætla út í garð með tebollann minn og skoða alla laukana sem ég var að kaupa á úts0lu í bilka !

AlheimsLjós til ykkar allra

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 13.8.2007 kl. 14:02

11 Smámynd: Vilborg Eggertsdóttir

- vægast til orða tekið, þá er þetta tími okkar til "hreingerninga" , því gamla hent út svo nýtt geti tekið sér bólfestu, sjaldnast átaklaust. Samherjakveðja dúllan mín!

Vilborg Eggertsdóttir, 13.8.2007 kl. 20:25

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Elsku Steina, alveg ertu frábær, eins og ég hef víst frætt þig um áður....! Takk fyrir þessa færslu.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 13.8.2007 kl. 22:40

13 Smámynd: Ylfa Mist Helgadóttir

Þekki þessa bresti af eigin raun kæra frænka. Þetta er genatískur arfur sem við vorum svo heppnar að fá í vöggugjöf... held ég. Þetta stjórnleysi vegna smámuna, bara af því að við sjálfar erum ekki við stjórnvölinn. Einhver annar heldur um taumana, jafnvel bara augnablik!!! Ég er einmitt núna að eiga við mitt skap, eftir að ég hætti á geðlyfjunum mínum :o)

Gangi þér vel og ég elska þig.

Ylfa Mist Helgadóttir, 13.8.2007 kl. 23:17

14 identicon

Sæl kæra frænka, gaman að lesa pistlana þína og ekki síður gott fyrir sálartetrið. Er einmitt sjálf að skoða minn innri "mann" þessa dagana. Kveðja frá USA, Sólborg frænka.

Solborg Halla (IP-tala skráð) 14.8.2007 kl. 22:16

15 Smámynd: Solla Guðjóns

Ja þú segir aldeilis nokk...oft hefur maður orðið undrandi yfir viðbrögðum sínum jafnt sem annarra......Árni minn kallar mig oft Kötlu ég á það til að gjósa og rið þá úr mér og svo kemur logn og jafnvel hlátur yfir öllu saman.

Svo er það þetta þegar viðbrögðin verða svo harkaleg að maður hreinlega nær ekki að hugsa rökrétt og heldur fast í það að maður píslarvottur.

En annars færð þú mig alltaf til að skoða sjálfa mig dálið og þekkja um leið.

Faðlag til þín ástin.

Solla Guðjóns, 15.8.2007 kl. 00:56

16 Smámynd: Linda

Blessuð vertu Steina, las þessa frásögn þína, og fann margt sem talaði til mín.  Bæði varðandi reiðina og viðbrögð þín við þeim aðstæðum sem þú varst í.  Ég held úti lokuðu bloggi þar sem ég hef tjáð mig í tvö ár í gegnum erfiða lífsreynslu, ég er núna á betri leið og finn jafnvægið koma aftur inn í líf mitt, þó aðallega vegna þess að ég fór að hlusta á það sem líkamann vantaði.  Stundum verður maður að takast á við "sjálfið" án þess að utan að komandi aðilar komi þar að málum.

Nú svo ég komi að  öðrum sem þú skrifaðir, þá sá ég fyrir mér skóginn sem þú og Gunnar voru að þramma í gegnum með hundunum ykkar, og í smá stund hugaði ég (sjálfið) að þetta mundi ég líka vilja eiga kost á, ég elska há tré og því sem þeim fylgir, undursamlegur friður sem ég upplifi bara á einum öðrum stað og það er þegar ég eyði tíma í lofgjörð og tilbeiðslu til Guðs.  Enn ég bý hér á Íslandi og viti menn hér er líka gott að vera, og skógarnir eru að aukast hér á landi sem minnir mig á ætti bara að drífa mig út með snúlluna mína.

Guð blessi þig og þína.

Linda, 15.8.2007 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband